Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 10
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Dúnmjúkar brúðargjafir Jafnvægið fæst oft ekki nema að við breytum um lífsstíl; sleppum sykri, geri og hvítu hveiti og borðum mikið af grænmeti og trefjum. T ími sveppanna er kominn. Það haustar og hann breiðir úr sér. Hefur þú séð sveppina meðfram Miklubrautinni á hverju hausti? Getur verið að svona sveppabreiður séu innra með þér? Fjöldi fólks er þakið sveppum og sumir eru með mjög svæsnar sýkingar. „Fólk getur verið algjört flak: Með þokukennda hugsun, síþreytu, verki í liðum og vöðvum, húðvandamál, melting- artruflanir, uppþembu, niðurgang, harð- lífi, vindgang og bakflæði,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir, næringarráðgjafi og mast- ersnemi í næringarlæknisfræði. Fleiri einkenni; hæsi, eyrnaverkir, kyndeyfð, þunglyndi og ofnæmi. Er sykurfíknin sveppafæða? „Þeir sem eru með sveppasýkingu eða ofvöxt á sveppum sækja oft í sykur. Þeir eru í vítahring, borða oft meira og vitlaust og þeim líður oft ekki vel. Þeir eru alltaf að leita að orku og upplifa jafnvel ákveðna fíkn. Þeir leita í sætindi til að hífa sig upp og hressa sig við með sykruðum gos- drykk eða sykri. Það gefur orku í tuttugu mínútur en nærir jafnframt sveppinn og viðheldur vítahringnum.“ Hættulegt? „Nei, en getur valdið þess- um óþægilegu einkennum,“ segir hún. Karlar líka með sveppasýkingu Er þetta frekar hjá konum en körlum? „Það tel ég ekki, en konur eru oft duglegri að leita að svörum og skoða mataræðið,“ segir hún. „Ég tel að það sé mjög algengt að fólk hafi sveppasýkingu. Hún getur komið og farið án þess að fólk geri neitt í því. En ef þetta verður svæsin sveppasýking verða lyf við henni óhjá- kvæmileg,“ segir Birna. Fótsveppir. Sár milli tánna, neglur sem gulna og þykkna. Geirvörtur mjólkandi mæðra springa og óstöðvandi kláði á kynfærum. Kláðinn hrjáir oftar konur en karla en „kónga“sveppurinn” lifir líka góðu lífi. Hvít tunga ungbarna – þruska. Sveppirnir leynast víða. „Sveppir elska myrkur og raka,“ segir Birna. Hlaup, krem, úðalausn eða duft. Hægt er að fá vægari sveppasýkingar- lyf án lyfseðils: Daktacort, Lamisil og Pevaryl. En þótt þau slái á kláða ráðast þau ekki að rótum vandans. „Undirliggj- Sveltu sveppinn Innileiki sem hverfur í kvöl og pínu Stingandi sársauki sem leiðir frá brjósti að lungum. Seppasýking leikur nýbak- aðar mæður oft grátt. Brjóstagjöf, sem á að vera innileg og tími móður og barns, verður kvöl og pína. „Á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu er ónæmiskerfið ekki jafn kröftugt. Það er mikið álag. Bæði getur barnið fengið sveppi í munn og smitað móður og öfugt,“ segir Birna Ásbjörnsdóttir nær- ingarráðgjafi. „En konur fá oft sveppasýkingu á meðgöngu og rétt eftir meðgöngu þar sem ein- hver röskun verður við barnsfæðinguna og kerfið er ekki eins sterkt og fyrr.“ Finnurðu fyrir síþreytu, verkjum í liðum, ert með uppþembu og langar ekki að sofa hjá? Ástæðan gæti verið sveppasýking. Burt með sykur, ger og hvítt hveiti er svarið við svæsinni sýkingu. Sumir geta hætt tímabundið, aðrir verða alltaf við- kvæmir. Birna Ásbjörnsdóttir, næringarþerapisti og mastersnemi í næringarlæknis- fræði, segir breyttan lífsstíl lausnina. andi orsök er alltaf ójafnvægi á þarmaflórunni,“ segir hún og áréttar að öll erum við með candida hvítsveppinn í okkur. „Vandinn er aldrei leystur utan frá. Þú getur linað óþægindin með kremum en lausnin kemur bara innan frá. Sveppurinn er í þörmunum og þaðan fer hann út um líkamann.