Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 25

Bókbindarinn - 01.03.1956, Síða 25
BÓKBINDARINN 25 stofu IsafoldarprentsmiSju. Árið 1902 fór ég til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og kom heim aftur círið 1904 og gerðist verkstjóri hér á vinnustofunni, sem þá var til húsa í Austurstræti 8. Verkstjórnina hafði ég á hendi til ársins 1947 eða í 43 ár, en þá tók Guðmundur Glslason við því starfi. Á næsta ári er ég því búinn að starfa við iðnina í 60 ár." „Og hvað um breytingar og framfarir í iðninni á þeim tíma?" „Þær eru vissulega miklar, hvað snertir verkfæri og áhöld og allan aðbúnað, en í einkabandi er ekki um miklar framfarir að ræða, enda krefst það mikils tíma og nú á dögum eru allir að flýta sér og mega ekki vera að því að leggja mikla vinnu í band og skreytingu á einstökum bókum, og auk þess fást nú flestar bækur í vél- bandi, sem er mun ódýrara, þó ekki sé það eins varanlegt." „Hvenær byrjuðu stúlkur að vinna við bókband?" „Það mun hafa verið ég, sem kom því á árið 1904, að stúlkur fóru að vinna að- stoðarstörf við bókband, en því hafði ég kynnzt í Kaupmannahöfn." „Telur þú ekki að það hafi markað stórt spor í hagsmunamálum stéttarinnar, þeg- ar þið stofnuðuð Hið íslenzka bókbindara- félag 1906?" „Jú, þó að félagið væri lítið var það til mikils gagns, enda var svo komið árið 1934, þegar bókbindarar höfðu engin sam- tök haft sín á milli í langan tíma, að t. d. stúlkur, sem unnu við bókband, höfðu 5 kr. lægra kaup á viku, en þær sem unnu við prentverk. Þetta gat ég illa þolað og hóf því máls á því við „kollega" mína í Félagsbókbandinu að endurvekja sam- tökin, og varð það úr að það var gert, og má því segja að Bókbindarafélag fs- lands hafi verið stofnað fyrir minn at- beina." „Geturðu ekki sagt okkur eitthvað fleira um liðna tímann?" „Eg minnist einskis, sem í frásögur er færandi og ekki er á allra vitorði." „Hefurðu ekki lent í neinum svaðilför- um eða æfintýrum á lífsleiðinni?" „Engum sérstökum, lífið hefur verið eitt æfintýri." „Hvað um fjölskyldu þína?" „Ég giftist árið 1907 Guðrúnu Magnús- dóttur og áttum við 4 börn, sem komust á fullorðinsaldur. Pál, sem fórst af slys- förum árið 1932, Lilju, sem er gift Ragnari Þórarinssyni og býr á Túngötu 36 hér í bænum, Magnús, sem er sjúklingur, og Geir bókbindara hér í fsafold, báðir til heimilis í Ingólfsstræti 7." Síðan kveðjum við Þórð og þökkum fyr- ir góðar undirtektir. Hann ber aldurinn vel eins og Gísli, þrátt fyrir sín 75 ár og langan starfsdag og virðist ekki þesslegur að hann leggi niður vinnu á næstunni. TSSJ Pressan brotnaði, svo að frú Johansen liljóp í skarðið. (Bokbinderi-Arbetaren)

x

Bókbindarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.