Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.08.2012, Side 32

Fréttatíminn - 24.08.2012, Side 32
2 námskeið kynningarblað Helgin 24.-26. ágúst 2012  Heimilisiðnaður spennandi námskeið í boði d ale Carnegie fyrirtækið var stofnað tveimur árum áður en fyrri heimsstyrjöldin hófst og hefur því séð tímanna tvenna og segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi, að öll sú reynsla sem þarna býr að baki hafi nýst vel meðal annars við efnahagshrunið. „Dale Carnegie fyrirtækið hélt ró sinni við efna- hagshrunið, enda kom í ljós að veltan tvöfaldaðist eftir hrun. Gildismat fólks breyttist og nú er fólk að fjárfesta í þekkingu og tíma. Þar að auki breytt- ust áskoranirnar á einni nóttu og allt í einu þurftu til dæmis sölumenn í fyrirtækjum sem áður höfðu setið við símann og gert lítið annað en að taka við pöntunum að fara út og sækja viðskiptin, og til að framkalla breytta hegðun þarf þjálfun. Einnig hefur umbreytingin í íslenskum fyrirtækjum verið mikil og erum við með ung stjórnendateymi sem þurfa þjálfun.“ Jafnframt segir hann að slakinn í atvinnu- lífinu gefi fólk tíma til að sækja námskeið og vitund- arvakning sé hjá stéttarfélögum sem nú leggja aukið fé í menntun. Framakortið er skemmtileg nýjung í samsetningu námskeiða hjá Dale Carnegie á Íslandi. „Við höfðum velgengni leikhúskortanna til fyrir- myndar, þar sem gömlu formi var pakkað í nýjan búning fyrir nútímafólk. Og við hugsuðum hvort ekki væri hægt að gera slíkt hið sama með menntun eða símenntun. Með framakortinu er hægt að velja þrjár 90 mínútna vinnustofur af 20 á hverju hausti og vori fyrir 19.900 krónur. Vinnustofurnar geta tengst starfinu þínu, eða einhverju sem kemur sér vel í dag- legum samskiptum fólks. Þetta er gullið tækifæri fyrir þá 20.000 manns sem útskrifast hafa af Dale Carnegie námskeiðum að bæta örlitlu við sig eða leið fyrir þá sem vilja kynna sér starfið án mikillar skuldbindingar.“ Annað forvitnilegt í starfi Dale Carnegie á Íslandi er rannsókn sem unnin var í samstarfi við rann- sóknarfyrirtæki hérlendis um virkni og hollustu starfsmanna. „Dale Carnegie í Bretlandi kynnti skýrslu þar sem mæld voru áhrif kreppunar í Bretlandi. Niður- staðan í fáum orðum var sú að fólk á vinnumarkaði hafði verið mjög virkt í starf, þ.e.a.s sýnt frumkvæði, tekið virkan þátt, sýnt hollustu og lagt sig fram við að skila góðu verki, hafði fækkað verulega. Ástæðan er talin vera sú að í kreppuástandi verður fólk hrætt um stöðu sína og lætur því minna fyrir sér fara og tekur ekki eins virkan þátt, meðal annars af ótta við að gera mistök ef það lætur of mikið í sér heyra og ógni þannig stöðu sinni. Okkar niðurstaða er sú að 38% prósent af íslensku starfsfólki er virkt í starfi og 19% sýnir litla sem enga virkni. Þeir sem voru óvirkir voru yfirleitt fólkið sem svaraði því í könn- unni að það væri óánægt í starfi og væri að hugsa um að hætta. Hinn hlutinn af fólkinu var fólk sem var hvorki virkt, né óvirkt, heldur gerði akkúrat það sem er ætlast til af því og ekkert meira en það,“ segir Jón Jósafat. Hann segir markmið Dale Carnegie er að virkja fólk, vegna þess að allir geta gert miklu meira. „Sög- ur af velgengni eru hér í þúsundatali af fólki sem er að láta draumana rætast. Dale Carnegie eru í raun æfingabúðir til að koma sér upp nýjum venjum.“  dale Carnegie 100 ára afmæli Sögur af velgengni í þúsundatali Dale Carnegie þjálfun fagnar 100 ára afmæli á þessu ári og eru aðferðirnar sem beitt er við þjálfunina nýttar í 86 löndum. Aðferð- irnar sem eru margreyndar og byggðar á traustum grunni eru sífelldri endurskoðun og bættar með hverju árinu sem líður sem er sennilega ein ástæða þess að það hefur staðið traustum fótum í eina öld. Gildis- mat fólks breyttist og nú er fólk að fjárfesta í þekkingu og tíma. Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie. 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011 H eimilisiðnaðar-félag Íslands býður upp á fjöldann allan af nám- skeiðum komandi vetur að vanda, jafnt vinsæl námskeið á borð við þjóðbúninganámskeið sem og spennandi nýj- ungar. Námskeiðin eru fyrir fólk á öllum aldri, börn sem fullorðna, byrjendur sem lengra komna. Meðal þeirra nám- skeiða sem standa börn- um til boða eru nám- skeið í prjóni og tálgun. Solveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðn- aðarfélagsins, segir bæði námskeiðin mjög vinsæl hjá börnunum. „Á námskeiði í tálgun læra börn að fara með hnífa og grunnatriði í tálgun. Þau geta komið með hráefni sem þau hafa sjálf fundið í nátt- úrunni, sem þeim finnst mjög spennandi,“ segir Solveig. „Þjóðbúninganám- skeiðin okkar eru sí- vinsæl sem og nám- skeið í faldbúningagerð og gerð barnabúninga. Þess má geta að á þjóð- búninganámskeiðunum fá nemendur búninginn klæðskerasniðinn fyrir hvern og einn og er það innifalið í námskeiðs- gjaldinu,“ segir Solveig. Einnig eru í boði námskeið fyrir þá sem þegar eiga þjóðbúning en langar að sauma nýja skyrtu eða svuntu, og einnig námskeið í fald- búningagerð. Að sögn Solveigar er námskeið í gerð skírnar- kjóla mjög vinsælt og boðið verður upp á það í vetur. „Þetta eru oft sér- staklega fallegir kjólar sem eru jafnvel útbró- deraðir,“ segir Solveig. Einnig verður boðið upp á stutt námskeið þar sem kennt verður hvernig sauma má nöfn í skírnarkjóla. Þá verður nýtt nám- skeið í boði þar sem kenndur verður frjáls útsaumur. „Kenndar verða nokkrar útsaums- aðferðir og nemandinn vinnur úr þeim nála- púða eða nálabók.“ „Orkering er mjög vinsæl um þessar mundir og kennum við að orkera skyttur þar sem eru búnar til blúnd- ur sem eru til dæmis mikið notaðar í skart- gripi. Hægt er að setja á þær perlur og ýmislegt annað fallegt,“ segir Solveig jafnframt. „Síðan munum við kynna nýja gerð af vefnaði, salúnsvefnaði og verðum með nám- skeið undir yfirskrift- inni Salún á nýjan máta. Þar læra nemendur að setja salúnsvefnað upp í stól og fá einnig innsýn á notkun á tölvuforriti fyrir vefnað sem ekki hefur verið kennt áður hjá okkur. Með því geta nemendur séð í litum og formi hvernig tilbúinn vefurinn muni líta út,“ segir Solveig. Þjóðbúninganám- skeiðin sívinsæl Guðbjörg Hrafnsdóttir og Solveig Theodórsdóttir við gínur klæddar þjóðbúningum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.