Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 2
Taktu góða
ákvörðun
Borgartúni 29
S. 585 6500
www.audur.is
Auður býður til kynningarfundar
þriðjudaginn 22. mars kl. 17:15
að Borgartúni 29.
Opinn kynningarfundur
• Séreignarsparnaður
• Eignastýring
• Langtímasparnaður
Allir velkomnir
... manni verður
hreinlega illt
yfir fréttum af
því að mennta-
fyrirtæki, sem
þiggur opinbert
fé, hafi greitt
eiganda sínum
háan arð.“
L andsvaki, dótturfélag Lands-bankans, hefur stefnt Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma
Haraldssyni, Magnúsi Ármann
og Þorsteini M. Jónssyni vegna
vangreiddrar skuldabréfaskuldar
365 hf. í kjölfar kaupa Rauðsólar,
sem var alfarið í eigu Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, á 365 miðlum út
úr 365 hf. sem varð síðar Íslensk
afþreying og fór í gjaldþrot. Jón Ás-
geir, Pálmi, Magnús og Þorsteinn
sátu allir í stjórn 365 á þeim tíma
sem viðskiptin gengu í gegn. 365
hf. fékk einn og hálfan milljarð
í viðskiptunum og voru pening-
arnir notaðir til að greiða upp
skuldabréfaflokk sem var á gjald-
daga í byrjun október 2008 þegar
viðskiptin áttu sér stað. Að því
er Fréttatíminn kemst næst telur
Landsvaki sig hafa verið hlunn-
farinn í uppgjöri á skuldabréfunum
og stefnir því fjórmenningunum
til greiðslu á rúmlega eitt hundrað
milljónum króna. -óhþ
dómsmáL Uppgjör á skULdabréfUm
Landsvaki stefnir stjórn 365
Jóni Ásgeiri, Pálma Haralds, Magnúsi Ármann og Steina í Kók stefnt vegna vangreiddra skuldabréfa.
Jón Ásgeir, Magnús Ármann,
Pálmi og Þorsteinn M. voru
allir í stjórn 365 saman.
á tímum niðurskurðar sveitarfélaga til leik- og grunnskóla er hress-andi að sjá ársreikning Hjalla-
stefnunnar ehf. fyrir árið 2009. Það ár fóru
flestir leik- og grunnskólar Reykjavíkur
yfir á fjárhagsáætlun ársins. Á sama
tíma skilaði Hjallastefnan ehf., sem rekur
þrettán leik- og grunnskóla á landinu, 97
milljóna króna hagnaði. Eignir félagsins
voru metnar á 400 milljónir og skuldirnar
voru aðeins 26 milljónir.
„Já, þetta gekk vel árið 2009. Við vorum
að uppskera eins og við höfðum sáð, eftir
tíu ára dýrkeypta uppbyggingu. Árið
2009 byggðum við leik- og grunnskóla í
Nauthólsvíkinni og þar lögðust allir á eitt
í fyrirtækinu – allir spöruðu, frestuðu
verkefnum og hertu sultarólina án þess þó
að það kæmi niður á grunnstarfseminni,
börnunum sjálfum. Þess vegna gátum
við byggt nýjan grunnskóla fyrir okkar
eigin peninga,“ segir Margrét Pála og
þvertekur fyrir að hún sé galdramaður í
skólarekstri.
„Hjallastefnan samanstendur af hug-
sjónafólki sem hefur aðeins það eina
markmið að búa til aðstæður þar sem
börn geta þroskast og dafnað. Þetta er
orðið stórt fyrirtæki með 1.300 nemendur
og 300 starfsmenn og stærðin vinnur með
okkur. Hún gerir okkur kleift að hagræða
mikið. Auk þess tók ég snemma ákvörð-
un um að taka alla virðiskeðjuna inn til
okkar og það hefur skilað miklu. Það er
ótækt að þriðji aðili úti í bæ sé að græða á
okkur sem fáum opinbert fé. Þá er betra
að hagnaðurinn, ef einhver er, skili sér
aftur inn í uppbyggingu skólastarfsins og
til barnanna okkar. Við erum sjálfbær –
svona einhvers konar ríki í ríkinu,“ segir
Margrét Pála og hlær.
Aldrei hefur verið greiddur út arður
hjá Hjallastefnunni og stjórnarmenn
þiggja ekki laun fyrir stjórnarsetu og
segir Margrét Pála það ekki hafa verið
rætt. „Það kemur ekki til greina og manni
verður hreinlega illt yfir fréttum af því að
menntafyrirtæki, sem þiggur opinbert fé,
hafi greitt eiganda sínum háan arð. Þetta
er mjög alvarlegt og fyrr myndi ég dauð
liggja en að gera slíkt,“ segir Margrét
Pála og vísar þar til frétta af málefnum
Menntaskólans Hraðbrautar þar sem eig-
andinn tók sér tugmilljónir í arð.
Margrét Pála á sjálf 86,25 prósentna
hlut í Hjallastefnunni ehf. Aðrir hluthafar
eru til að mynda Helga Sverrisdóttir,
eiginkona Bjarna Ármannssonar, Inga
Lind Karlsdóttir og útgerðarmaðurinn
Guðmundur Kristjánsson. Margrét
Pála segist hafa selt hlutafé fyrir sextíu
milljónir fyrir nokkrum árum þegar fjár-
magna þurfti framkvæmdir við Vífilsstaði.
