Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 20
AVARP
Eðvarðs Sigurðssonar, varafforsefa
Alþýðusambands íslands
Flutt á afmœlishátíðinni að Röðli
Góðir félctgar og aðrir tilheyrendur!
Er þið í dag minnist þess að 50 ór eru
liðin frá stofnun fyrstu félagssamtaka bók-
bindara á Isfandi flyt ég ykkur beztu
kveðjur og hugheilar árnaðaróskir Al-
þýðusambands Islands.
Það er raunar mjög eðlilegt, en um leið
einnig ánægjulegt, að hjá okkur íslend-
ingum, þessari marg lofuðu bókmennta
og bóka þjóð, skuli það vera bókagerð-
armennimir sem verða meðal þeirra fyrstu
og fyrstir til að stofna til stéttarsamtaka
verkalýðsins í landi okkar.
Bókagerðarmennirnir hafa, eins og aðr-
ar starfsstéttir, fundið þörfina fyrir það að
bæta hag sinn, og þegar þeir fóru að
vinna fleiri saman á stofunum og í smiðj-
unum, óx skilningur þeirra á því, að frum-
skilyrðið til að bæta afkomu hvers og eins
persónulega og alls hópsins væri að þeir
stæðu sjálfir sameinaðir, mynduðu félags-
skap, samtök. Og það gerðu þeir.
En brátt komust þeir, sem stofnað höfðu
félögin, að þeirri niðurstöðu, að það var
ekki nægjanlegt, félögin þurftu að vinna
saman, það varð að stofna samtök félag-
anna — verkalýðssamband.
Ég var fyrir nokkru síðan, að gefnu til-
efni, töluvert að blaða í gömlum bókum
og skjölum Verkamannafélagsins Dags-
brúnar. Af þeim verður séð, að fram að ár-
inu 1915 eru það aðallega þrjú félög hér
í Reykjavík sem koma við sögu í sam-
starfi verkalýðsfélaganna og þessi félög
eru Dagsbrún, Prentarafélagið og sam-
tök bókbindara. Öll stóðu þessi félög að
stofnun Verkamannasambands Islands
árið 1907, sem er fyrsta tilraun til að
stofna verkalýðssamband hér á landi.
Sambandið lifði að vísu ekki nema 2—3
ár, en er engu að síður merkur áfangi í
þróuninni. 1916 eru það enn þessi þrjú
félög ásamt tveim öðrum, þá nýstofnuð-
um, Hásetafélaginu og Verkakvennafélag-
inu Framsókn, sem gangast fyrir stofnun
Alþýðusambands Islands og það eru bók-
bindarar sem leggja til formann undirbún-
ingsnefndarinnar, Þorleif Gunnarsson.
Alþýðusamband íslands hefir oft síðan
notið góðra krafta úr samtökum bókbind-
ara og man ég þar helzt að nefna Pétur
G. Guðmundsson, einn af framsýnustu
brautryðjendum verkalýðshreyfingarinn-
ar, sem um mörg ár átti sæti í stjórn Al-
þýðusambandsins, meðal annars sem rit-
ari þess, og Guðgeir Jónsson, formann
ykkar, er var forseti sambandsins í tvö ár.
Það eru því ekki innantóm orð er ég
flyt ykkur þakkir og árnaðaróskir Alþýðu-
sambandsins í dag, vissulega er margs