Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 27
BÓKBINDARINN
27
með trétittum, sem reknir voru í götin að innan
og síðan jafnað við spjaldið.
Spjöldin voru úr eik, beyki eða furu, líklega
oft úr rekaviði, og var bókinni lokað með leður-
þvengjum, sem hnýtt var saman, eða með spenn-
um. Upphaflega mun hvorki kjölur né spjöld
hafa verið klædd skinni og spjöldin óskrcytt með
öllu, og eru slík handrit til enn. Þó er útskurð-
ur á einu handriti, sem enn er til. Þegar kemur
fram á 16. öld, er bókin venjulega klædd skinni,
og er þá oft með stimpluðu flúri, hornin stund-
um málmbúin og spennur á bókinni. En algcng-
ara var einfaldara band. Bókin var þá í kápu úr
skinni eða leðri, og var haft til þess selskinn, sem,
eins og að framan var skýrt, virðist hafa verið al-
gengast, nautshúð, kálfskinn cða sauðskinn, og
var þá hárið oft látið halda sér og snúa út. Af því
drógti sumar skinnbækur nöfn sín, svo sem Rauð-
skinna, Gráskinna, Svartskinna, Lambskinna o. s.
frv. I kirkjumáldögum er talað um bækur „í hvít-
um skinnum“ og „í svörtum skinnum", cða þess
er getið, að bók sé „óskinnut", þ. e. óbundin eða
ekki búm skinm. Stundum var bókfell úr göml-
urn handritum haft í kápur, og var það einkum
meinlegt, þegar svo var farið með gömul, íslenzk
handrit.
Loks voru messu- og tíðabækurnar, sem sér-
staklega var lögð stund á að skreyta, eins og áð-
ur var bent á. Sumt af þeim hefur eflaust vcrið
útlent, sem sem ráða má af hinu franska, smcitta
bandi frá því um 1200 á bók, sem síðan 1318
var í eign Grundarkirkju.
Af því, sent nú hefur sagt vcrið, mun ljóst, að
bandið á hinum fornu íslenzku skinnbókum hcf-
ur ekki að jafnaði verið sérlega listrænt, þó að
það væri allgóð hlíf. Bókbindurum þeirra tíma
hefur verið fundið bað til foráttu, að þeir
skemmdu oft skinnbækurnar með því að skera
þær of nukið. Nú cr ekki kunnugt um nafn nerna
á einum þeirra. Á handriti (AM. 671 D, ^to)
stendur: „Þessa bók hefir Snorri Andrésson bund-
it ok skarad raudu skinni“, og þykir víst, að þar
er hinn sami Snorri Andresson, er varð prófentu-
maður í Helgafellsklaustri 1377 og dó 1382.
Annálar Magnúsar sýslumanns Magntíssonar.
AM qoj, qto.
Af bréfabók Gizurar biskups Einarssonar 1547
má sjá, að Símon Jónsson prcstur í Kálfholti, föð-
urfaðir Brynjólfs biskups Sveinssonar, hefur bund-
ið bækur.
Með hinni miklu bókaútgáfu Guðbrands bisk-
ups fær bókband hér á landi nýjan svip og verður
lfkt því, sem þá tíðkaðist erlendis. Hefur biskup
lagt stund á, að bandið á bókum þeim, er hann
2af út, væn sem traustast og vandaðast. Setti
hann því upp bókbandsstofu á Hólum, og er ekki
ljóst, hvenær það hefur verið, en kornið er það á
fullan rekspöl um það bil er lokið er prentun
biblíunnar. Fékk hann til forstöðu bókbandsins
útlendan bókbindara, er hann nefnir Jurin. -—
Segir Arngrímur lærði, að hann hafi verið frá
Hamborg og hafi hann á nokkrum mánuðum
bundið mörg eintök biblíunnar og kennt listina
öðrum, er biskup hafði sett til þess, svo að hitt
hafi verið nálega jafnvel bundið, en að eitt hundr-
að (þ. e. 120) eintök hafi verið bundin í Kaup-
mannahöfn. — I minnisbók Guðbrands biskups,
í Þjóðminjasafninu, bls. 239, sést, að upplag biblí-