Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 36
 MatartíMinn Falsaður Matur Þ að eru dæmi þess að menn hafi svindlað hver á öðrum svo langt sem heimildir ná um matvælaverslun. Rómverskir bakarar voru sakaðir um að drýgja brauðið með kalki og samtök pip- arkaupmanna í Englandi bönn- uðu félagsmönnum að væta krydd sitt til að þyngja það, svo snemma sem 1316 (stuttu eftir ritunartíma Njálu). Svona bönn hindruðu ekki að menn drýgðu krydd og aðra dýra vöru, jafnvel með eitruðum efnum. Það þótti til dæmis sniðugt að blanda kvikasilfri við cayenne- pipar svo að hann héldi betur lit. Svindlið jókst við iðnbyltinguna og aukna verslun. Rannsóknir á sinnepsdufti frá því um miðja nítj- ándu öld sýna að það var aðeins tuttugu prósent sinnep. Restin var bauna- og hörfræjamjöl og leir, lit- aður með túrmerik og kryddaður með cayenne-pipar. Þá var alsiða að mala engifer sem soðið hafði verið í engiferöli og selja sem engi- ferduft þótt það gæfi lítið bragð. Allt löglegt sem ekki er bannað Þýski efnafræðingurinn Frie- drich Christian Accum afhjúpaði margt af þessum aðferðum í bók sinni um aukaefni í mat, sem kom út snemma á nítjandu öld. Í kjöl- farið fylgdi frekari umræða og rannsóknir og við upphaf tuttug- ustu aldar var komið á sérstakri stofnun alríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum til að fylgjast með og stöðva svindlið, Food and Drug Administration, FDA. Þessi stofnun hefur síðan verið leiðandi í úrskurðum um hvað séu leyfileg og hvað óleyfileg íblöndunarefni í mat. Mörkin eru dregin við það sem hægt er að sanna að sé neyt- andanum hættulegt. Það sem ekki drepur hann er leyft. Þetta var breyting frá afstöðu miðaldamanna. Þeir bönnuðu mönnum að selja útþynnta vöru en FDA vildi aðeins banna mönnum að þynna út vöruna ef það stofn- aði heilsu neytenda í hættu. FDA skipti sér heldur ekki af því þótt menn markaðssettu nýja afurð undir gömlum nöfnum; kölluðu eitthvert hlaup ost þótt það væri ekki ostur eða eitthvert gums gríska jógúrt þótt það væri hvorki grískt né jógúrt. Afstaða FDA var ekki menningarleg heldur aðeins efna- og læknisfræðileg. Evrópumenn tóku upp þessa sýn á mat en helstu matarþjóð- irnar reyndu að byggja upp kerfi sem verndaði hefðbundna matar- vinnslu. Þær útbjuggu staðla sem áttu að tryggja að engir ostar fengju að heita Roquefort nema þeir sem væru þroskaðir í hellun- um við Roquefort-sur-Soulzon og engin skinka Parma nema sú sem unnin var í Parma. Svindlið almennt og löglegt Reyndin hefur orðið sú að hvorki listar FDA né upprunastaðlar Evr- ópu hafa tryggt neytendum góða vöru. FDA hefur í raun gert út- þynningu matar löglega og vernd- aða. Framleiðendum er heimilt að drýgja mat og lita hann til að blekkja neytandann svo framar- lega sem hann notar ekki til þess efni sem hægt er að sanna að séu skaðleg. Upprunavottorðin evr- ópsku eru síðan fyrst og fremst til að vernda framleiðendur fyrir sam- keppni. Um leið og tiltekið hérað fær slíka vottun eykst framleiðslan með innflutningi hráefna frá öðr- um svæðum og stórtækari vinnslu sem á lítið skylt við þær aðferðir sem verið var að vernda. Innan þessa kerfis hefur svindl orðið bæði almennt og löglegt. Allur matur í stórmarkaðnum er meira og minna drýgður með ein- hverjum hætti. Það er kartöflumjöl í svínahakkinu, sojamjöl í lifrar- pylsunni og vatn í skinkunni. Og sérverslanir eru engu skárri leng- ur. Brauðin í bakaríinu eru útblás- in af lofti og fiskurinn í fiskbúðinni fylltur bindiefnum og vatni. Grá svæði, glæpa- mennska og hvít lygi  uppskriFtir Með suðrænuM blæ  Óeðlileg eFtirspurn Óeðlilegt FraMboð Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is 36 matur Helgin 18.-20. mars 2011 Samkvæmt gögnum málverka- fölsunarmálsins var algengasta aðferðin við fölsun málverka sú að kaupa gömul verk eftir óþekkta málara, breyta þeim lítillega og merkja málurum sem mikil eftirspurn var eftir. Þetta er ólöglegt – þótt íslenska ákæru- valdinu hafi ekki tekist að sanna það. En þessi aðferð þarf ekki að vera ólögleg í matvælafram- leiðslu. Það er eðli viðskipta í heims- þorpinu að einstök vörumerki verði margfalt eftirsóknarverðari en önnur og nægir sjaldnast að útskýra það með mun á gæðum. Skinka frá Parma er vissulega frábær skinka en hún er ekki svo miklu betri en aðrar ítalskar þurrskinkur að það réttlæti margfalda eftirspurn. Eins og oft í slíkum tilfellum byggir þetta á góðri sögu. Svínin í Parma voru alin á mysu sem gengur af við gerð parmesan-ostanna. Parmesan og Parmaskinka eru því matargerðar-uppeldissystkin eins og skyrið og súrmaturinn okkar. En meginástæða eftirspurnar- innar