Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 6

Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 6
Húsið nr. 18 við Langavcg. Þar var Hið 'islenzka bók bindarafélag stofnað. Forvitnast 1 fundargerðir 1906 11. febrúar. Stoínfundur Hins íslenzka bókbindarafélags. Samþykkt lög fyrir fé- lagið og kosin stjórn. Skipuðu hana eftir- taldir menn: Formaður, Lúðvík Jakobsson, skrifari, Gísli Guðmundsson, gjaldkeri, Þórður Magnússon. Stofnendur félagsins munu auk þeirra hafa verið þessir: Pétur G. Guðmundsson, Jónas Sveinsson, Gísli Gíslason, Runólfur Guðjónsson, Jónas P. Magnússon, Ingvar Þorsteinsson, Tómas Jóhannsson, Guðbjörn Guðbrandsson, Páll Steingrímsson og Karel Sveinsson. 25. marz. Annar fundur. Ákveðið að efna til sameiginlegs fundar sveina og meistara og leita samkomulags um launa- hækkun og fleiri mikilsvarðandi atriði, sem að bókbandsiðn lúta. 1. apríl. Þriðji fundur. Mættir á fundin- um, auk meðlima sveinafélagsins: Arin- bjöm Sveinbjarnarson, Guðmundur Gam- alielsson, Halldór Þórðarson og Sigurður Jónsson, bókbandsmeistarar. ,,Fóru sveinar fram á ýmsar umbætur á högum sínum. Svo sem kauphækkun, fastákveðinn vinnutíma, takmörkun á lær- lingahaldi o. fl. Tóku meistarar kröfum þessum ekki all- fjarri en engar ákvarðanir voru teknar.” 15. júní. Fimmti fundur. Eftirfarandi sam- þykktir gerðar: Kauptaxti félagsins skuli vera kr. 18.00 um vikuna fyrir fullnuma sveina en við „samningsvinnu'' farið eftir verðlista danskra bókbandssveina. Vinnu- tími ákveðinn 10 stundir á dag. Kvenfólki mætti ekki veita atvinnu við bókband nema með því móti að það hlýtti sömu skilyrðum og karlmenn, en þó ekki skylt að víkja þeim úr vinnu, sem hana höfðu þá. Ekki verði nema einn lærlingur á móti hverjum tveimur sveinum í hverri vinnu- stofu. 18. júní. Sjötti fundur. Ákveðið að laun skuli greiða viku- eða mánaðarlega, eftir samkomulagi. Rætt um aukavinnukaup- gjald. Gert ráð fyrir að samningur öðlist Lúðvík fakobsson (Form. igo6, /9/5 og ígij- Rit. igi8)

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.