Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 60
Helgin 24.-26. ágúst 201248 tíska Ég er ekki tjald! Þessa stundina er ég stödd í Svíþjóð og ég hef aldrei átt jafn erfitt með að eyða peningum í H&M og Monki. Um síðustu páska pissaði ég á prik og þremur mínútum seinna komumst við að því að það væri lítill bumbubúi á leiðinni. Ég er núna rúmlega hálfnuð á meðgöngunni svo kúlan er orðin ansi stór. Nú hef ég verið að taka eftir því að fötin mín fara mér ekki eins vel og áður. Fyrstu vikurnar snerist allt um að fela magann ég var heppin af því að ég nota mikið víðar flíkur. Mér fannst það fara mínum vexti betur. En undanfarið hef ég verið að fá komment frá mínum heittelskaða um að ég líti út eins og tjald – það vanti bara hælana. Ég vil njóta þess að vera ólétt, leyfa bumbunni að standa útí loftið en vera aðlaðandi um leið svo þessi ummæli fóru ekki vel í mig. Í kjölfarið fór ég í gegnum fataskápinn minn. Bómullarbolir og heklaðar stórar peysur fengu að fjúka – þessar flíkur laga sig nefnilega ekki að líkamanum heldur hafa þær sinn eigin vilja. Í staðin fá chiffon skyrtur, flíkur úr gervi- efni og sokkabuxur að vera fremst á fataslánni. Ég mæli með því að þið hinar gerið það sama. Farið vel í gegnum skápinn ykkar og gefið þeim flíkum sem ykkur finnst ekki fara ykkur smá pásu. Reynið samt að nota það sem þið eigið til því sérstök óléttuföt notið þið bara í nokkrar vikur – það er miklu skemmtilegra að eyða í krúttleg barnaföt. Gestapistla- höfundur vikunnar er Erna Hrund Hermanns- dóttir tískubloggari hjá trendnet.is „Ætli ég myndi ekki lýsa honum sem þægilegum og nýtískulegum,“ svarar Dagný Eir Ámundadóttir, 21 ára viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík, þegar hún er spurð út í stílinn sinn. „Ég á endalaust mikið af þröngum buxum og við þær para ég yfirleitt víða boli og jakka. Fataskápur- inn minn er gríðarlega marglitaður, þar sem litagleðin ríkir allan ársins hring. Fötin mín kaupi ég aðallega á Íslandi og þá mest í Sautján, Gs Skóm og Topshop og eru uppáhalds fatamerkin mín Diesel, Gestuz og Just Femail sem öll fást í versluninni Sautján.“ Litagleði allan ársins hring 5 dagar dress Föstudagur Skór: Gs Skór Buxur: Sautján Skyrta: Dúkkuhúsið Jakki: Sautján Fimmtudagur Skór: Einvera Buxur: Sautján Svartur bolur: Sautján Bolur: Nasty Gal Jakki: Júnik Miðvikudagur Skór: Gs Skór Sokkar: Sautján Sokkabuxur: Sautján Bolur: Sautján Jakki: Sautján Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: Sautján Skyrta: H&M Peysa: Corner Hálsmnen: Orginal Mánudagur Skór: Gs skór Buxur: Sautján Bolur: Sautján Vesti: Sautján Fyrsti ilmur Minaj væntanlegur Hip-hop söngkonan Nicki Minaj bíður nú spennt eftir að hennar fyrsti ilmur líti dagsins ljós en hún frumsýndi hann á twitter síðu sinni fyrr í vikunni. Söngkonan nefndi ilminn eftir plötunni sinni, Pink Friday, sem mun höfða aðeins til kvenna. Ilmvatns- glasið er eins og hún í laginu. Þegar aðdáandi hennar spurði hana nánar út í lykt ilmsins svaraði hún að hann ilmaði alveg eins og engill. Skrifar bók um leyndardómsfulla hönnuðinn Fyrrverandi kærasti hönnuðarins Calvin Klein, klámmyndaleikar- inn Nick Gruber, hefur ákveðið að henda saman bók um storma- samt samband þeirra, sem endaði fyrir fullt og allt fyrr á þessu ári þegar Nick var tekinn fyrir vörslu á eiturlyfjum. Nick segir nauðsynlegt fyrir almenning að vita hvernig leyndar- dómsfulli hönnuðurinn er í raun og veru. Hann hefur fengið rithöfund í lið með sér enda lumar hann á alls konar áhugaverðum upplýsingum um hönnuðinn sjálfan. Bókin er væntanleg snemma á næsta ári, að sögn Nick, og hefur fengið nafnið „What Came Between Me and My Calvin“ eða Hvað gerðist milli mín og Calvin. Aftur á byrjunarreit Söngkonan Jennifer Lopez skemmti sér í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hún valdi föt sem tóku okkur aftur til for- tíðar. Mittisháu stuttbux- urnar og hvíti magabolurinn minna mikið á klæðnaðinn sem hún mætti í á MTV tónlistarhátíðina árið 2000. Þegar myndir frá báðum viðburðum eru bornar saman er eins og hún hafi ekki elst um eitt ár. Hárklútinn sem fyrrverandi kærastinn hennar, Sean John, gaf henni skildi hún þó eftir heima og valdi sér frekar flott sól- gleraugu sem aukahlut við dressið í ár. 2000 2012 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is Verslunin Belladonna á Facebook Flott föt fyrir flottar konur st. 40 – 58 50% aukaafsláttu r af merktu útsöluverði við kassa Útsala á útsölunni LOKA – ÚTSÖLULOK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.