Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 50
38 bækur Helgin 24.-26. ágúst 2012  RitdómuR tveiR kRimmaR Fantasíur íslenskra kvenna sem Hildur Sverrisdóttir tók saman hafa slegið í gegn í bókaverslunum. Bókin situr í efsta sæti kiljulista Eymundsson fyrir síðustu viku og er komin í þriðja sæti aðal sölulista verslunarinnar. FunheitaR FantasíuR  RitdómuR svaRFaðaRdalsFjöll / GönGuleiðin yFiR FimmvöRðuháls t vær leiðarbækur um fjalllendi Íslands, önnur um tignarlegan fjallakragann umhverfis Svarfað- ardal nyrðra, fáfarnar, óþekktar leiðir sem hópur einbeittra fjallamanna fetaði með nokkurra ára bili; hin um löngu víðkunna gönguleið í umhverfi Eyjafjallajökuls þar sem landið er nýlega umbreytt. Báðar eru merkilegir og nauðsynlegir leiðar- vísar um hvernig er best að fara um þessi svæði, stikaðar dagleiðir, helstu stað- hættir – og hættur. Báðar lýsa ferð um landsvæði sem eru heillandi á fögrum og veðurblíðum dögum rétt eins og svæðin eru lífshættuleg yfirferðar þegar veður breytast, geta reynst mannskæð. Bókin um Svarfaðardalsfjöll er frá í fyrra, hin var endurútgefin endurbætt fyrir hálfum mánuði. Bjarni E. Guðleifsson fór fyrir hópi sem tók áskorun Hjartar heitins Þórarinssonar að ganga fjöllin sem umkringja Svarfað- ardalinn. Verkefnið tók nær tíu ár, enda um tinda, eggar og skörð sem mörg hver höfðu ekki aður verið klifin. Að því loknu var birt á vef áfangasaga með myndum. Síðan sett á bók. Bjarni skrifar afar pers- ónulega, náið um tilurð ferðarinnar, göng- unnar miklu, greinir Tröllaskagann, sem er ungt nafn á því mikla landsvæði, rekur sögubrot, fer um staðfræði og örnefni, sum verður að smíða því tindar og hlíðar heita ekkert, rétt eins og fossarnir sumir á leiðinni á Fimmvörðuháls. Svo ónumið er land okkar enn að til eru staðir sem enn eru nafnlausir! Bæði í alfaraleið og á fá- sóttum fjallatindum! Mikið magn mynda rekur göngu Bjarna og félaga áfram, frábærar loftmyndir gefa okkur yfirsýn (fyrir bragðið saknar maður þeirra í leið- arbókinni um Fimmvörðuháls). Inn á þær eru færð heiti. Bók sína samdi Bjarni fyrir daga GPS-ins. Nú er það orðið þjálasta staðsetningartæki göngumanna. Bók eins og þessi kallar á skipulagðar ferðir, ferðir fyrir þjálfaða og vana göngu- menn sem vilja komast á fáfarna staði nærri himninum. Hún er grundvallarverk og litlir búmenn eru Svarfdælingar ef þeir hafa ekki einhver not af fjallgarðinum önnur en eigin aðdáun. Sigurður Sigurðarson er annars frum- herji í íslenskri ferðamenningu, nátt- úruunnandi, leiðsögumaður, útgefandi tímarits um ferðamál sem braut um margt blað. Fyrsta útgáfa leiðarvísis hans um Fimmvörðuhálsinn kom út fyrir tíu árum en sú nýja tekur á þeim breytingum sem þar hafa orðið vegna síðustu gosa. Bókinni er skipt niður eftir áföngum, þar tengist saman ferðalýsing við merkingar á kortum. Höfundur bendir raunar á að hver ferð á sér tvenna ásjónu lands eftir því hvaðan er upp lagt. Rekja megi því hverja ferð frá enda til upphafs, rétt eins og frá upphafi til enda. Þegar fjögurra áfanga leið er rakin koma kaflar um jökul- inn, vetrarferðir, veðurfar, um skálann þar sem reistur var 1940 og loks eru minnis- listar fyrir áhugamenn um göngur þar eystra. GPS-merkingar eru ekki á kortum né í texta. Tvö mikilvæg rit fyrir ferðaiðnað ætluð innlendum mönnum, útgáfa sem vonandi virkjar áhuga forkólfa iðnaðaðarins um ný mið fyrir strauminn sem hingað leitar í einangrun öræfa en er sendur allur á sömu staðina í kös ferðalanga. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Leiðarbækur okkar daga Guðrún S. Magnúsdóttir hefur tekið saman bók um húfuprjón í framhaldi af sinni vinsælu Sokkaprjónsbók sem kom út í fyrra. Eru bækurnar í samskonar broti, þessi geymir 57 uppskriftir að húfum. Bókinni fylgir spjald með stiku og táknaskrá, en inngangurinn geymir hollráð, ítrekun á skammstöfunum og táknum, stutta kafla um prjón og hekl, úrtökur og bönd, dúska og skúfa. Síðan er bókinni skipt niður í kafla eftir aldri húfubera, frá ungbörnum til fullorðinna, kvenna og karla. Jafna er tekið fram hvaða garn er brúkað með öðrum tæknilegum upp- lýsingum og hefði mátt fylgja birgjaskrá, þó mest sé unnið með kambgarn. Mynstur er fjölbreytileg og er bókin fallega upp sett og litskrúðug. Má ætla að prjónafólk fagni þessu úrvali því alls eru uppskriftirnar 57 svo úr nógu er að moða fyrir þá sem hafa eitthvað á prjónunum. Vaka Helgafell