Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 11

Bókbindarinn - 01.03.1956, Page 11
BÓKBINDARINN 11 Félagsfundur. Formaður skýrir frá því að 3 stærstu bókbandsstofur bæjarins hefðu undirskrifað samninga, og gengið að kröfum sveina í aðalatriðum. 21. olctóber. Félagsfundur. Þórður Magn- ússon kjörinn féhirðir í stað Brynjólfs Kr. Magnússonar, sem sagði af sér störfum og jafnframt úr félaginu, þar sem hann var orðinn vinnuveitandi í bókbandsiðn. 3. desember. Félagsfundur. Form. las bréf um stofnun verkamannasambands og kvaðst hann hafa skipað þá Þorleif Gunn- arsson og Gísla Guðmundsson, sem full- trúa félagsins, í nefnd til að hrinda því máli í framkvæmd. Óskaði hann eftir stað- festingu á þeirri skipun, og var það gert. Rætt um bæjarstjórnarkosningar. Voru skiptar skoðanir um það mál. 1916 8. febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjóm: Þorleifur Gunnarsson, formaður; Guðgeir Jónsson, ritari; Þórður Magnússon, fé- hirðir. 6. marz. Félagsfundur. Samþykkt lög „Alþýðusambands íslands" og kjömir full- trúar, þeir Gísli Guðmundsson og Þorleif- ur Gunnarsson. (Þorl. Gunnarsson hafði verið formaður nefndar þeirrar, er ann- aðist undirbúning að stofnun sambands- ins). 29. marz. Félagsfundur. Rætt um kaup- Þorleifnr Ó. Gunnarsson (Form. 1916) kröfur. Skiptar skoðanir um það, hvort bera ætti fram, við næstu samninga, kröfu um 44 eða 45 aura tímakaup. 45 aurar samþykktir. 10. apríl. Félagsfundur. Samþykkt að veita kr. 15.00 úr félagssjóði til kosninga- sjóðs Alþýðusambands Islands. 1917 29. janúar. Aðalfundur. Kosnir í stjóm: Lúðvík Jakobsson, form., Guðgeir Jónsson, ritari, Þórður Magnússon, gjaldkeri. 3. júlí. Félagsfundur. Rætt um dýrtíðar- málin. Kosnir til að starfa í nefnd ýmissa verkalýðsfélaga, sem gera átti till. um þau mál: Guðbjörn Guðbrandsson og Gísli Guðmundsson. 24. október. Félagsfundur. Stjóminni fal- ið að leita samkomulags um styttingu vinnutímans um 1. klst. á dag, án launa- skerðingar. 15. nóvember. Félagsfundur. Samþ. að fara fram á 25% kauphækkun. 1918 4. febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Guðgeir Jónsson, formaður; Lúðvík Jakobs- son, ritari; Einfríður Guðjónsdóttir, gjald- keri. 10. júlí. Félagsfundur. Samþykkt að fé- lagið segi sig úr Alþýðusambandi Islands. Guðgeir Jónsson segir af sér formennsku og Guðbjörn Guðbrandsson tekur við af honum. Desember. Félagsfundur. Samþykkt að fara fram á 25% launahækkun (þau eru þá kr. 45.00 á viku) og að fastamönnum verði goldið fullt kaup í veikindum, í allt að hálfan mánuð. ,,Fyrir fundinum lágu umsóknir frá tveim bókbandsjómfrúm, er vinna í bók- bandsstofu Isafoldar, og voru þær sam- þykktar í einu hljóði". 1919 8. janúar. Félagsfundur. Hafnað tilboði

x

Bókbindarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.