Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 22
Njóttu gæðanna og bragðsins og kældu þig niður í leiðinni með hollustu. Joger - hollur og góður og fæst víða.. Prófuaðu bara!  Dans Kynslóðabilið brúað á reyKjavíK Dans festivali í Hörpunni Yngsti dansarinn nýfæddur – elsti 81 árs Reykjavík Dance festival er nú hafið í Reykjavík í 10 skipti frá 2002 og í Hörpunni á miðvikudag var boðað til svokallaðs Lunch Beat en sam- kvæmt manifesto viðburðarins er fyrsta regla Lunch Beat sú að ef þú ert að koma í fyrsta sinn á Lunch Beat: Dansaðu! Og það gerðu heilu kyn- slóðirnar saman í Norðurljósasal undir dynjandi tónum plötusnúðarins Atla Bollasonar. Þ etta var hörkufjör,“ sagði Margrét Eggerts-dóttir 81 árs dansari – sem telst hafa verið elsti dansarinn á Lunch Beat í Hörpunni á miðvikudag en sá yngsti var rétt nýfæddur. Mar- grét viðurkenndi samt að dans af þessu tagi sé nýr fyrir sér, hún „dansaði hér á árum áður eins og fólk dansaði þá.“ Lunch Beat er hluti af Reykjavík dans festival sem nú er haldið í tíunda sinn og stendur yfir fram í næstu viku. Næsta Lunch Beat er í hádeginu á þriðjudag en þá geta allir mætt á Dansverkstæðið Skúlagötu 30 og dansað – allir velkomnir og það kostar ekkert inn. Ókeypis inn á alla viðburði Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði Reykja- vík dans festivals á heimasíðu hátíðarinnar, www. reykjavikdancefestival.is, en samkvæmt Tinnu Lind Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er ókeypis inn á alla atburði og sýningar. Hún segir það part að stefnu hátíðarinnar að færa dansinn til fólksins. Um 30 listamenn koma að hátíðinni auk sjálfboða- liða og eru flestar sýninganna á Dansverkstæðinu að Skúlagötu 30. „Vinir og vandamenn hafa verið einstaklega duglegir við að hjálpa okkur,“ útskýrir Tinna en það er mikið utanumhald sem fylgir ókeyp- is danshátíð. „Stundum hefur þetta svolítið verið eins og að ganga í myrkri,“ heldur Tinna áfram en vinnuaðferðin er óhefðbundin því allir listamennirn- ir vinna að skipulagningu hátíðarinnar í sameiningu og í ofanálag vilja aðstandendurnir að áhorfendur séu meiri þáttakendur þannig að Reykjavík dans festival er fyrst og síðast grasrótarhreyfing. Allir út á gólf Lunch Beat var haldið í fyrsta skipti nú í Reykjavík en ævintýrið byrjaði sem lítil hugmynd hjá nokkrum krökkum í Stokkhólmi fyrir tveimur árum. Upp- runalega hugmyndin var sú að nýta hádegið til þess að fá meiri orku fyrir daginn með því að dansa í klukkutíma við dúndrandi tónlist. Síðan þá hefur Lunch Beat verið haldið um allan heim og verður eins og fyrr segir aftur í Reykjavík á þriðjudag. Markmiðið er einfalt: Að allir geti tengst hver öðr- um óháð þjóðerni eða aldri eða tungumáli í gegnum sameiginlegt tungumál dansins. Þessi markmið eru færð í orð í sérstöku manifesto sem birtist hér á síðunni en útgangspunkturinn í því er að þú hefur enga afsökun fyrir því að dansa ekki. Elma Stefanía Ágústsdóttir ristjorn@frettatiminn.is Manifesto Lunch Beat 1. regla: Ef þú ert að koma í fyrsta skipti á Lunch Beat, dansaðu. 2. regla: Ef þú ert að koma í annað, þriðja eða fjórða skipti á Lunch Beat, dansaðu. 3. regla: Ef þú ert of þreytt/ur til að dansa á Lunch Beat, borðaðu hádegismatinn annarsstaðar. 4. regla: Ekki tala um vinnuna á Lunch Beat. 5. regla: Það eru allir dansfélagar á Lunch Beat. 6. regla: Lunch Beat er aldrei lengra en 60 mínútur og fer fram í hádeginu. 7. regla: Lunc Beat útvegar alltaf Dj-syrpu og máltíð sem auðvelt er að taka með sér. 8. regla: Vatn er alltaf á boðstólunum án endur- gjalds. 9. regla: Lunch Beat er helst vímulaust umhverfi. 10. regla: Lunch Beat má setja upp hvar sem er af hverjum sem er svo framarlega sem það er auglýst opið öllum, er ekki notað til fjáröflunar og þessum reglum er fylgt. Næsta Lunch Beat er í hádeg- inu á þriðjudag en þá geta allir mætt á Dans- verkstæðið Skúlagötu 30 og dansað – allir velkomnir og það kostar ekk- ert inn. Skipuleggjendur Reykjavík dans festival: Halla Ólafsdóttir og Emma Kim Hagdahl, liststrænir stjórnendur, og Tinna Lind Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. Í Norðurljósasal Hörpu á þriðjudag hafði enginn afsökun til að dansa ekki. 22 dans Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.