Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 15

Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 15
BÓKBINDARINN 15 Kaupið breytist samkv. vísitölu. Kaffitímar skulu borgaðir. 12 veikindadagar á ári borgaðir að hálfu leyti. 1. maí er frí frá hádegi. 31. desember. Sjóður félagsins er að fjárhæð kr. 2871.22. Atvinnuleg afkoma félagsmanna hefur verið góð á árinu. 1938 1. janúar. Laun hækka um 4.13% sam- kv. ákvæðum kjarasamnings. Laun sveina verða kr. 92.70 á viku. 21. febrúar. Aðalfundur. Stjómin endur- kjörin. Samþykkt að leggja íram kr. 1000.00 til stofnunar styrktarsjóðs fyrir félagsmenn. Félagið felur fulltrúum sínum hjá Al- þýðusambandi íslands að vinna að því að numið verði úr lögum sambandsins það ákvæði að fulltrúar á Alþýðusam- bandsþingi verði að undirrita „pólitíska trúarjátningu" einstaks flokks. 1940 18. janúar. Félagsíundur. Staðfest nýtt samningsuppkast. Helztu breytingar: Næturvinna greiðist með 100% álagi. Á aðfangadag jóla og gamlársdag verði vinnu hætt kl. 12 á hádegi og laug- ardaginn fyrir hvítasunnu kl. 15.00. 12 veikindadagar á ári verði borgaðir. 5. apríl. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Jens Guðbjörnsson, formaður; Aðalsteinn Sig- urðsson, ritari, og Guðgeir Jónsson, gjaldkeri. Stofnaður lánasjóður með kr. 1500.00. 1942 2. janúar. Verkfall hafið. 8. janúar. Ríkisstjórnin gefur út bráða- birgðalög, þar sem verkalýðsfélögin eru svipt verkfallsréttinum og er því verkfall- inu aflýst, en vinna þó ekki hafin strax. 12. maí. Framhaldsaðalfundur. Kosnir í stjórn: Guðgeir Jónsson, formaður; Björn Bogason, varaform.; Sverre Fougner Jo- hansen, ritari; Olafur Tryggvason, fjár- málaritari; Guðmundur Gíslason, gjald- keri. 1. október. Nýr kjarasamningur gengur í gildi. Helzta nýmæli: Mánuðina júní, júlí og ágúst skal vinnu hætt kl. 12 á hádegi og laugard. fyrir páska frídagur. Grunnkaupshækkun. 1944 1. október. Verkfall hefst. 30. október. Ríkisprentsm. Gutenberg og Bókfell h.f. undirrita nýjan kjarasamning. 3. nóvember. Aðrir vinnuveitendur und- irrita samninginn. Eftirvinna greiðist með 60% álagi. Ný- sveinatímabil falli niður. Vinnu verði hætt kl. 12 á hádegi á laugard. frá 15. maí til 15. sept. Grunnkaupshækkun. 1946 3. marz. Kosnir í stjórn: Guðgeir Jóns- son, formaður; Guðmundur J. Gíslason, varaform.; Ólafur Tryggvason, fjcármála- ritari. Fyrir í stjórn: Sverre F. Johansen, rit- ari; Guðmundur Gíslason, gjaldkeri. 9. nóvember. Samsæti í tilefni af 40 ára afmæli íyrstu samtaka bókbindara á Is- landi. 1947 28. febrúar. Aðalfundur. Kosnir í stjórn: Guðgeir Jónsson, formaður; Sverre F. Jo- hansen, ritari; Bjarni Gestsson, varafar- maður; (Guðm. J. Gíslason baðst lausn- ar); Guðmundur Gíslason, gjaldkeri. Fyrir í stjórn: Ólafur Tryggvason, fjármálaritari. 1948 1. október. Nýr kjarasamningur stað- festur. Grunnkaupshækkun.

x

Bókbindarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.