er sú að heimsþorpið er heimskt. Ef það hefur lært að þekkja skinku frá Parma er næstum ómögulegt að kenna því nafn á annarri skinku. Þetta er eins og á CNN. Þar er ekki hægt að flytja fréttir af pólitík í tveimur arabalöndum sama daginn. Það ruglar heimsþorpið. Misvægi í eftirspurn skapar viðskiptatækifæri og ítalskir skinkuframleiðendur hættu að selja skinkuna sína undir eigin nafni og seldu Parmaskinku. Þá var sett í lög að enginn mætti selja Parmaskinku nema þeir sem bjuggu í Parma og nærsveitum. Við það fjölgaði mjög skinku- framleiðendum í Parma. Og til að fóðra verksmiðjurnar voru svín frá allri Ítalíu flutt til Parma til slátrunar. Þetta er orðinn gríðarlegur iðnaður. Með því að nýta öll svín í Parma má búa til um 150 þúsund skinkur árlega. Það mætti hins vegar selja á heimsmarkaði nærri 150 milljón skinkur frá Parma. Til Parma eru því ekki aðeins flutt svín frá öllum héruðum Ítalíu heldur frá allri Evrópu; einkum þó Póllandi og Rúmeníu. Það þarf ekki að taka það fram að þessi svín hafa aldrei bragðað mysu af parmesan-ostinum. Það sem er þó verra er að flutningur yfir þvera Evrópu fer ekki vel með dýrin. Og hann dregur úr gæðum kjötsins. Það verður lausara í sér og í raun ómögulegt sem þurrskinka. En markaður spyr ekki um gæðin, aðeins vörumerkið. Áður en þessir flutningar hófust var Parmaskinka ætíð gerð úr læri og alltaf á beini. Leggir svínanna sem standa í þröngum vögnum frá Rúmeníu til Parma á Ítalíu eru hins vegar svo illa leiknir að þeir eru úrbeinaðir. Úrbeinuð Parmaskinka er ekki aðeins merki þess að hún er ekki af svíni sem ólst upp í Parma heldur líka merki þess að svínið hefur mátt þola andstyggilega meðferð. Mældu rétt, strákur Parmaskinka úr pólskum svínabógum Það eru engar líkur til að wasabi sem þú kaupir úti í búð sé gert úr japanskri wasabi-rót. Til þess er hún of fágæt, seinvaxta og dýr. Nær allt wasabi sem notað er í heiminum er piparrót með grænum matarlit. Í Modena á Ítalíu mótaðist hefð við vinnslu á balsamik-ediki úr vín- berjahratinu sem varð til við vín- gerð. Hratið er þá soðið við vægan hita í langan tíma og síðan látið verkast árum saman. Fyrir nokkr- um áratugum komst þetta edik í tísku og er nú selt um allan heim. Framleiðendur í Modena geta hins vegar ekki annað nema brotabroti af eftirspurninni með hefðbundnum og tímafrekum aðferðum. Það bal- samik-edik sem þú kaupir er því ekki annað en kryddað venjulegt edik litað með karamellu. Fyrir nokkrum árum stöðvaði lög- reglan í Napólí endurvinnslu á ost- um sem mafían hafði hirt úr gámum við stórmarkaði, en mafían í Napólí stjórnar sem kunnugt er allri sorp- hirðu í borginni. Við húsleit fund- ust ostar sem voru allt að nítján ára og höfðu verið hakkaðir, blandaðir nýrri mjólk og endurmótaðir svo að þeir litu út eins og nýir ostar. Það eru mörg ár síðan hætt var að senda íslenskan þorsk til vinnslu í fiskstautaverksmiðjum Icelandic í Bandaríkjunum. Síðan hefur það mest verið Alaskaufsi sem hefur verið settur í framleiðsluna í stað þorsks af Íslandsmiðum. Ekki er öll lygi svört. Sum er næstum hvít. Reyktur ufsi var þann- ig lengst af seldur sem sjólax en er nú horfinn af markaðnum. Fáir búa nú til falskan héra eða beinlausa fugla, sem hvort tveggja var eins konar kjötbúðingur úr hakki. Það var bannað á miðöldum að drýgja mat en nú er það bæði löglegt og almennt. Uppreisn Skúla fógeta gegn kaupmanninum hefur því tapast. Nú mæla allir rétt. Matur Skinkan úti í búð er drýgð með kartöflumjöli, bindiefnum og vatni. Miðaldamenn hefðu kallað það svindl. Í nútímanum er það bæði almennt og löglegt svo framarlega sem neyt- andinn fær ekki illt í magann. Ekta Parma- skinka er gerð úr læri og alltaf á beini. Úrbeinuð skinka er líklega af svíni sem ólst upp óralangt frá Parma og getur allt eins verið úr bógstykki. Skúli fógeti vildi ekki taka þátt í svindli kaupamannsins og leggja þumalinn á vogina. Kaupmenn í dag nota ekki þumla heldur bindiefni og vatn. Ítölum hefur tekist að finna margar leiðir fram hjá því að mozzarella verði að vera gerður úr mjólk vatnabuffala enda geta allir vatnabuffalar Ítalíu ekki annað eftir- spurn lítils lands, til dæmis Hollands, eftir þessum vinsæla osti – hvað þá heiminum öllum. Matjurtir og krydd Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is SumarhúSið og garðurinn Auður I. Ottesen Jón Guðmundsson Matjurtaræktun Námskeið tvö þriðjudagskvöld 29/3 og 5/4 kl. 19:00 - 21:30. Kryddjurtaræktun Námskeið þriðjudag 29. mars kl. 17:00 - 18:30. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur. Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.