gefur bókina út en hún heitir Húfuprjón, 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. Prjónles og húfur Þriðja útgáfa Íslensku samheitaorðabókarinnar er komin út, aukin og endurbætt, eins og segir á kápu. Þar getur að líta nafn Styrktar- sjóðs þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur sem kostaði í upphafi samantekt bókarinnar en vinna við hana hófst 1974 og hafa síðan ófáir komið að verkinu en ritstjóri hennar er Svavar Sigmundsson. Er þessi þriðja útgáfa hennar talsvert aukin og er Samheitaorðabókin nú orðin hálfdrættingur á við Íslensku orðabókina með 48 þúsund flettum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu mikilvægt gagn samheitaorðabók er öllum þeim sem vinna með íslenskt mál, sama á hvaða aldri þeir eru, því eftir því sem orðfæð herjar á landslýðinn minnkar geta hans til að fóta sig. Orðfáum eru margar leiðir torfærar. Brýnt er því að koma mönnum til að nota gagn sem hana. Nú er bara að óska þess að Rímorðabókin sem líka var kostuð af Styrktarsjóði Þórbergs og Margrétar verði gefin út öðru sinni endur- bætt því löngu er hún ófáanleg og varla hægt að komast yfir eintak nema stela því. Samheitaorðabókin komin út í þriðju útgáfu Anne og Jussi eru risar í norrænum sakamálaiðnaði: hún er að lenda með söguröð sína um Hanne William- sen í bandarískri sjónvarpsframleiðslu, hans sögur um Deild Q eru í kvikmyndaframleiðslu, þau eru met- söluhöfundar víða um lönd, enda bæði hugvitssöm innan þess þrönga forms sem sakamálasagan er. Nú er komin út þriðja sagan í röðinni um Carl Mørck, Flöskuskeyti frá P, en þriðja saga hennar um hjónin Ingvar og Inger, Forsetinn er horfinn, er nýútkomin. Þetta eru langar og flóknar sögur. Olsen er að vanda með undirfléttu sem rennur saman við megin- efni Flöskuskeytisins, en að vanda eru í forgrunni hinn fráskildi Mørck, fyrrum eiginkona, sonur og félagi hans sem liggur á heimili lögreglumanns- ins lamaður neðan við háls, aðstoðarkonan Rose og Persinn Assad. Þetta þríeyki er skemmtilegt frávik á hinu hefðbundna rannsóknarteymi. Olsen er mikill sögumaður og vefur söguþráðinn af list. Sögur hans eru afburða afþreying, þó enn þyki mér Alfabethuset hans besta saga. Hann stefnir öllu í mikið uppgjör að vanda og býr til mikla skaðvalda úr brotamönnum sínum. Holt stígur í Forsetanum horfna inn á nýjan og stærri vettvang hins alþjóðlega krimma: hún er lengi að koma lesandanum í spennukreppu í þessari sögu, dregur sem alvitur sögumaður fjölda aukapersóna inn í dæmið, bæði þátttakendur í hinum stóra glæp og vitni að hvarfi forseta Bandaríkjanna í opinberri heimsókn i Osló. Þegar á líður verður fléttan flókin en skref fyrir skref færist lesandinn nær lausn sem er fullbragðlítil eftir allan fyrirganginn. Sagan geldur þess hvað margar viðlíka sögur hafa fundið sér stað á skjám og hvíta tjaldinu, hún er á endanum fyrirsjáan- leg. Anne hefur líka takmarkaðan áhuga þótt hér gefist tækifæri til að skoða geopolitíska stöðu að setja at- burðina í stórt samhengi, eins og Mankell hefur reynt að gera, síðast í Kínverjanum. Hún freistast heldur ekki til að gera forsetann, konu, að viðfangi, skýra þann mikla pólitíska metnað sem hún er sögð búa yfir, greina hann og skýra. Keppikefli þeirra sem standa að baki hvarfi forsetans er heldur ekki nægi- lega skýrt, hið persónulega virðist vera meginatriði. Pólitískar hræringar sem glittir í eru ekki útskýrðar. Frumkvæði norrænna sakamálahöfunda er i mörgum tilvikum markað félagslegu erindi. Þeir eru bæði að segja sögu til afþreyingar en oftast með samfélagsleg grunnþemu sem þeir vilja vekja athygli á. Hvorug þessara sagna er þess eðlis. -pbb Risarnir Anna og Jussi  Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls Sigurður Sigurðarson Kraftaverk, 56 s. 2012.  Frá deild Q. Flöskuskeyti frá P. Jusse Adler-Olsen Jón St. Kristjánsson þýddi. Vaka-Helgafell, 524 s. 2012.  Forsetinn er horfinn. Anne Holt Solveig Brynja Gretarsdóttir þýddi. Salka, 430 s. 2012.  svarfaðardals- fjöll Bjarni E. Guðleifsson Hólar, 192 s. 2011. www.noatun.is Nóatún tekur í notkun nýja tækni sem tryggir bestu skilyrði fyrir ávexti og grænmeti Aukin gæði NÝTT á Íslandi! Ný meðhö NdluN tr yggir: meiri gæð i og leNgri eN diNgu verði þér að góðu H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Úr bókinni Svarfaðardalsfjöll eftir Bjarna E. Guðleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.