„Ég var forviða á að til væri fólk sem vildi
leggja peninga í menntafyrirtæki sem það
vissi að myndi aldrei greiða út arð. En það
komu nokkrir aðilar að þessu – aðilar sem
eru mikið hugsjónafólk,“ segir Margrét
Pála.
Þegar talið berst að rekstri hins
opinbera á leik- og grunnskólum segir
Margrét Pála að það þurfi að minnka
heildarkostnaðinn við skólakerfið. „Það
þarf uppskurð en ekki niðurskurð. Eitt
vandamálið er að þeir sem stýra skólum
eru bundnir í báða fætur og það gerist
ekkert þótt þeir fari yfir fjárhagsáætlun.
Hjá okkur er enginn til að bakka okkur
upp. Við verðum að standa okkur og reka
þetta almennilega,“ segir Margrét Pála.
oskar@frettatiminn.is
skóLamáL EinkarEknir LEik- og grUnnskóLar
Hjallastefnan skilaði 97
milljóna hagnaði árið 2009
Margrét
Pála Ólafs-
dóttir rekur
Hjallastefn-
una af
ráðdeild
og uppsker
eins og hún
sáir.
Margrét Pála segir það ekki
vera neitt launungarmál að
rekstur gamalla og gróinna
skóla eins og Landakots-
skóla og Ísaksskóla hafi verið
afskaplega erfiður nánast
frá byrjun og það sé ástæða
fyrir því. „Þessir skólar eru að
basla einir og sér og á árum
áður á lágum framlögum frá
hinu opinbera. Því sitja þeir
uppi með uppsafnaðan hús-
næðiskostnað sem er að sliga
þá. Þeirra dæmi sýna að það
er ómögulegt að reka einn
og einn skóla. Hagræðingin
kemur með stærðinni,“ segir
Margrét Pála og bendir á að
fjárhagsstaða Hjallastefn-
unnar væri önnur og verri ef
aðeins væru reknir grunn-
skólar innan hennar. Að auki
tekur hún fram að framlög til
sjálfstætt starfandi leik- og
grunnskóla séu hin sömu eða
lægri en gerist hjá opinberu
skólunum og því samfélags-
legur sparnaður. -óhþ
Vandi einkarekinna skóla
pErsónUvErnd ÚrskUrðar framsEnd-
ingU töLvUpósts óhEimiLa
Persónuvernd hefur úr-skurðað að framsending
Seltjarnarnesbæjar á tölvu-
pósti fyrrverandi starfsmanns
bæjarins í annað pósthólf á
vegum bæjarins hafi verið
óheimil.
Málavextir eru þeir að í kjöl-
far þess að starfsmaðurinn lét
af störfum stillti fulltrúi Sel-
tjarnarnesbæjar kerfi bæjar-
ins þannig að allur póstur til
starfsmannsins, þar á meðal
einkatölvupóstur, framsendist
sjálfkrafa í annað pósthólf,
sem starfsmenn bæjarskrif-
stofunnar höfðu aðgang að.
Þegar starfsmaðurinn fyrr-
verandi, Ellen Calmon, komst
á snoðir um þetta kvartaði
hún til Persónuverndar.
Í svarbréfi Ásgerðar
Halldórsdóttur, bæjar-
stjóra Seltjarnarnesbæjar, til
Persónuverndar kemur fram
að þessi meðferð á pósti Ell-
enar hafi verið „til að tryggja
áfram þjónustu við íbúa
bæjarins, sem þurftu að leita
til fræðslu- og menningarfull-
trúa bæjarins.“
Í úrskurði Persónuverndar
kemur hins vegar fram að
í þessari aðgerð hafi verið
fólgin óheimil vöktun í skiln-
ingi laganna og ekkert liggi
fyrir um „að ekki hafi mátt
tryggja þessa þjónustu með
öðrum hætti, s.s. því að stilla
kerfið þannig að sendendur
skeyta fengju aðeins skilaboð
um að kvartandi hefði látið af
störfum og hvert þeir gætu
snúið sér.“
Spurð um viðbrögð bæjarins
við úrskurðinum svaraði Ás-
gerður bæjarstjóri:
„Við ætlum okkur að senda
bréf til Ellenar og biðjast af-
sökunar á þessum mistökum.“
Sjálf baðst Ellen undan því að
tjá sig um málið þegar eftir því
var leitað.
Ætlar að biðja fyrrum
starfsmann afsökunar
Seltjarnarnesbær áframsendi einkapóst fyrrum
starfsmanns í annað pósthólf á vegum bæjarins.
Sultarólin hert
það árið til
að fjármagna
byggingu nýs
grunnskóla,
segir Margrét
Pála Ólafsdóttir,
fræðslustjóri og
stærsti hluthafi
Hjallastefnunnar
ehf. Aldrei hefur
verið greiddur út
arður frá því að
Hjallastefnan tók
til starfa.
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
Ásgerður
Halldórsdóttir,
bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi.
Mottudagurinn í dag
Mottudagurinn 2011 er haldinn hátíðlegur í dag,
föstudaginn 18. mars. Dagurinn er haldinn til
að minna á átakið Mottumars hjá
Krabbameinsfélaginu. „Á Mottudeg-
inum látum við ímyndunaraflið ráða
för og skörtum öllum mögulegum
karlmennskutáknum, og hvetjum
landsmenn alla til að gera slíkt hið
sama,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningu. -óhþ
2 fréttir Helgin 18.-20. mars 2011