Fréttatíminn - 17.08.2012, Page 20
M
ið
b
a
k
k
i
GeirsGata
t
r
y
G
G
v
a
G
a
ta
Hafnarstræ
ti
austurstræ
ti
kirkjustræ
ti
ve
lt
us
un
d
að
al
st
ræ
ti
te
M
pl
ar
as
un
d
pó
st
H
ú
ss
tr
æ
ti
æ
Gi
sG
at
a
læ
kj
ar
Ga
ta
kalkofnsveGur
skólabrú
in
Gó
lf
ss
tr
æ
ti
aM
tM
ann
sstíGur
lauGaveGur
tryGGvaGata
HverfisGata
bankastræ
ti
Þi
nG
Ho
lt
ss
tr
æ
ti
sM
ið
ju
st
íG
ur
be
rG
ss
ta
ða
st
ræ
ti
týsGata
óð
in
sG
at
a
GrettisGata
kl
ap
pa
rs
tí
Gu
r
s
k
ó
l
a
v
ö
r
ð
u
s
t
íG
u
r
va
tn
ss
tí
Gu
r
njálsGata
HallveiGarstíGur
Gró
fin
vestur-
Gata
Sushi-sprengja á Íslandi
Matarmenning þjóðarinnar hefur breyst hratt undanfarin ár. Fyrsti sushi-staður landsins var
opnaður skömmu fyrir aldamótin en var ekki spáð langlífi. Eftir nokkurn aðlögunartíma hafa
Íslendingar kolfallið fyrir þessari japönsku matargerðarlist. Nú verður vart þverfótað fyrir
sushi-stöðum í miðborginni og þeir eru meira að segja komnir í verslunarmiðstöðvarnar.
Þ að var sagt við mig að þetta væri bara bóla,“ segir Snorri Birgir Snorrason sem opn-
aði fyrsta sushi-staðinn á Íslandi
árið 1998. Það var Sticks’n’Sushi í
Aðalstræti.
Snorri hafði þekkt til sushi í tutt-
ugu ár þegar hann opnaði fyrsta
staðinn á Íslandi. Hann lærði hjá
japönskum meistara í Danmörku
og fór eftir það til Tokyo í frekara
nám. „Það tekur langan
tíma að verða góður,“ segir
Snorri.
Hann segir að þessar
vinsældir komi sér alls
ekki á óvart því sama þróun
eigi sér stað víðsvegar
um Evrópu. „Þetta byrjar
alltaf rólega. Það skrítna
við sushi-ið er nefnilega
að fyrstu kynnin eru ekki
alltaf jákvæð. En svo vinnur
það alltaf á hjá fólki. Það
var þannig hjá sjálfum
mér,“ segir Snorri sem í dag
rekur veisluþjónustuna Kokkinn
og kaffihúsið og
veitingastaðinn
Víkina í Sjóminja-
safninu niður við
höfn.
„Er fólk ekki
bara orðið meðvit-
aðra um það sem
það setur ofan í
sig?“ segir Eyþór
Mar Halldórsson,
yfirkokkur á Sus-
hisamba, þegar
hann er spurður
hvað valdi þess-
ari aukningu á sushi-stöðum á
höfuðborgarsvæðinu.
Eyþór segir að fólk sæki í
léttari mat en áður en auk þess
finnist því gaman að kynn-
ast fjarlægri matarmenningu.
Þá segir Eyþór að það spili
óneitanlega inn í að hér á landi
sé frábært hráefni til sushi-
gerðar. „Við erum auðvitað með
frábæran fisk hér á Íslandi. Það
er búið að elda hann á alla vegu
og þetta er held ég ein leið til að
gera meira úr fisknum.“
Að undanförnu hafa íslenskir
sushi-staðir fært sig æ meira upp
á skaftið með nýjar útfærslur á
réttum. Til að mynda Sushisamba.
„Við blöndum saman japanskri og
suður-amerískri matarhefð. Þeirri
matarmenningu sem Japanir komu
með til Perú. Þetta er blanda sem
virðist virka vel í fólk hér, við
kvörtum ekki,“ segir Eyþór.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Sushisamba Þingholtsstræti 5
Einn heitasti veitingastaður borgarinnar
síðasta árið. Á staðnum er blandað
saman japanskri og suður-amerískri
matargerð með tilheyrandi
sósum og stemningu.
Ósushi Pósthússtræti 13
Flutti nýverið úr Iðuhúsinu yfir í Pósthús-
strætið. Einkenni staðarins er að fólk
velur sjálft bitana af færibandi.
Sushi smiðjan Geirsgötu 3
Huggulegur staður í gamalli verbúð
niður við höfn. Bæði hægt að borða á
staðnum og kaupa tilbúna bakka til
að taka með.
Sakebarinn Laugavegi 2
Systurstaður Sushibarsins sem
opnaði nýlega. Kvöldverðarstaður
með fjölbreyttari matseðil.
Forréttabarinn Mýrargötu
Smáréttastaður þar sem
hægt er að næla sér
í sushi-bita.
Sushibarinn Laugavegi 2
Vinsæll staður til að taka mat
með sér heim.
Rub 23 Aðalstræti 2
Staðurinn sem sló í gegn á Akureyri og
opnaði nýverið í miðborginni. Fjöl-
breytt úrval í hádeginu og á kvöldin.
Hin umtalaða sushi pítsa þykir
ómissandi.
Sjávargrillið Skólavörðustíg 14
Boðið upp á disk með blöndu af
sushi og sashimi bæði í hádeginu
og á kvöldin.
Fiskfélagið Vesturgötu 2a
Fínt úrval af sushi í hádeginu en
aðeins einn blandaður diskur á
kvöldseðlinum.
Fiskmarkaðurinn Aðalstræti 12
Sjávarréttastaður Hrefnu Sætran hefur
boðið upp á sushi um nokkurra ára
skeið. Fjölbreytt úrval bæði í
hádeginu og á kvöldin.
Soya Makibar Iðuhúsinu Lækjargötu
Tók við af Osushi þegar hann flutti sig um
set fyrir skemmstu. Býður bara upp
á maki-rúllur og hefur smitast af
fusion-bylgjunni vinsælu með
tilheyrandi sósum.
Sushigryfjan Smáralind
Fínt úrval blandaðra diska og sérvalinna
bita. Bæði hægt að borða á staðnum og
taka með.
Tokyo sushi Glæsibæ
Fjölbreytt úrval sushibita sem seldir eru í
tilbúnum bökkum.
SuZushii Stjörnutorgi í Kringlunni
Stærir sig af því að bjóða upp á handgert
og nýlagað sushi fyrir alla viðskipta-
vini. Þykir almennt með betri
sushistöðum landsins.
Osushi Borgartúni 29
Systurstaður þess sem er í Pósthússtræti.
Herjar á sushi-aðdáendur í hádeginu.
Fólk velur sér bita af færibandi.
MýrarGata
Buddha Café Laugavegi 3
Boðið upp á fjölbreyttan asískan mat eins
og á forvera staðarins Indókína.Arftak-
arnir hafa tileinkað sér japanska
matargerð til viðbótar við
gamla skólann.
18 úttekt Helgin 17.-19. ágúst 2012