Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 18
þessu drasli framan í sér. Allar skinkur Íslands reyna að vera eins og Ásdís. Tekst bara ekki því hún ber höfuð og herðar yfir allar.“ „Parmaskinkan hlýtur að vera Ásdís Rán, hún er heimsmeistari í þessu!“ „Ásdís Rán er í raun frum- kvöðull á þessu sviði og var að skinkast um strax í byrjun níunda áratugarins á Astró og á síðum klassatímaritsins Heimsmyndar.“ „Aðalskinka landsins er án efa Ásdís Rán, sem er ekki bara frægasta skinka Íslands heldur Búlgaríu líka. Svo hefur hún „actually“ gefið út skinkulag! Parmaskinka og engin er í sama klassa og hún!“ Flottustu skinkur landsins Ásdís Rán virðist almennt yfir aðrar skinkur hafin en að henni frátalinni er VIP-partístelpan Hildur Líf óumdeild skinka Íslands og var tilnefnd í fyrsta sæti af langflestum álitsgjöfum Fréttatímans. Hildur Líf nýtur þess að þurfa ekki að spóka sig mikið í skugga Ásdísar Ránar á Austur, Re-Play og öðrum viðurkenndum skinkustöðum þar sem Ásdís er upptekin við landvinninga fjarri Íslands- ströndum. Eplið féll þó ekki langt frá eikinni því að Hildur Líf sigraði í Skvísukeppni janúarmánaðar á síðu Ásdísar Ránar á Pressan.is í fyrra. Þá tók hún þátt í Sam- keppni hins fornfræga karla- tímarits Samúels sem nú lifir á fornri frægð og föngulegum stúlkum á netinu. VIP-partíið sem Hildur Líf hélt ásamt stöllu sinni Lindu Ýr á Re-Play í lok febrúar, og sú gríðarlega athygli sem það vakti, gerði Hildi Líf svo að stærsta meginlandinu á dúnmjúku skinkuhafinu þar sem hún vex nú og dafnar í örygginu innan landhelgi heimsálfunnar Ás- dísar Ránar. „Birtist landsmönnum eins og fullsköpuð skinka. Hún er svona nýskinka með eftir- hermukrem og meik framan í sér. Vaknar snemma til að setja framan í sig – það er staðfest og jafnvel þinglýst.“ „Hildur Líf og Linda Ýr – verð að fá að tilnefna þær saman, þær eru skinkusamloka. Spurning hvað þær setja á milli ...“ „Hildur Líf hlýtur að teljast skinka númer eitt, enda getur hún halt sín partí sjálf, þessi elska.“ Bjarnheiður Hannesdóttir Innanhússhönnuðurinn Bjarnheiður Hannesdóttir stal Edduhátíðinni eins og hún lagði sig frá frægðarfólki sjón- varps- og kvikmyndabransans með því að mæta til leiks í níðþröngum, vel flegnum og eftirminnilegum hlébarðasam- festingi. Fyrir nokkrum vikum vissu fáir hver Bjarnheiður var en nú er nafn hennar á allra vörum og hún er örugg í öðru sætinu yfir mestu skinkur landsins. „Hlébarðakonan var skemmtileg viðbót í hóp opinberra skinka en hún er bæði þrælappelsínugul og fílar spandex. Bæði óhjákvæmilega hluti af grunnfræðunum.“ „Bjarnheiður Hannesdóttir hlé- barðaskinka sló í gegn á verð- launahátíð um daginn og fékk fólk til að frussa fyrir framan tækin og tók ekkert aukalega fyrir. Geri aðrir betur.“ „Mjög gott þetta tiger-dress sem hún skartaði á Eddunni og hannaði sjálf – skinka par ex- cellance sem veit hvað hún vill þegar kemur að sparidressi!“ Tobba Marinós „Ekki í sama flokki og hinar. Eðalskinka með klassa og er mega flott, töff og klár í þokkabót.“ „Hún er skinka. Hún verður bara að horfast í augu við það.“ „En hún virðist vakna um 4:00 til að dúndra drasli framan í sig. Alltof mikið af alltof miklu. Þarf ekki. Hún er alveg sæt.“ Linda Ýr „Hildur Líf og Linda Ýr VIP-partígellur. Þarfnast ekki útskýringar.“ Egló Gunnþórsdóttir „Móðir Ásdísar Ránar er skinku-amman. Tönuð í drasl og strekkt í rusl.“ Gurrý Jónsdóttir „Gurrý Jónsdóttir, kærasta Gillz og þátttakandi í Ungfrú Reykjavík, er suddaskinka.“ Vala Grand „Hmmm ... „bæjon“-skinka.“ „Hún náttúrlega auglýsir Lolitu. is í þáttunum sínum, verslun sem selur mikið af mjög sníps- stuttum hvítum kjólum með semelíusteinaskrauti, himnaríki fyrir skinkurnar.“ Ósk Norðfjörð „Ásdís Rán. Ósk Norðfjörð. Er þetta ekki ein og sama mann- eskjan?