Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 10
Vonast eftir friði í söfnuði Selfoss- kirkju Mikil ólga hefur ríkt innan safn- aðar Selfosskirkju að undan- förnu. Jóhanna Guðjóns- dóttir, eitt safnaðarbarnanna, lagði fram vantrauststillögu á sóknarnefndina á fundi á sunnudaginn. Sú tillaga var felld með 59 atkvæðum gegn 20. Eysteinn Óskar Jónasson, formaður sóknarnefndarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að hann vonist til þess að ró skapist í söfnuðinum eftir fund- inn. „Þarna kom fram skýr vilji safnaðarins og vonandi verður hægt að fá vinnufrið eftir þetta,“ segir Eysteinn sem stað- ið hefur í eldlínunni allt frá því að mál Gunnars Björnssonar, þáverandi prests við kirkjuna, kom upp fyrir þremur árum. Þá barðist hann hatrammlega gegn því að Gunnar sneri aftur til starfa í Selfosskirkju og fékk sitt fram. -óhþ Með sjötíu millur í árslaun Glitnir banki, sem rekinn er af slitastjórn og skilanefnd bankans, birti í vikunni ársreikning sinn fyrir árið 2010. Þar kom fram að laun slitastjórnar- og skilanefndarmanna, sem telja fimm einstaklinga, voru rétt um 350 milljónir á árinu. Það gera um sjötíu milljónir í árslaun á mann eða rétt tæpar sex milljónir á mánuði. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði við fjölmiðla af þessu tilefni að ekki væri um venjuleg laun að ræða heldur þyrfti þetta fólk að sjá um að borga af síma. Nær væri að tala um tekjur. -óhþ Dómur í meiðyrðamáli athafnamannsins Pálma Haraldssonar gegn Svavari Hall- dórssyni, fréttamanni RÚV, Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur fréttalesara, verður kveðinn upp á þriðjudag. Pálmi krafðist milljóna í skaðabætur vegna frétta Svavars af hans málum tengdum félögum í Lúxemborg og huldufélaginu Pace Associates í Panama. -óhþ Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði. Það virðist vera búið að kippa grunninum undan sparisjóðakerf- inu með því að ríkið komi inn og dæli peningum í sjóðina til að halda þeim á lífi. Hvaða hugmynd er það? Flestir spá óbreyttu verði næstu þrjá mánuði Samnorræn könnun sýnir að fasteignasalar telja líklegast að verð á fasteignum haldist óbreytt en framboð og kaupáhugi muni aukast.  fasteignamarkaðurinn könnun meðal fasteignasala Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Lj ós m yn d/ H ar i f lestir íslenskir fasteignasal-ar, sem tóku þátt í samnor-rænni könnun á vegum Fé- lags fasteignasala á Norðurlöndum, telja að verð á fasteignum, hvort heldur um er að ræða einbýlishús, par- og raðhús, fjöleignarhús eða sumarhús, muni haldast óbreytt næstu þrjá mánuði. Könnunin var gerð til að kanna ýmsa þætti er varða fasteignamarkaðinn á Norðurlöndum og var sömu spurn- inga spurt í öllum löndunum. Á sama tíma og flestir fast- eignasalar spá óbreyttu verði eru þó flestir á því að framboð muni aukast nokkuð sem og kaupáhugi. Auk þess telja mun fleiri að verð muni hækka nokkuð heldur en lækka nokkuð. Nokkuð svip- uð sjónarmið ríktu í heildina séð varðandi verðþróun fasteigna næstu mánuði þó svo að norskir fasteignasalar hafi verið einna bjartsýnastir. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segir í samtali við Fréttatímann að þessi niðurstaða komi ekki á óvart hvað Ísland varðar enda ríki talsverð óvissa í efnahagsmálum hér. „Mér finnst þó gæta meiri bjartsýni hjá fasteignasölum á að verð fari upp á næstu mánuðum,“ segir Grétar. oskar@frettatiminn.is Mér finnst þó gæta meiri bjartsýni hjá fasteigna- sölum á að verð fari upp á næstu mán- uðum.  sparisjóðir framtíð „Ríkissparisjóðir sem verða eins og zombie-bankar“ Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson sér ekki mikinn grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi sparisjóðanna H agfræðingurinn Tryggvi Þór Her-bertsson, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ekki sjá mikla framtíðarmöguleika fyrir sparisjóðina í landinu eins og staðan er nú. „Það virðist vera búið að kippa grunn- inum undan sparisjóðakerfinu með því að ríkið komi inn og dæli peningum í sjóðina til að halda þeim á lífi. Hvaða hugmynd er það? Ríkissparisjóðir sem verða eins og zombie-bankar,“ segir Tryggvi Þór sem telur að hugmynda- fræðin á bak við sparisjóðakerfið hrynji með aðkomu ríkisins. „Hugmyndafræðin var að máttar- stólpar samfélagsins á tilteknu svæði lögðu til stofnfé í sparsjóðina sem síðan sinntu fólkinu á svæðinu. Með ríkis- væðingunni hverfur sú hollusta sem fólk sýndi sparisjóðunum. Ég skil bara ekki hvernig þessar stofnanir eiga að vera líf- vænlegar,“ segir Tryggvi og bætir við að sennilega sé sú ákvörðun ríkisstjórnar- innar að leggja Sparisjóð Keflavíkur inn í Landsbankann eina gáfulega ákvörðunin sem hún hafi tekið í bankamálum. -óhþ Tryggvi Þór Her- bertsson sér ekki mikla framtíð í núverandi sparisjóðakerfi. Dómur í máli Pálma gegn Svav- ari kveðinn upp á þriðjudag 10 fréttir Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.