Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 24.08.2012, Blaðsíða 16
ÓDÝRASTI ÍSINN Í BÓNUS Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI 398 kr. 12 stk. 498 kr. 8 stk. 298 kr. 3 stk. veig mín hefur verið að vinna sem fararstjóri í Grikklandi frá því í maí en kemur til baka í október.“ Bretar spenntir fyrir Íslandi En hvernig kom það til að tvær ís- lenskar konur opnuðu ferðaskrif- stofu í London? „Við Brynhildur Sverrisdóttir kynntumst í gegnum Íslendinga- samfélagið í London og eftir að hafa unnið saman í alls konar málum í samfélaginu, þá kviknaði sú hugmynd að stofna ferðaskrif- stofu sem sérhæfir sig eingöngu í ferðum til Íslands og hugmyndir að hlaupi á Íslandi komu vegna þess að ég hef nánast stundað hlaup alla ævi. Við höfðum báðar verið að ráðleggja og taka með okkur gesti heim til Íslands og fannst þetta báðum frábær hug- mynd. Það var síðan í byrjun eldgoss í apríl 2010, þegar allar flugsamgöngur lágu niðri um allan heim sem við fengum ferða- skrifstofuleyfið og stóðum í bás á London á Maraþonsýningunni og kynntum Ísland og í kringum okkur voru tómir básar sýnenda sem ekki komust vegna eldgoss- ins. Við fengum því eldskírn! Sumarið var rólegt en frá hausti 2010 hefur síminn ekki stoppað og á okkar vegum hafa ferðast eða bókað hjá okkur á annað þúsund farþega. Við kynnum okkur á netinu og tökum þátt í ferðasýn- ingum og höfum einnig tekið þátt í London maraþonsýningunni þrisvar sinnum og kynnt Reykja- víkurmaraþonið fyrir hönd þeirra. Núna erum við einnig að fá gesti sem hafa ferðast með okkur áður og einnig margir sem koma í gegnum vini og ættingja sem hafa mælt með okkur.“ Hafa Bretar mikinn áhuga á Ís- landi? „Já, svo sannarlega! Bretar eru mjög spenntir fyrir Íslandi og það skemmtilega við Breta er líka það að þeir skreppa mikið í stuttar helgarferðir, svona þrjár til fjórar nætur, sérstaklega yfir vetrartím- ann. Þeir eru vitlausir í norður- ljósaferðir, maður hefði ekki trúað því að þetta væri svona vinsælt. Að ferðast um Ísland í snjó og frosti, lenda í brjáluðu veðri og upplifa dimmuna og norðurljósin er alveg einstakt, fólk kemur rosa- lega ánægt heim eftir slíka ferð. Slíkar ferðir eru númer eitt á lista yfir mest seldu ferðirnar okkar, veturinn er annatíminn hjá okkur í All Iceland. Það varð mjög fljótt þannig að við Brynhildur önn- uðum þessu ekki tvær og í vetur, þegar mest var, vorum við sjö starfsmenn. Þann 1. ágúst opnaði All Iceland annað útibú í Banda- ríkjunum og stefnan er sett á enn fleiri lönd.“ Eitt maraþon á dag í sjö daga En þessar sérstöku hlaupaferðir? Þú hefur komið til Íslands í sumar til að taka þátt í hlaupi og á sunnu- daginn leggið þið í 250 kílómetra hlaup sem þið ætlið að hlaupa á einni viku! „Já, við höfum tengst alls konar hlaupasamtökum og staðið fyrir mörgum ferðum með ferðamenn sem vilja hlaupa á Íslandi. Einn umboðsmaður sem vinnur með okkur í hlaupaferðunum sagði okkur þegar hann kom fyrst inn á skrifstofuna, að hann hefði tekið þátt í Reykjavíkur-maraþoninu árið 1985 og þá kynnst Íslending- um. Við spurðum hann þá hverjir það væru, þar sem allir þekkja alla á Íslandi. Það skemmtilega við það var að Brynhildur þekkti þessa Íslandsvini vel – önnur var skólasystir hennar og hin var dótt- ir æskuvinkonu hennar. Svona er nú heimurinn lítill! En varðandi hlaupið sem hefst á sunnudaginn. Það heitir „Fire and Ice“ og er risa verkefni sem við erum búin að vinna að í nærri ár, en þar sem við erum búnar að tengjast hlaupasamtökum þá frétt- ist af okkur. Í fyrrahaust fórum við í kynnisferð með hóp af Bret- um sem langaði að koma á lengsta hlaupi sem haldið hefur verið á Ís- landi – það er að hlaupa yfir viku tímabil eða um eitt maraþon á dag! Ekki nóg með það, hlauparar hlaupa með allan sinn varning, eina sem þeir fá á þessari viku er vatn og það er tjaldað fyrir þá í lok dags. Þetta „pilot“ hlaup er því að bresta á núna, en hlaupar- arnir hlaupa frá Sigurðarskála í Kverkfjöllum að Ásbyrgi og hefst hlaupið 26. ágúst. Þar sem um fyrsta atburðinn er að ræða, þá er allt kapp lagt á að þetta takist vel og enn fleiri taki þátt í þessum viðburði að ári. Margir ofurhlaup- arar á Íslandi hafa sagt við okkur að þeir geti þetta ekki, en enginn Íslendingur svo vitað sé hefur tek- ið þátt í hlaupi af þessari tegund. Ég hef hitt hlaupara, bæði konur og karla, sem hafa bara hlaupið tíu kílómetra og þótt gott! En þótt þetta sé alltaf kallað hlaup þá er algjör undantekning að hlauparar hlaupi alltaf alla dagana. Það er heldur ekki sá sem hleypur hrað- ast sem sigrar í slíku hlaupi, því undirbúningur og ákveðnin að ljúka hlaupinu er það sem kemur þeim í mark í lok sjöunda dags. – Það er ýmislegt skemmtilegt sem fylgir undirbúningi svona hlaups. Þannig kynntist ég til dæmis kærastanum mínum fyrir tíu mánuðum þannig að ég er komin í mark sjálf!“ Kanadíska sjónvarpið fylgir hlaupurunum eftir Nú skilst mér að það séu ein- göngu útlendingar sem leggi í þetta langa hlaup... „Það var þannig, en það er frábært að segja frá því að einn Íslendingur tekur þátt í að hlaupa alla vegalengdina og ein boðs- hlaupssveit frá Íslandi einnig, en síðan koma hlauparar frá Kanada, Bandaríkjunum, Wales, Englandi og Skotlandi. Það er líka gaman að segja frá því – og það geri ég sko stolt – að hópur kvikmyndagerðarmanna frá Kan- ada kemur einnig og þeir fylgja tveimur hlaupurum eftir, en þátturinn er einn af tíu í þáttaröð þar sem þessir tveir hlauparar taka þátt í alls kyns ofurþrautum sem þessari í tíu ólíkum löndum. Kvikmyndagerðarmennirnir verða hér á landi í tvær vikur í tengslum við hlaupið, hitta fjölda Íslendinga sem þeir ætla að kynnast og enda meira að segja í pönnukökum hjá mömmu og pabba!“ Þeir eru vitlausir í norður- ljósaferðir, maður hefði ekki trúað því að þetta væri svona vinsælt. Hlaupið á sunnudaginn heitir „Fire and Ice“ og er risaverkefni. 16 viðtal Helgin 24.-26. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.