“ Ornella Thelmudóttir „Hún er gangandi dæmi um svarthærðu skinkuna, glamúr- módel með sílíkonvarir getur hreinlega ekki klikkað.“ Í slenskan er komin nokkuð til ára sinna en er sprell- lifandi, iðandi af fjöri og móttækileg fyrir stöðug- um nýjungum í síkvikum heimi. Íslendingar hafa því í gegnum tíðina ekki átt í teljandi vandræðum með að búa til orð yfir ný fyrirbæri, auk þess sem endur- nýting gamalgróinna orða hefur virkað ágætlega með merkingarbreytingum. Þannig var skjár gluggi löngu áður en sjónvarpið kom til sögunnar og sími var einfaldlega þráður þótt í seinni tíð hafi fólk byrjað að slá á hann með símtækjum. Og nú er skinka orðin allt annað og miklu meira en álegg. Þótt skinkurnar þyki öðrum stúlk- um þokkafyllri eru þær ekki allra og illar tungur herma að skinkurnar séu þekktar fyrir það eitt að ýfa kynhvöt karla með stinnum rössum í þröngum flíkum og áberandi brjóstaskorum sem oftar en ekki hafa verið magnaðar upp með sílíkonpúðum. Þeir sem hafa horn í síðu skinkunnar bera allar skinkur saman við Paris Hilton og færa þannig rök fyrir því að skinkurnar séu með áherslu sinni á ytra útlit að bæta sér upp almennan greindarskort. Í þessum skilningi má segja að hugtakið „skinka“ leysi „ljóskuna“ af hólmi og framan af var orðið „skinka“ fyrst og fremst notað yfir barmmiklar, stífmálaðar gellur með aflitað hár og naflann beran í efnislitlum toppum. Hugtakið hefur síðan orðið æ um- fangsmeira og nú geta skinkur bæði verið karlar og konur og þá ekki síður dökkhærðar en ljóshærðar. Frum- skilyrðið er þó enn ofurmeðvitund um klæðaburð, líkamsvöxt og fegurð sam- kvæmt alþjóðlegum stöðlum Barbie- dúkkunnar, Playboy-tímaritsins og klámfenginna tónlistarmyndbanda. Skinkuvæðing samfélagsins veldur mörgum áhyggjum enda fer skinkum ört fjölgandi og aldur stelpna sem kjósa að „skinka sig upp“ færist stöðugt neðar. Fréttatíminn leitaði til hóps fólks sem fylgist vel með í hinum ýmsu menningarkimum og bað það að tilnefna mestu skinku Íslands og svo flottustu skinkuna; þá sem skaraði fram úr öðrum þegar kæmi að sígild- um skinkueiginleikum. Einhvers kon- ar parmaskinku Íslands. Það segir ef til vill sína sögu að einn álitsgjafanna baðst undan af þeirri einföldu ástæðu að „skinkurnar eru svo margar um þessar mundir að mann bara svimar og ég treysti mér ekki til að kafa ofan í þetta kjötfjall.“ Flottustu skinkur Íslands og heitustu beikonsnáðarnir Samkvæmt orðabókarskilgreiningu er skinka „reykt (og soðið) svínakjöt, oftast haft í sneiðum sem álegg“. Á síðustu misserum hefur skinkan þó tekið á sig allt aðra merkingu sem á ekkert skylt við álegg en nú verður fólki tíðrætt um skinkur þegar átt er við föngulegar stúlkur sem eru gjarnar á að láta skína í hold sem er ekki síður lystugt en þunnskorið og fölbleikt svínakjötið. Einnig nefndar sem parmaskinkur Tobba Marinós, Dísa í World Class, Rósa Ingólfsdóttir, Dorrit Moussaieff, Bjarnheiður Hannesdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Hildur Líf. Aðalskinkur Íslands 1 Hildur Líf 2 Bjarnheiður Hannesdóttir 3 Linda Ýr 4 Tobba Marinós 5 Ósk Norðfjörð 6 Sigrún Lilja Guðjónsdóttir 7 Vala Grand 8 Ornella Thelmudóttir 9 Hlín Einars 10 Eygló Gunnþórsdóttir Líklega kemur fáum á óvart að fyrirsætan Ásdís Rán er í hugum flestra flottasta skinka landsins enda má segja að hún sé frummynd skink unnar, parmaskinkan, sem hinar skuggamyndirnar á veggjum VIP- hellanna reyna sem mest að líkjast. Nánast hver einn og einasti álitsgjafi Fréttatímans nefndi Ásdísi Rán til sögunnar og yfirgnæfandi meirihluti vildi setja hana skörinni ofar en aðrar skinkur. „Parmaskinka Íslands. Falleg og flott. Virðist ekki hafa neitt fyrir öllu Parmaskinkan Lj ós m yn d A rn ol d Lj ós m yn d A rn ol d Framhald á næstu opnu 18 úttekt Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.