Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 12
Enn í fullu fjöri Í Hamrab org í Kópa vogi síðan Bet a var og h ét. Vídeóhöl lin í Lágm úla Grensásv ídeó Snæland Laugarás vídeó Aðalvídeó leigan Horfnar vídeóleigur Heimabíó á Njálsgötu Gerpla við Hofsvallagötu Ríkið á Snorrabraut Vídeóhöllin við Ánanaust Gunnar Jósefsson opnaði Laugarásvídeó árið 1986. Hann segir að margir fastagestir sæki leiguna og margir þeirra hafi gert það í tuttugu ár. Eins og frægt varð var kveikt í Laugarásví- deói árið 2009. Gunnar neit- aði að leggja árar í bát og opnaði leiguna aftur eftir nokkurra mánaða endur- bætur. „Ég er með 27.000 titla og 70 prósent af mynd- unum eru klassískar,“ segir Gunnar. Gunnar sýnir útsendur- um Fréttatímans stoltur að í tölvukerfi Laugarásvídeós eru 42.647 skráðir viðskipta- vinir. Hann verður svo að gera hlé á máli sínu þegar einn nýr bætist við. „Það væri nú ekki slæmt ef þess- ir kúnnar væru allir virkir,“ segir Gunnar í léttum tón. Gunnar ber sig vel þeg- ar spurt er hvernig leigan gengur. Hann hefur til að mynda bryddað upp á því að vera með tilboð á mánu- dögum til að kveikja í kúnn- unum. Síðasta mánudag var hægt að fá klassíska mynd og nýja mynd í kaupbæti auk lítra af ís á 501 krónu. Geri aðrir betur. „Mark- miðið er að vera með lægsta verðið á öllu,“ segir Gunnar ákveðinn. Hann stærir sig af því að vera með stærsta Blu-ray safn landsins en er ekki mikið fyrir að kynna það eða aðra yfirburði sinnar leigu: „Ég má ekki kynna mig of mikið því ég verð að ná að afgreiða alla.“ Reynir Guðmundsson hefur verið viðloðandi Aðalvídeó- leiguna við Klapparstíg í hátt í þrjátíu ár. Hann seldi reksturinn fyrir átta árum en keypti hann svo aftur fyrir fjórum árum. Reynir segir að það sé ekkert grín að reka vídeó- leigu í dag, fólk þurfi helst að vera í annarri vinnu með. „Reksturinn var hætt kominn í sumar þegar göt- unni var lokað vegna fram- kvæmda. Við vorum með helmingsveltu í þrjá mán- uði,“ segir Reynir. Hann kveðst eiga fastan hóp af kúnnum sem stundi leiguna en erfiðara og erfið- Gunnar Jósefsson í Laugarásvídeói við stærsta Blu-ray safn landsins. Ljósmynd/Hari Reynir Guðmundsson hefur staðið vaktina á Aðalvídeóleigunni í næstum þrjátíu ár. Ljósmynd/Hari Má ekki kynna mig of mikið Reksturinn hætt kominn í sumar Dánlódið að drepa vídeó- leigurnar Það er af sem áður var þegar vídeóleigur töldust til menningarstofnana í samfélaginu. Nú fækkar leigunum ár frá ári og úr grasi vex kynslóð sem finnst það fáránleg tilhugsun að greiða fyrir að horfa á mynd heima hjá sér. Hagsmunaaðilar kenna niðurhali um en aðrir tala um að myndbandaleigur séu hluti af fortíðinni. Gullaldarárin að baki Árið 2010 leigði hver landsmaður að meðaltali fimm kvikmyndir. Það var mikil afturför frá árinu 2001 þegar hver landsmaður leigði ellefu myndir. Síðar á árinu eru væntanlegar tölur fyrir árið 2011 og gera má ráð fyrir að landsmenn hafi enn fækkað ferðunum á leiguna. Myndbandaleigur keyptu inn tæplega fjörutíu þúsund mynddiska árið 2010. Á gullaldarárunum voru innkaupin umtalsvert meiri; árið 2001 voru yfir hundrað þúsund myndbönd keypt inn til útleigu. Á sama tíma hefur sala á mynd- diskum aukist mikið, enda hefur verðmunur milli leigðra mynda og keyptra minnkað. Árið 2001 seldust um 256 þúsund myndbönd en árið 2010 seldust ríflega 750 þúsund eintök. Hvaða myndir eru inni? Aðeins eru fimmtíu vídeóleigur eftir á Íslandi og þeim fækkar hratt. Ljósmyndir/Hari Á rið 1990 voru 200 vídeóleigur á