Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 38
Í haust bjóðum við upp á 21 námskeið fyrir alla sem hafa náð 4. ára aldri og upp úr. World Class stöðvarnar eru nú tíu talsins á höfuðborg- arsvæðinu og er dansskólinn starfræktur í fimm þeirra, þ.e. Laugum, Mosfellsbæ, Seltjarn- arnesi, Spöng í Grafarvogi og Ögurhvarfi í Kópavogi. Kenn- arar eru 13 talsins svo um- fangið er mikið,“ segir Stella Rósenkranz, deildarstjóri hjá Dansstúdíói World Class. „Undanfarið hefur verið mikil uppbygging í grunnflokkum hjá okkur, þ.e. í ald- ursflokkum frá 4-12 ára. Ekkert lát er heldur á áhuga hjá grunn- og framhaldsskólanemum svo starfið í heild sinni verður allt að teljast til þess að vera það helsta hjá okkur í vetur. Það er ýmislegt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Stella um helstu nám- skeiðin í vetur. Af helstu nýjungum í vetur nefnir Stella að í haust verður aftur boðið upp á 20 plús námskeið með einum af vinsælustu kennurunum stúdíósins, Helgu Björns- dóttur. „Þetta er stelputími og ég hvet allar stelpur sem hafa dansað áður eða langar til þess að dansa til þess að prófa. Þetta er tækifæri til þess að koma sér í form með því að gera góða upphitun með styrktar- og teygjuæf- ingum og dansa. Tímarnir eru byggðir upp sem hefð- bundnir danstímar en eru ekki of erfiðir. Alltaf er dansað við nýjustu tónlistina, það þykir nemendum okkar skipta máli. Ekki má gleyma því að líkamsræktarkort fylgir frítt við skráningu, gildir það í 12 vikur og veitir fullan aðgang að öllum líkamsræktarstöðvum World Class á höfuðborgarsvæðinu.“ Verða einhverjir gestakennarar hjá ykkur í vetur? „Já, í fyrsta skipti í vetur gefst nemendum okkar möguleiki á að æfa þrisvar í viku með því að bæta við sig valtíma. Valtímar eru kenndir af gestakennurum sem er sérhæfðir í ákveðnum dansstílum. Kennt verður Acro Tricks, Contemporary, Hip Hop, House, Locking, Modern og samkvæmdisdans, svo eitt- hvað sé nefnt. Kennarar munu fara með nemendum í sögu dansstílsins, tækniæfingar og samsetningar á dansspor- um í formi dansrútínu. Kenn- ari í fyrsta tímanum er Ásgeir Helgi Magnússon úr Íslenska dansflokknum, svo þetta er mjög spennandi námskeið.“ Aðspurð um hvert verði heitasta námskeiðið í vetur segir Stella: „16 plús nám- skeiðið er alltaf fjölmennur tími og stemningin í þeim tíma minnir mig alltaf á danstímana sem ég sæki er- lendis. Mér líður oft eins og ég sé í danstímum úti í þeim tíma, ólýsanlega gaman! Það er ákveðin orka sem á sér stað þegar dansarar hvetja hvern annan áfram, tónlistin er í botni, allir sveittir og einbeittir en samt svo ótrúlega glaðir. Þetta er það sem dansinn snýst um fyrir mig, það er að deila danslistinni og þeirri ástríðu sem ég hef fyrir þeirri list með öðrum. Ég hef einnig mikla trú á að valtíminn fyllist strax enda tækifæri sem dansþyrstir dansarar láta ekki fram hjá sér fara.“ Námskeiðin hefjast 10. september og spanna 12 vikur. Skráning er hafin rafrænt á heimasíðu World Class og í afgreiðslu þeirra stöðva þar sem dansstúdíóið er starf- rækt. Einnig er hægt að hringja í stöðvar World Class í síma 553 0000. „Það eru ýmsir viðburðir tengdir starfi skólans á haustönn,“ segir Stella. „Dansbikarkeppnin fer fram í Tjarnarbíói þann 3. nóvember, en þar gefst nemendum tækifæri til þess að semja sitt eigið dansatriði og nýta sér það sem þau hafa lært í túlkun, tjáningu og fram- komu. Jólasýningar í öllum hópum fyrir jólin og svo framvegis. Ég hvet alla til þess að kynna sér uppfærðan upplýsingavef dansskólans á heimasíðu World Class, þar er allar upplýsingar að finna. Einnig er hægt að finna okkur á Facebook.“ 8 námskeið kynningarblað Helgin 24.