Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 7

Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 7
BÓKBINDARINN 7 jildi ekki seinna en 1. júlí og verði upp- segjanlegur með fjögurra mánaða fyrir- vara af beggja hálfu. 26. júní. Sjöundi fundur. Kosin fyrsta samninganefnd félagsins. 1 henni áttu sæti. Lúðvík Jakobsson, Gísli Guðmunds- son og Guðbjörn Guðbrandsson. 30. júlí. Áttundi fundur. Þar sem meist- arar hefðu ekki enn staðíest samningana, skoraði Gísli Guðmundsson á alla bók- bandssveina að vera svo ,,ærukæra og drenglynda", að vinna ekki einn dag af næsta mánuði (ágúst), nema samningar hefðu tekizt fyrir þann tíma. Þeirri hug- mynd meistara, að samningarnir yrðu látnir gilda til áramóta 1907—08, mótmælt. Samþykkt, samkvæmt tillögu frá Guðbimi Guðbrandssyni, að hefja verkfall 1. ágúst ef samningar væru þá ekki enn gengnir í gildi. 1. ágúst. Fyrsta verkfall félagsins hafið. (Þessarar vinnudeilu er ekki frekar getið í fundargerðum, en samningar munu hafa tekizt eftir tveggja eða þriggja daga verk- fall). 1907 18. janúar. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Pétur G. Guðmundsson, formaður, Guð- Pétur G. Guðmnndsson (Form. iyoy, fyrri hluta árs igo8 og '934) bjöm Guðbrandsson, ritari, Ingvar Þor- steinsson, gjaldkeri. Ákveðið að taka 15 hlutabréf í útgáfu Alþýðublaðsins. 8. apríl. Þriðji fundur. Stjórn félagsins falið að kynna sér fmmvarp um stofnun verkamannasambands. Júní. Fjórði fundur. Samþykkt tillaga frá Gísla Guðmundssyni, þess efnis, að fara fram á það við meistara að þeir veittu öllum sveinum þriggja daga frí á fullum launum ,,í tilefni af konungskomunni, eða til upplyftingar og hressingar." 25. september. Sjötti fundur. Formaður skýrði frá því að umbeðið sumarleyfi hefði verið veitt, ,,og sveinar brúkað það, hver eftir sinni geðþóknun." Karel Sveinsson Kjarval Gtsli Gíslason Haukland Jónas Sveinsson

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.