Íslandi, samkvæmt tölum Hag-stofu Íslands. Árið 2001 voru þær orðnar 206 en árið 2010 hafði hall- að verulega undan fæti í bransanum, aðeins voru 95 vídeóleigur eftir á landinu. Leigun- um hefur svo enn fækkað á síðustu tveimur árum. Í Myndum mánaðarins kemur fram að 51 vídeóleiga tilheyri nú Myndmarki. Að minnsta kosti ein þeirra hættir á næstu vikum. En hver er ástæða þess að sífellt fleiri vídeóleigur leggja upp laupana? „Stóra málið er að fólki finnst allt í lagi að stela myndum. Það eru þjófarnir sem eru að gera út af við leigurnar,“ segir Stefán Unnarsson hjá Myndmarki, sam- tökum útgefenda og leigna. Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís segir að í Capacent könnun sem fé- lagið lét gera á síðasta ári hafi komið í ljós að 29,8 prósent 16 ára og eldri höfðu halað niður sjónvarpsþætti eða bíómyndir. 59,8 prósent af öllum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem horft er á á Íslandi er ólöglegt niðurhal, samkvæmt sömu könnun. Heildarverðmæti þessa stolna efnis er 7.600 milljónir króna, að sögn Snæbjörns. En það er fleira sem spilar inn í en niðurhalið. Flestir eru með myndbandaleigur heima í stofu hjá sér í gegnum Voddið hjá Símanum og Vodafone auk þess sem fólk getur streymt myndir í gegnum vefsíður á borð við Filma.is. „Leigunum á bara eftir að fækka en fólk er ekki hætt að horfa á kvikmyndir. Það er farið að kaupa meira af þeim enda er verð á eldri myndum svipað og útleiguverð,“ segir Stefán hjá Myndmarki. Þegar ekið er um Reykjavík og nágrenni er æ al- gengara að maður sjái húsnæði þar sem videóleig- ur voru áður annað hvort tómt eða að önnur starf- semi er komin í húsið. Þær vídeóleigur sem enn lifa eru margar búnar að víkka út starfssviðið til að reyna að halda lífi; annað hvort með sælgætis- sölu eða að brasa skyndibitamat ofan í kúnn- ana. Eða bæði. Á landsbyggðinni hafa líka orðið miklar breytingar. Áður fyrr var hægt að finna vídeóleigur í fámennustu sveitum en nú eru oft mörg hundruð kílómetrar á milli þeirra. „Það er innan við mánuður að ég hætti með þetta. Maður verður að koma sér inn í nútímann,“ segir Guðrún Björnsdóttir sem rekur verslunina Urð á Raufarhöfn. Hátt í aldarfjórðungur er liðinn síðan Guðrún byrjaði með vídeóleigu í bílskúrnum heima hjá sér og síðustu 17 ár hefur hún rekið Urð við góðan orðstír. „Ég hef verið að kaupa notaðar myndir af Snælandsvídeói en undanfarið hef ég ekki verið að ná upp í kostnað með þessu. Það er bara leti að hafa ekki verið búin að segja þessu upp fyrr,“ segir hún. „Nú er komin góð nettenging hingað og fólk er bara með flakkara. Mín börn ná í þætti fyrir mig – ég er ekkert betri en hinir,“ segir Guðrún. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is ara sé að keppa við alla þá afþreyingu sem sé í boði. „Ég er náttúrlega að keppa við niðurgreidda menning- arstarfsemi hér í miðbæn- um, hvort sem það heitir Bíó Paradís, Harpa eða eitt- hvað annað. Það er meira að segja orðin stefna að bóka- söfn kaupi myndir og láni út. En það sem við bjóðum er þjónusta og viðmót sem þú færð ekki annars staðar. Og auðvitað mikið úrval. Það er fólk sem hringir frá Selfossi og pantar hjá okkur myndir.“ Aðalvídeóleigan hefur jafnan vakið athygli veg- farenda fyrir skemmtileg- ar útstillingar í gluggum leigunnar. Önnur sérstaða fylgdi leigunni lengi vel: „Við þráuðumst lengi gegn því að selja nammi og gos hérna. Við vorum síðasta leigan til að gefa eftir í því.“ 12 úttekt Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.