Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 33

Bókbindarinn - 01.03.1956, Qupperneq 33
BÓKBINDARINN 33 Guðm. Gamalíelsson fór að loknu námi til Khafnar 1895 og vánn þar að bókbandi í 5 ár. Batt hann og gyllti eftir teikningum, cr hann sjálfur hafði gert, 5 af þeim bókum, sem „Foren- ingen for Boshaantlverk“ lét binda til að senda á Parísarsýninguna 1900, og fékk félagið 1. verðlaun (Grand Prix). Upp úr þessu fékk Guðmundur styrk af „Det Klassenske Fideikommiss" til að ferð- ast um Frakkland og Þýzkaland heilt ár og kynna sér helztu nýjungar í iðn sinni. Kom hann síðan heim 1901 og tók við forstöðu bókbandsstofu Isa- foldar um i)4 ár, en þá sctti hann sjálfur á stofn bókbandsstofu, og var hún um skeið bczt buin bókbandstækjum. I árslok 1906 breytti Guðmundur bókbands- stofu sinni í hlutafélag, og gerðust starfsmcnn hennar hluthafar og hófu bókband í Lækjargötu 6, og var það nefnt Félagsbókbandið. Var Guðm. Gamalíelsson forstjóri þess í 2 ár, en síðar Guð- björn Guðbrandsson og Ingvar Þorsteinsson. Son- ur Guðbjarnar er Jens, sem um mörg ár hefur verið verkstjóri í Félagsbókbandinu. Árið 1918 varð Þorleifur Gunnarsson cinkaeigandi Félags- bókbandsins og hefur rekið þá bókbandsstofu sína síðan undir sama nafni. Hann hafði sjálfur lært þard) Á bókbandsstofu Guðmundar Gamalíelssonar lærði Ársæll Árnason, sem verið hefur fjölvísastur bókbindari hér á landi. Að loknu námi fór hann utan 02 stundaði framhaldsnám í iðnskóla í Þýzkalandi. Auk þess vann hann í Sviss, Svíþjóð og Noregi. Þegar Ársæll kom heim eftir 4 ára 1) Gunnar sonur Þorleifs cr nú cigandi Félags- bókbandsins. Vcrkstjóri er Heiðar Guðlaugsson. veru utanlands, setti liann á stofn cigin bókbands- stofu. Bókbandsstofa Landsbókasafnsins og Þjóð- skjalasafnsins var sett á stofn 1908 og var Run- ólfur Guðjónsson (f. 7. 4. 1877, d. 23. 2. 1942) forstöðumaður hennar til dauðadags, en síðan Guðjón sonur hans, er bókband nam af föður sínum. Arið 1932 var sett á stofn bókbandsstofa í sam- bandi við ríkisprcntsmiðjuna Gutenberg. Forstöðu hennar hefur Guðgcir Jónsson haft síðan, en hann lærði í Féagsbókbandinu. Ef litið er yfir íslenzkt bókband frant undir nuðja 19. öld, vcrður ekki sagt, að íslendingar hafi náð langt í þeirri iðn. Sjálfstæðrar íslenzkrar meðfcrðar er hclzt að leita í skrautmyndunum á spjöldum bókanna og í málmsmíðinu, sem laut að búnaði þeirra. Bókbandið á dögum Guðbrands bisk- ups var tiltölulega bezt, en eftir það var fremur aft- urför en framför. Þess var og engin von, að bókband næði hcr háu stigi. Aðdrættir allir um hæfileg tæki og cfni til bókbands voru afar erfiðir, fáir gátu farið utan tii bókbandsnáms og aðstaðan, þegar heim kom, hin versta. Við prentsmiðjurnar hafa auðvitað hclzt venð tæki og cfni, og af því, sem að framan er sagt, má sjá að bókbandsstofur prentsmiðjanna hafa að nokkru notað útlent skinn og að nokkru innlent. í Hrappsey, Lcirárgörðum og Viðey hafa að líkindum bækur þær, er prentað- ar voru, oftast aðeins venð settar í kápu cða papp- band, þó að bókbindarar þar hafi sjálfsagt bundið eittltvað eftir pöntun. I Klausturpóstinum 1819 er „Gaman og alvara“ auglýst óbundin á 1 rdl. kúrant, en í bláu pappbindi 12 skildingum mcira, Félagsbókbandið: Orðabók Sigfiísar Blömlals.

x

Bókbindarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.