Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 68
 Plötudómar dr. gunna önnur mósebók  Moses Hightower Allt gengur upp Á annarri plötu Moses Hightower er listrænn popp- þroski bandsins í blóma. Lögin tíu eru öll góð og sum algjörlega framúrskarandi. Hér er poppað og fönkað og menn taka áhættur í framvindu laga. Hin háa og silkimjúka söngrödd Steingríms minnir bæði á Curtis Mayfield og Sigurð Bjólu og þess vegna finnur maður stundum Curtis og Spilverks-keim í bland við smá dass af Radiohead. Blandan er þó alveg einstæð. Steingrímur og Andri, sem syngur líka, eiga frábæra spretti saman og sitt í hvoru lagi, hljóðfæra- leikur er djúsí og pottþéttur, hversdagslegir textarnir fínir og barasta allt gengur upp í þrælskemmtilegri, léttri en stundum krefjandi poppplötu – bestu plötu ársins (til þessa). Slowscope  The Heavy Experience Neðansjávarvaltari Þetta er önnur útgáfa kvintettsins The Heavy Experience. Eins og sú fyrri (sem var 10” plata) kemur þessi bara á vinýl, hnausþykkri 180 gramma LP jómfrúarvínylblöndu. CD-diskur fylgir þó með. Meðlimirnir hafa látið til sín taka á öðrum vett- vangi og spilað með í allskonar dæmum úr listrænu deildinni, en í Þungu tilrauninni setja þeir kúrsinn á þunglamalega instrúmental-tónlist, sem sækir í póstrokk og djass og hljómar oft eins og löturhægt brimbrettarokk – þ.e.a.s. ef brettakappar keyrðu um á völturum á hafsbotni. Gítarar spinna seigfljótandi eyrnaslím ofan á ákveðinn taktgrunn og oft brestur á með dreymnum saxófóni. Ansi glúrin og flott plata, þung en gefandi. 30th anniversary 1982 - 2012  Bodies Töff á krús kontról Bodies er hljómsveitin Utangarðsmenn án Bubba. Á þessari rafrænu safnút- gáfu eru tíu lög, þau fjögur sem komu út á plötu 1982 og sex að auki, sem bandið tók upp í Tóntækni snemma árs 1980, skömmu eftir að Bubbi hafði klárað Ísbjarnar- blús. Sum lögin breyttust stuttu síðar í Utangarðs- mannalög svo þetta er merkilegt sagnfræðilegt efni. Gítar-bræðurnir Michael og Danny Pollock, með sitt andlega þel beint frá Ameríku, eru með hráan rokktöffaraskapinn á krús kontról og Magnús og Rúnar, riþmaparið góða frá Raufar- höfn, eru þéttir og öruggir. Hér eru glimrandi rokklög í Stones og Stooges fílingi og sum aðeins smituð af hljóðheimi snemm eitís-ins. Skemmtilegt eðalstöff! H E LGA R BL A Ð Í Fréttatímanum á föstudaginn öllum við um matarræði og hreyngu í sérkaa um heilsu. Ekki missa af þessu tækifæri til þess að koma skilaboðum þínum á framfæri við markhópinn. Áhugasamir hað samband við auglýsingadeild Fréttatímans í síma: 531 3310 eða auglysingar@frettatiminn.is Fréttatíminn - Góða helgi! HEILSA  Í takt við tÍmann Sigurður Þór óSkarSSon leikari Tenerife-brúnkan hvarf á leiðinni heim Sigurður Þór Óskarsson er 24 ára nýútskrifaður leikari. Hann er kominn á samning í Borgarleikhúsinu og þreytir frumraun sína þar í Gulleyjunni í næsta mánuði. Sigurður er sjúkur í Apple-vörur og líður illa ef hann er ekki með úr á handleggnum. Staðalbúnaður Ég er rosa „kasjúal“ í klæðaburði, ég er alltaf bara í gallabuxum og bol eða peysu. Ég kaupi mjög sjaldan föt hér heima en tek skorpur þegar ég fer