Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 22

Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 22
GUÐMUNDUR FRÍMANN: Gamla, hrjáða bænabók, blökk og þakin sárum, firnalangan tíma tók tyfting þín í árum. Þín er líka saga sögð senn og lokið ferli, — aldalöngum erli — óratíð að baki lögð. Orðin ormafæða ertu, morkinskræða. Illa hafa árin velkt um þig, skræðutetur, rendur þínar tíminn telgt til og máð þitt letur. Þó er eins og yfir þér einhver dularljómi. Undir aldagrómi inn í leyndarveröld sér fulla af fögrum hljómum, furðum, helgum dómum. Blöð þín fúin, blökk og þvæld bert frá ýmsu greina: Kynslóðanna sorg og sæld svartir blettir leyna. Hjá þér margur hrjáður fékk harmbót, þegar nóttin ríkti og örlögóttinn inn að hjartarótum gekk. Það var þitt að græða, — þjáða, gamla skræða. Nú er lítið orðið úr ytri íegurð þinni. Átti við þitt fagurflúr fuggan dárieg kynni, sprunginn kjölur, spennslin týnd, spjöldin flaka sundur, — það eru engin undur: aldrei var þeim miskunn sýnd. Árin sverfa og sverfa, senn er mál að hverfa. Bráðum verðurðu borin á eld, blakka skræðutetur, evðingunni ofurseld; ekkert bjargað getur; enginn framar um þig fer elskuríkum höndum. Vel á velktum röndum vafurlogar hreykja sér, gefa skorpnu skinni skreyting hinzta sinni.

x

Bókbindarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.