Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 8
Komdu á rétta staðinn og gerðu góð kaup! Brautarholti 8 Opið virka daga 9-18 og laugardaga 10-16 sími 517 7210 / www.idnu.is Tilboðsverð: 3.990 kr. Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t IÐNÚ Hlemmur Skipholt skólavöruverslun Grundvallarrit í sérhvert eldhús (G ild ir ti l 3 0. á gú st n .k .) Ráðin framkvæmda- stjóri Já Ísland Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Já Íslands. Já Ísland er vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka, samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi. Sigurlaug lauk BA gráðu í stjórnmálafræði árið 2008 en áður stundaði hún nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands. Hún starfaði sem verkefnisstjóri rannsóknar á íbúalýðræði við stjórnmálafræðideild HÍ árin 2008-2011 ásamt því að stunda meistaranám við sömu deild í opinberri stjórnsýslu. Sigur- laug Anna hefur tekið þátt í starfi Sjálfstæðis- flokksins, einkum á sviði sveitarstjórnarmála. Hún er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. - jh Vigdís opnar Laugalandsskóg Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, opnar Laugar- landsskóg í Hörgárdal á sunnudaginn. Í tilefni af vígslu skógarins sem „Opins skógar“ verður efnt til hátíðar- og skemmtidagskrár fyrir alla fjölskylduna klukkan 16. Laugalandsskógur er í Hörgárdal, í um 15 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Þar er búið að leggja stíga og setja upp skilti og öll aðstaða til útivistar og náttúruskoðunar er til fyrirmyndar. Ávörp flytja Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri Hörgárbyggðar og Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra. Helgi og Hljóðfæraleikararnir leika í skóginum. Boðið verður upp ketilkaffi að hætti skógarmanna og meðlæti. - jh B auhaus byggingavöruverslunin, matvar-an í Iceland, íþróttafatnaðurinn í Sport Direct og lágu flugfargjöldin hjá Wow. Þrátt fyrir að stórar keðjur hafi opnað verslanir á landinu og selji oft ódýrari vörur en keppinaut- arnir hefur það ekki áhrif á verðlagsútreikninga Hagstofunnar. Fyrirtækin eru ekki í úrtakinu. Ódýrara vöruverð þar lækkar því ekki verðbólg- una – nema að keppinautarnir lækki vöruverð sitt vegna samkeppninnar. Þetta þýðir að fjölskyldur með verðtryggð húsnæðislán greiða meira en þær gerðu væru þessar verslanir taldar með. Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur í grein- ingardeild Íslandsbanka, segir að svo virðist sem Bauhaus hafi ekki haft teljandi áhrif á verð- lag keppinautanna. Vísitala byggingarkostn- aðar hafi aðeins lækkað um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. „Þá vakti athygli að greiningardeildir spáðu því að flugfargjöld myndu lækka í júní. Síðan mældist ellefu prósenta hækkun á flug- fargjöldum. Okkur fannst það skjóta skökku við að flugfargjöld væru samkvæmt mælingum Hagstofunnar að hækka svo mikið á sama tíma og tilboðum rigndi yfir landsmenn.“ Auðbjörg gagnrýnir aðferðafræði Hagstof- unnar. „Þetta skiptir máli fyrir öll verðtryggð lán á landinu. Þess vegna er mikilvægt að vísi- talan endurspegli neysluna sem allra best.“ Fréttatíminn fékk ekki að vita hvaða fyrir- tæki mynda úrvalsvísitöluna. Hagstofan heldur hlífiskildi yfir verslunum í úrtaki sínu. „Það er hluti af verklagsreglum að halda trúnaði við þá aðila sem við eigum samskipti við,“ segir Lára Guðlaug Jónasdóttir hjá Hagstofunni. Hvorki mætti nefna þá á nafn né hver verðþró- unin innan þeirra væri. Í mars á hverju ári sé skoðað hvort taka eigi fyrirtæki inn í úrtakið og á öðrum tímum hverfi fyrirtæki í úrtakinu af markaði. Þá sé nýtt tekið inn. Spurð um Iceland: „Fyrirtæki þurfa að hafa verið starfandi í ákveð- inn tíma til þess að hægt sé að taka þau inn.“ Eigendur og stjórnendur Sport Direct, Lindex og Bauhaus staðfesta að þeir séu ekki í úrtaki Hagstofunnar. „Hagstofan hefur ekki haft sam- band við Sport Direct, ekki ennþá,“ segir Sig- urður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sport Direct, sem hefur rekið íþróttaverslunina í rúma þrjá mánuði. Hann segir keppinautana hafa brugðist harkalega við samkeppninni. Ekki aðeins Útilíf og Intersport heldur einnig Hag- kaup. Sigurður fullyrðir að við opnun Sport Di- rect hafi verðmunurinn verið allt að 50 prósent en sé nú um 20 til 30 prósent á sömu og sam- bærilegri vöru. Albert Þór Magnússon, annar eigenda Lin- dex, segist hafa haft samband við Hagstofuna og spurst fyrir, en svörin verið loðin. „Nú höf- um við starfað í tíu mánuði, erum að stækka og komin til að vera. Ég hef verið að furða mig á því að þeir hafi ekki haft samband.“ Verðið sé sambærilegt við það sem gerist erlendis, sem sé nýlunda hér á landi. „Okkur hefur verið vel tekið og það ætti að endurspeglast í vísitölunni,“ segir hann. „Maður veltir fyrir sér hvort tími sé kominn til að skora á Hagstofuna að skoða sinn gang. Ef við erum að nota vísitöluna verður hún að endurspegla verðið á markaðinum.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  VerðBólga ódýru Búðirnar teljast ekki með Bauhaus, Lindex, Sport Direct, Wow og Iceland ekki með Þrátt fyrir að stórar verslunarkeðjur hafi opnað hér á landi á árinu rata þær ekki inn í vísitölu- útreikninga Hagstofunnar. Það hefur áhrif á verðtryggð húsnæðislán landsmanna því þau byggja á útreikningum. Iceland er ekki með, ekki Sport Direct, ekki Bauhaus eða Wow. Hagstofan hefur ekki séð ástæðu til að taka Lindex með þótt keðjan hafi verið hér frá því í fyrra. Milljónir af heimilum til bankanna vegna ónákvæmra mælinga Á sama tíma og landsmenn gátu keypt ódýra flugmiða úr landi, á mun hagstæðari kjörum en áður bauðst, hækkaði vísitalan og þar með verðtryggð húsnæðis- lán vegna flugfargjalda. Ástæðan var sú að Wow og þau erlendu flugfélög sem hingað komu í sumar voru ekki talin með í útreikn- ingi vísitölunnar. Verðtryggð lán heimilanna í landinu voru 1.500 milljarðar króna í lok síðasta árs, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í hvert einasta sinn sem vísitala neysluverðs hækkar um 0,1 prósent bætast 1,5 milljarður við höfuðstól þessara lána. Hækkun á flugfargjöldum í júní bætti ein og sér 30 millj- ónum króna á höfuðstól verðtryggðra lána lands- manna. Það er ekki mikið eða 600 krónur á þrjátíu milljóna verðtryggt lán. En þegar einnig er litið til allra hinna liðanna sem gætu verið lægri tínast krón- urnar af heimilunum til lánastofnana. - gag Lindex er ein þeirra versl- ana sem eru utan vísitölu útreikninga Hagstof- unnar. 8 fréttir Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.