Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Side 41

Fréttatíminn - 24.08.2012, Side 41
Helgin 24.-26. ágúst 2012 kynningarblað námskeið 11 Við bjóðum Námsvild Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við léttum þér lífið á meðan þú sinnir náminu. · 150 fríar færslur á ári (engin færslugjöld fyrir yngri en 18 ára) · Hagstæðari yfirdráttarvextir · Náms- og bókakaupastyrkir · Margvísleg önnur sérkjör, þjónusta og fríðindi með Stúdentakortinu Sjáðu nánari upplýsingar um Námsvild á islandsbanki.is www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum. Finndu okkur á Facebook. E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 7 4 1 Kórfærni er nýtta námskeið hjá Mími sí- menntun ætlað fólki sem hefur sungið lengi í kór en skortir tæknileg atriði. Kenndur verður nótnalestur frá grunni og tónbil útskýrt með hjálp tónkvíslar. „Markmiðið er að útskýra þetta á skemmtilegan hátt og hafa gaman,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld sem leiðir námskeiðið. „Það fá allir tónkvísl sem til að nota og stinga í vasann svo hægt sé að nota hana við hvaða tækifæri sem er. Jafnvel á æfingum,“ segir Hreiðar Ingi. Farið verður yfir tónlistarsöguna og eingöngu farið inn á kórtónsmíðar. „Ég hlakka mest til þess,“ segir Hreiðar Ingi. Þó námskeiðið sé hugsað fyrir þá sem eru í kór, stendur það öllu áhugafólki opið. „Margir komast langt á eyrunum, en það eykur ánægjuna af starfinu og auð- veldar alla vinnu að hafa tækniatriðin á hreinu.“  Kórfærni Með tónkvísl í vasanum Ætlað fólki sem er ekki með tónlistarmenntun að baki en hefur áhuga á að ganga í kór, er nýbyrjað í kór eða vill bæta kórtækni sína. Líkamsrækt í laug Sundnámskeið fyrir fullorðna Þeir sem hafa áhuga á að bæta við eða skerpa kunnáttu sína í sundi geta sótt ýmis námskeið í sundlaugum víða um land. Brynjólfur Bjarnason sundþjálfari hefur um árabil haldið námskeið í skriðsundi fyrir fullorðna, auk þess sem hann kennir vatnsleikfimi og aðstoðar þá sem eru vatnshræddir eða ósyndir. „Líkamsrækt í laug er mjög góður kostur og kemur það fólki oft á óvart hvað hægt er að fá mikla þjálfun með því að nýta mótstöðu vatnsins, hvort sem er í vatnsleikfimi eða á sundæfingum,“ segir Brynjólfur á heimasíðu sinni Syndaselur.com. Þar er hægt að fá upplýsingar um öll þau námskeið sem hann heldur.  SKriðSund Heimavinnan skipulögð með smáforriti MyHomework er smáforrit sem notað er til að skipuleggja og fylgjast með heimavinn- unni. Þegar komið er á efri skólastig er oft erfitt að henda reiður á allri heimavinn- unni, og því mikilvægt að taka á henni með smá verkefnastjórn- un. Með forritinu er hægt að slá inn heimavinnu fyrir hvert námskeið, eða fag og merkja við á dagatali hvenær á að skila verkefninu. Áminning birtist svo á skjánum þegar styttist í skil. Hægt er að sjá hvaða verkefnum er lokið, hver þeirra eru komin fram yfir skilatíma og hvað er á næstunni. Forritið er bæði fyrir iPad, iPhone og Android og frekari upplýsingar má finna á MyHomeWorkApp.com.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.