til útlanda. Reyndar fór kærastan mín til Bandaríkjanna um daginn og endurnýjaði þá fataskápinn minn. Hún er hrikalega „fasjón“ og stíliserar mig ef með þarf. Annars er ég líka búinn að vera áskrifandi að GQ í tvö ár. Það er tímarit fyrir karlmenn sem vilja vera með putt- ann á púlsinum. Eitthvað verð ég að gera til að halda í við kærustuna, hún þarf ekkert að hafa fyrir þessu. Verst er að ég hef ekki efni á neinu af því sem er í GQ. Ég er mikill dellukarl þegar kemur að úrum og þoli eiginlega ekki að vera án úrs á handleggnum. Ég elska góðar eftirlíkingar en á líka nokkur alvöru. Hugbúnaður Ég drekk ekki kaffi svo ég fer sjaldan á kaffihús. Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Næsta bar. Það er mjög hentugur staður því mað- ur kemst alltaf fljótt inn úr kuldanum og þar er ró og næði – ekki þessi hávaði sem þetta unga fólk er að hlusta á. Á barnum panta ég mér bjór, oftast Tuborg Classic. Ég reyni að sjá flest af því sem er í gangi í leikhúsunum og er líka duglegur að fara í bíó. Uppáhalds sjónvarpsþátturinn minn er Arrested Development en ég hef ekki fundið mér neinn þátt nýlega sem mig langar til að fylgjast með. Á sumrin stunda ég golf en ég hef reyndar verið voða latur við það þetta sumarið. Mér finnst gott að fara í sund – ekki til að synda samt því mér finnst það ógeðslega leiðinlegt. Það er voða kósí að fara bara í pottinn eða gufu. Vélbúnaður Ég er einn af þeim sem hef kolfallið fyrir Apple-vör- unum. Ég á þrjár Apple-fartölvur heima, þrjá iPodda og er á mínum þriðja iPhone. Ætli ég verði ekki að stefna á þrjá iPadda í vetur til að fullkomna safnið. Ég á 959 vini og er virkur á Facebook. Ég er líka virkur á Instagram en hef ekki dottið inn í Twitter. Ég tvíta kannski á sex mánaða fresti en þegar ég fæ engin viðbrögð þá nenni ég þessu ekki. Mér finnst gaman að spila tölvuleiki en hef ekki mikinn tíma til þess. Mér finnst hins vegar mjög gaman að fara í Topp 25 í Apple Store og prófa alls konar leiki og öpp. Aukabúnaður Ég fer alltof mikið út að borða og eyði allt of miklum peningum í mat. Staðirnir sem ég fer oftast á eru Saffran, Vegamót og Búllan og Sushisamba og Tapasbarinn þegar maður gerir vel við sig. Það er því mjög gott að vera kominn á vinnustað með ljómandi góðu mötuneyti svo maður þurfi ekki alltaf að eyða morð fjár í hádegismat. Mér finnst reyndar gaman að elda og salsakjúlli er sérrétt- urinn minn. Ég er svo heppinn að ég bý í göngufæri við Borgarleikhúsið en annars ferðast ég um á 2000 módeli af Yaris. Mér finnst mjög gaman að ferðast, bæði hér heima með eldgamalt þríhyrningatjald sem ég á, og erlendis. Í sumar fór ég með kærustunni til Tenerife og tók stefnuna á að verða jafnbrúnn og Hersheys-súkkulaði. Það tókst en brúnkan hvarf ein- hvern veginn í flugvélinni á leið heim. Draumaáfang- astaðurinn er Taíland. Kærastan mín fór í Asíureisu og hefur ekki talað um annað síðan. Sigurður Þór nýtur leiðsagnar kærustu sinnar við val á fötum en sér um að elda á heimilinu í staðinn. Ljósmynd/Hari 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 56 dægurmál Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.