Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 35

Fréttatíminn - 24.08.2012, Page 35
Helgin 24.-26. ágúst 2012 kynningarblað námskeið 5  Námskeið NLP N LP Practitoner Coach nám er nám þar sem við verðum upplýstari um samskipti okkar og lærum ýmsar að- ferðir til að breyta þeim og bæta. Við lærum jafnframt um eigin hugsunarhátt, um með- vituð og ómeðvituð mynstur og um hvað við getum gert til að jafnvægisstilla okkur þegar þörf er á. Við munum vinna með stefnumótun og markmiðasetningu og læra að nota grunn NLP-coaching verkfæri. Í stuttu máli munt þú fá möguleika til að taka stórt skref í persónu- legri þróun, stjórna lífi þínu í þá átt sem þú óskar og tileinka þér nýja færni í samskiptum þínum. Náminu lýkur með stöðumati, skrif- legu og verklegu og fá nemendur diplómu sem NLP Practitioner – Coach við staðið mat. NLP Practitioner diplóma veitir aðgang að næsta þrepi sem er: NLP-Master Practitioner Coach þar sem farið er enn dýpra í æfingarn- ar og þær tengdar við nýja tækni sem byggir á meiri þjálfun til að aðstoða og Coacha aðra. Fleiri verkefni og viðtalsþjálfun eru hluti af Master þrepinu og lýkur því námi eins og Practitoner með skriflegu og verklegu mati ásamt 30 þjálfunartímum og verkefni. Hvert nám fyrir sig tekur 120 kennslu- stundir og er kennt í 4 - 5 lotum, 3 - 4 daga í senn, tengt helgum. Námsefnið er upprunalega frá NLP- Hús- inu í Kaupmannahöfn og er þýtt á íslensku með leyfi. Bruen stendur fyrir NLP námi sem fylgir þeim kröfum og stöðlum sem gerð- ar eru á alþjóða vettvangi. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem er alþjóðlega viðurkenndur NLP-En- neagram kennari, HR-Coach, meðhöndlari og starfsþróunarþjálfi. Hún hefur áratuga reynslu af kennslu og námskeiðahaldi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hið opinbera í Nor- egi, Danmörku og á Íslandi. Hún hefur kennt NLP nám síðan 2000 auk þess sem hún hefur sett upp fjölda námskeiða byggð á hugmynda- fræði NLP og Coaching og má þar nefna hið skilvirka námskeið BTM/ Breytingar - Tæki- færi - Markmið, en það hefur í 12 ár verið til- boð til atvinnuleitenda og fólks á krossgötum í þremur löndum. BTM mun frá nóvember einnig vera í boði fyrir almenning hér á landi og í Færeyjum. Hrefna segir um sín fyrstu kynni af NLP: Ég bjó í Noregi og stóð á krossgötum í lífinu þar sem ég hafði gengist undir tvær aðgerðir á baki og gat ekki lengur unnið við það sem ég var menntuð til. Ég var ráðvillt og vissi eiginlega ekki hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur úr því sem komið var... ég rakst þá á auglýsingu um NLP nám sem var að fara af stað í fyrsta skipti í Noregi. Ekki vissi ég neitt hvað þetta NLP var og varð litlu nær þegar ég talaði við kennarann, en ég fór af stað og var sú fyrsta sem útskrifaðist sem NLP Practitioner í norskum NLP skóla. Það er skemmst frá því að segja að ég var komin á rétta hillu... fór í framhaldsnám í NLP-húsið í Kaupmannahöfn, tók alþjóðleg kennslurétt- indi, meðhöndlarapróf, HR- Coach, Enneag- ram kennsluréttindi og starfsþróunarráð- gjöf... og enn mun ég vinna að því að bæta við mig þar sem NLP er í stöðugri þróun. NLP er upprunnið frá Bandaríkjunum þar sem upphafsmenn þess, Bandler og Grinder, hófu þróun þess í kringum 1972 og má segja að NLP hafi bara vaxið og þróast síðan þá. Þegar ég hóf mitt NLP nám hjá NLP-Hús- inu, árið 1997, voru Danir komnir vel af stað með sína NLP þróun og margir af meðstúd- entum mínum voru sendir í NLP nám af fyr- irtækjunum sem þeir unnu hjá. Ég hef frá þeim tíma verið við nám í NLP-húsinu og það verður að segjast að það er mikið vatn runnið til sjávar á 15 árum. Í Noregi og Danmörku hefur NLP-Coach- ing, sem og annars staðar í heiminum, rutt sér til rúms sem eitt virkasta „verkfæri“ fyrir breytingaferli og stefnumótun hvers konar. Stjórnendur og fyrirtæki eru farin að nota í enn ríkari mæli stjórnendastíl þann sem hugmyndafræði NLP-Coaching fjallar um. Ég fluttist til Íslands á ný í september 2011 og er hugsjón mín nú að byggja upp og kenna NL-coaching fræðin á Íslandi þannig að enn fleiri fái að njóta þess að gera þær breytingar sem þeir óska á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Ég mun á næsta ári tengja starfsemi Bruen við erlenda aðila og bjóða þá styttri námskeið og ferðir til meðal annars Færeyja og Kýpur... NLP Practitoner Coach námið hefst 6. september 2012 og NLP Master námið 11. október. Kynningarfundur um NLP námið og starfsemi Bruen verður mánudaginn 3. sept- ember klukkan 17.30 í Bústaðakirkju (þar sem bókasafnið var, Bústaðavegsmegin) Á heimasíðu minni www.bruen.is <http:// www.bruen.is> má lesa enn meira um NLP- Coaching og annað það sem Bruen býður upp á og einnig má hringja í mig í síma 899 1939 og fá upplýsingar eða skrá sig í námið. Hvað er NLP / Neuro Lingvistisk Pro- grammering?  