-26. ágúst 2012 Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðum okkar  Dansnámskeið DansstúDÍó WorlD Class Dansskóli World Class er starfræktur í fimm af tíu stöðvum World Class. Ástríðu fyrir danslistinni deilt É g hef margsinnis verið spurður að því á námskeið-um hjá mér af hverju þessi hraðlestaraðferð sé ekki kennd í skólum. Ein ástæðan er sennilega sú að ekki hefur verið til náms- efni á íslensku í hraðlestri en með þessari ritröð stendur til að bæta úr því,“ segir Jón Vigfús. Fyrsta bókin sem er væntanleg á haustdögum er hraðlestur fyrir 10 til 12 ára, en þar næst kemur út bókin Hraðlestur fyrir alla og í framhaldi af munu bækurnar taka á sér- tæku efni, til dæmis hraðlestur í námi, á vinnustað eða hrað- lestur skáldsögu. „Upprunalega hug- myndin var sú að búa til kennsluefni fyrir skóla og er fyrsta bók- in unnin í samstarfi við grunnskólakenn- ara. En bækurnar eru þannig uppbyggðar að fólk getur nýtt sér þær utan skóla,“ segir Jón Vigfús en bætir við að bókunum fylgi kenn- arabók sem nýtt er við kennslu. Hraðlestur er aðferð sem notuð hefur verið í tugi ára með góðum árangri og kennd hér- lendis á fjórða tug ára. En hvað er hraðlestur? „Verið er að uppfæra gömlu góðu lestrar- tæknina sem við lærðum í skóla. Við þurfum að uppfæra lestarvenjurnar, eins og aðrar venjur. Flestir lesa eins og þeir lærðu að lesa þegar þeir voru sex eða átta ára gamlir og hafa lítið sem ekkert uppfært tæknina. Það má líkja þessu við hlaupara sem ætlar sér að komast á ólympíuleikana en myndi enn beita sömu hlaupaað- ferðum og þegar hann lærði að hlaupa, það segir sig sjálft að hann myndi aldrei ná neinum almenni- legum hraða,“ segir Jón Vigfús. Með þjálfun og réttri tækni er hægt að þjálfa og auka lestarhrað- ann og bæta færni. „Þetta er ekki flókin tækni, nota þarf augun og hugann aðeins hraðar. Venjurnar sem við erum að laga eru þær að heyra öll orð upp- hátt í huganum sem við lesum og er nauðsynlegt þegar við erum að læra að lesa. En smám saman för- um við að þekkja orðin eins og þau koma fyrir og engin þörf á að lesa hvern staf fyrir sig, heldur er nóg að sjá orðin til að þekkja þau. Við getum lesið mikið hraðar, því bæði heilinn og augun ráða vel við aukin lestarhraða og það sem meira er, þau vilja lesa hraðar. Einbeitingar- leysi má oft rekja til þess að við erum að draga úr hrað- anum ef við höldum í gamlar venjur og þá vill hugurinn gera eitthvað annað og hann reikar,“ segir Jón Vigfús og nefnir að hluti af hraðlest- arþjálfun felst í því að kenna augunum að renna í gegnum textann án þess að stökkva til baka til að lesa eitthvað sem við teljum okkur hafa misst af. „Þegar augun stökkva til baka, tefur það okkur gríðarlega í lestri. Ef við hins vegar leiðum augun áfram þá hefur það sýnt sig að þessi stökk hætta jafnvel alveg og hraðinn verður jafn- ari og auðveldara að keyra hann upp.“ Lestur er sívax- andi hluti af starfi fólks og finnur Jón Vigfús fyrir því. Hluti af hraðlest- arnámskeiðum hjá Hraðlestarskólanum hafa að miklu leyti tengst námi og þeim fylgir kennsla í námstækni en atvinnulífið er ekki að sækjast eftir því. „Ein af þeim bókum sem von er á fjallar um hraðlestur á vinnu- stað og í kjölfarið verðum við með námskeið í samstarfi við Fyrir- tækjaskólann. Mikið er um að fólk þurfi að lesa talsvert í starfi, tölvu- póst, skýrslur, greinar og fleira. Stjórnendur á vinnustað þar sem starfsfólk hefur hlotið þjálfun í hraðlestri tala um að fundir verða markvissari þar sem allir hafa haft tök á að kynna sér lesefnið fyrir fundinn.“ Við þurfum að uppfæra lest- arvenjurnar, eins og aðrar venjur. Flestir lesa eins og þeir lærðu að lesa þegar þeir voru sex eða átta ára gamlir og hafa lítið sem ekk- ert uppfært tæknina.  Hraðlestur laga þarf lestrarvenjurnar Augun og hugurinn vilja fara hraðar yfir Með haustinu er von á fyrstu bókinni í nýrri ritröð um hraðlestur sem gefin er út af Hraðlestarskólanum. Höfundur bókanna, Jón Vigfús Bjarnason, er jafnframt skólastjóri og aðalkennari Hrað- lestrarskólans sem hefur verið starfræktur á Íslandi í 34 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.