Bókbindarinn - 01.03.1956, Side 17
BOKBINDARINN
17
Núverandi stjórn Búk-
bindarafélags Islands.
Talið frá vinstri:
Tryggvi Sveinbjörnsson,
ritari; GuSmundur Glsla-
son, gjaldkeri; GuSgeir
Jónsson, formaður; Einar
Helgason, varaformaður;
Jóna Einarsdóttir, form.
kvennadeildar.
1. júní. Verkíall hcrfið. Stóð það í 3 daga
og náðust nokkrar breytingar um aðstöðu
B. F. 1. gagnvart bókbcmdsiðnrekendum,
en meðal ákvæða í hinum nýja samningi
var, að á laugardögum verði ekkert unn-
ið á tímabilinu írá 1. júní til 31. ágúst, og
að geyma má ónotaða veikindadaga frá
ári til árs.
1955
I. júní. Nýr kjarasamningur gengur í
gildi. Grunnkaup hækkar. Sumarleyfi
verður 18 virkir dagar og 21 dagur hjá
þeim er unnið hafa 25 ár að iðninni. Vinna
hætti kl. 12 á laugard. frá 1. júní.
1956
25. janúar. Stjómarfundur. Samþykkt
að athugaðir verði möguleikar á útgáfu
blaðs í tilefni af 50 ára afmæli fyrstu sam-
taka bókbindara, og jafnframt að áfram-
hald yrði á útgáfu þess.
II. febrúar. 50 ára afmæli fyrstu sam-
taka bókbindara á Islandi.
Afmælishátíð að Röðli. Heiðursgestir
samkvæmisins vom þeir Gísli Guðmunds-
son og Þórður Magnússon, sem ásamt
þeim Jónasi Sveinssyni, er ekki gat þegið
boð félagsins um þátttöku, Gísla Gíslasyni
Haukland, sem búsettur er í Kaupmanna-
höfn, og Karel Sveinssyni Kjarval, sem
búsettur er í Chigago, em eftirlifandi stofn-
endur Hins íslenzka bókbindarafélags.
----o----
Enginn skyldi ætla, að það sem hér hef-
ur verið skráð eigi að skoðast sem saga
bókbindarasamtakanna á Islandi. Eins og
sjá má er hér aðeins um þurra upptaln-
ingu að ræða og hefur verið stiklað á
stóru.
Að sjálfsögðu hafa samtökin tekið til
meðferðar mikinn fjölda mála, sem bæði
bókbindarastéttina og íslenzka alþýðu í
heild varða, en sem hér er að engu get-
ið. Vona ég þó að nokkurn fróðleik megi
í þessari sundurlausu upptalningu finna
og að fram hafi komið það markverðasta,
sem samtökin hafa haft til meðferðar á
hverjum tíma og áunnizt hefur.
T. S.