Neuro... - Af því það fjallar um samhengi milli taugabrauta, þau áhrif sem berast gegnum skynfærin 5 og það hvernig við vistum þessi áhrif í heilanum.  Lingvistisk... - Vegna þess að það fjallar um samhengi milli skynfæranna og máls- ins (tjáningar) og hvernig við með orðum og málnotkun höfum áhrif á hugsanir okkar og annarra.  Programmering... - Af því að við eigin- lega „prógrammerum“ okkur sjálf til að vera annað hvort sterk og úrræðagóð eða orkulaus, glöð eða leið og svo framvegis. Og af því að við með einföldum aðferðum getum lært að „umprógrammera“ okkur sjálf til að ná óskaðri breytingu. Meira um NLP, Coaching, nám, námskeið og önnur tilboð er að finna á heimasíðu Bruen, www.bruen.is <http://www.bruen.is> eða í síma 899 1939, Hrefna Birgitta. Sveigjanlegt fólk og fyrirtæki eru skrefi framar Bruen býður upp á NLP-Practitioner Coach og NLP Master Coach nám í haust undir handleiðslu Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur sem er alþjóðlega vottaður NLP- Enneagram kennari, HR- Coach, meðhöndlari og starfsþróunarþjálfi. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir.  eNdurmeNNtuN Haustmisseri eNdurmeNNtuNar HáskóLa ÍsLaNds Leitað til þeirra bestu – kennara Harvard Haustmisserið er að hefjast hjá Endur- menntun Há- skóla Íslands og að vanda er margt spennandi í boði. Hæst ber koma þriggja sérfræðinga frá Harvard, einum virtasta háskóla heims, sem munu halda nám- skeið í stjórn- un, samn- ingafærni og upplýsinga- tækni. Þetta eru námskeið sem haldin hafa verið við endurmennt- unardeild Harvard við góðan orðstír. V ið höfum ávallt verið með mikið framboð nám- skeiða fyrir stjórn endur en í ár vildum við auka það enn frekar og það gerum við með að leita til þeirra bestu, kennara í Harvardháskóla. Háskólinn er þekktur víða um heim og er það því mikill fengur fyrir Endurmenntun Há- skóla Íslands að fá þessa kennara til liðs við sig. Við hlökkum mikið til að fá þær til landsins,“ segir Thelma Jóns- dóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands. Kennararnir sem um ræðir eru Marg- aret Andrews, aðstoðardeildarforseti á sviði stjórnunar við Harvard Exten- sion, sem hefur að auki langa reynslu af kennslu og stjórnun við bestu há- skóla Bandaríkjanna, Diana Buttu, lögfræðingur og Harvard kennari, sem er jafnframt eftirsóttur álitsgjafi í bandarískum fjölmiðlum, og dr. Zoya Kinstler, sérfræðingur í upplýsinga- tæknilausnum og kennari við Har- vard, sem situr jafnframt í deildarráði við skólann. Hún hefur einnig 20 ára reynslu í verkefnum á sviði upplýsinga- og samskiptatækni í stórfyrirtækjum. „Mikill áhugi er á þessum námskeið- um og stefnir í að færri komast að en vilja. Við göngum þó út frá því að þetta samstarf eigi eftir að halda áfram og að fleiri námskeið verði í boði næstu misserin,“ segir Thelma. Skrautfjaðrirnar eru fleiri í nám- skeiðaframboði Endurmenntunar HÍ þar sem hátt í 200 námskeið eru á dag- skrá og skiptast þau niður á 12 mis- mundandi fagsvið. „Okkur er fátt óviðkomandi og leggjum við netin víða og fylgjumst vel með. Samstarf við fagfélög og fyrirtæki skipta miklu máli þar sem okkar hlutverk er meðal annars að efla hæfni og þekkingu fólks í atvinnu- lífinu. Við erum til dæmis sífellt að auka námskeiðaframboð á uppeldis- og kennslusviði og vinnum þá með fagfélögum á því sviði og greinum þarfir og áherslur. Á haustmisseri eru t.a.m. fjölmörg námskeið á uppeldis- og kennslusviði í boði á fjarfundi sem þjóna landsbyggðinni sérstaklega.“ Menningarnámskeið og Persónuleg færni eru námsflokkar sem njóta ætíð mikilla vinsælda hjá Endurmenntun HÍ. „Það er ákveðinn hópur fólks sem bíður þess á hverju misseri með eftirvæntingu að námsbæklingurinn okkar komi út og velur sér spenn- andi námskeið. Þetta eru námskeið sem eru hugsuð til að auka fróðleik og skemmta. Meðal spennandi nám- skeiða í vetur verða Íslendingasög- unámskeiðin sem hafa verið vinsæl í yfir 20 ár, Fótbolti, svikráð og pólítík sem Stefán Pálsson sagnfræðingur kennir, námskeið um Louis Arms- trong sem Sigurður Flosason leiðir og mörg fleiri. Það er alltaf eitthvað spennandi í gangi hjá okkur,“ segir Thelma. Samstarf við fagfélög og fyrirtæki skipta miklu máli þar sem okkar hlutverk er meðal annars að efla hæfni og þekkingu fólks í atvinnu- lífinu. Thelma Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.