“ Góða þarmaflóran dauð Birna segir að þeir sem þurfi oft að taka sýklalyf endi oftar með sveppasýkingu en aðrir. „Því þau drepa góðu flóruna í þörmunum. Þegar þú tapar góðu flórunni eða hún raskast ná sveppir að vaxa. Síðan nærir sykur, ger og hvítt hveiti sveppinn. Hann tekur yfir og borðar frá þér næringuna.“ Hún segir ekki alla lækna of upptekna af þessu. „Það er hægt að taka blóðprufur og sýni og lesa úr einkennum hjá hverjum og einum.“ Spurð hvort myglusveppir í húsum ýti undir sveppasýkingu í fólki svarar hún. „Ég þekki það ekki, en að búa í húsi með sveppum hefur áhrif á ónæmiskerfið. Það letur ónæmiskerfið og veldur heilsufarsvandamálum þar sem ónæmiskerfið er upptekið við að slást við eiturefnið sem sveppur- inn sendir frá sér. En það kæmi mér ekkert á óvart að þetta hangi saman því ónæmiskerfið er stórum hluta staðsett í þörmunum og þarmaflóran hefur áhrif á það. Ef hún er ekki góð er kerfið það ekki og varnirnar síðri.“ Breyttur lífsstíll takk Birna segir að þeir sem vilji losna við sveppasýk- ingar þurfi að takast á við algjöra lífstílsbreytingu. „Það þarf að breyta mataræði. Það þarf að taka út sykur ger og hveiti – alla vega í einhvern tíma. Og það þarf að byggja upp þarmaflór- una með góðum gerlum. Fólk þarf að borða mikið af grænmeti og trefjum. Drekka vel af vatni, hreyfa sig og stunda úti- veru. Passa að ristill- inn sé að hreinsa sig. Svo er hægt að nota jurtir eins og hvít- lauk, GSE, ólívulauf til að hreinsa sveppinn út. Það er fullt af ráðum; sér- blöndur og annað.“ Hún segir einstaklings- bundið hvort fólk geti hætt án fyrirvara að borða sykur, ger og hveiti. „En það þarf að hætta. Og á sama tíma og sumir geta leyft sér að hætta aðeins tímabundið verða aðrir alltaf viðkvæmir. Þetta er tilraunavinna með hvern og einn, en því minna af þessari fæðu því betra. Þó að þú takir hana aldrei alla út líður þér samt betur,“ segir hún. Sveppurinn heimtar sitt „En þú viðheldur ástandinu með því að fá þér sykur. Ef þú tekur þetta allt út er mjög líklegt að þú náir að hreinsa sveppinn úr kerfinu. Þetta snýst um tvennt. Annars vegar hreinsunina og hins vegar að byggja upp góða flóru. Hún er vörnin þín gegn sveppum. Hún ver líkamann fyrir því að fá svona sveppi. Þetta snýst allt um tiltekt og að halda uppi vörnum.“ Vakning. Síðustu fimmtán ár hefur athyglin beinst meira að sveppasýkingu. „Ég man ekki eftir manneskju sem finnur ekki mun á sér þegar hún tekur út ger, sykur og hveiti, það er að segja ef hún er með þannig einkenni,“ segir Birna. „En það getur vel verið að fólk finni fyrir fráhvarfsein- kennum og verði slappt í þrjá, fjóra daga, kannski viku áður en því fer að líða betur, því þegar örver- ur og lífverur eru sveltar verða þær argar og vilja fá sitt. Svo drepast þær og fara út.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Birna Ásbjörnsdóttir, næringarþe- rapisti og mastersnemi í næringar- læknisfræði. „Ég man ekki eftir manneskju sem finnur ekki mun á sér þegar hún tekur út ger, sykur og hveiti.“ 10 úttekt Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.