Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 12
G óðan dag! Ég ætlaði að taka út af reikningunum mínum.“ „Hvað ætlar þú að taka út mikið?“ „Bara svona einn og hálfan millj- arð. Ég skil þá eftir 99 milljónir.“ Einhvern veginn svona hefði samtal á milli íslensks einstaklings og starfsmanns í bank- anum, þar sem hann er í viðskiptum, getað hljóðað í byrjun janúar 2010, samkvæmt gögnum sem Fréttatíminn hefur undir höndum og sýna bankainnistæður Íslendinga samkvæmt skatta- framtali ársins 2009. Níu aðilar, átta hjón og einn einhleypingur, áttu meira en einn milljarð í bankainnistæðum samkvæmt skattaframtali 2009. Þrenn hjónanna eiga meira en tvo milljarða í bankainnistæðum, samtals 6,5 milljarða. Fimm hjón og einn einhleypingur áttu á bilinu einn til tvo milljarða í banka og þar af á einhleypingurinn rétt tæplega 1,6 milljarða. Samtals áttu aðilarnir sex 9,3 milljarða. Alls áttu 188.500 aðilar samtals 645,4 milljarða í innistæðum í árslok 2009. Lang- flestir áttu innistæður undir fimmtán milljónum króna eða rúm 95% innistæðueigenda. Samkvæmt neyðarlögunum sem sett voru tryggir íslenska ríkið allar innistæður í íslensk- um bönkum. Það hefur þýtt að íslenskir fjár- magnseigendur hafa frekar haft tilhneigingu til að geyma peninga inni á bankabók heldur en fjárfesta í hluabréfum eða skuldabréfum. Í fyrra- sumar var boðað frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem kveðið var á um innistæðutryggingu ríkisins að hámarki hundrað þúsund evrur eða um fimm- tán milljónir íslenskra króna. Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri efnahags- og viðskiptaráðuneyt- isins, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé til meðferðar hjá viðskiptanefnd. „Við teljum að þetta skipti miklu máli til að tryggja og afmarka þá sem njóta ríkisábyrgðar. Skilgreiningin sam- kvæmt okkar drögum eru almennir innistæðu- eigendur en ekki fjárfestar. Við leggjum mikla áherslu á að þetta verði afgreitt á þessu þingi en það er best að ræða við Lilju Mósesdóttur [for- mann viðskiptanefndar innsk. blm.] um það,“ segir Helga. Miðað við tillögur um 15 milljóna Níu Íslendingar áttu meira en milljarð í banka Áttu samtals 15,7 milljarða inni í bönkunum í árslok 2009. Innistæðurnar eru enn ríkistryggðar samkvæmt neyðarlögum. = Meðaltalsinneign þúsund Íslendinga jafnaðist á við inneign einna hjóna af þeim þrennum sem áttu yfir tvo milljarða í bankainnistæðum í lok árs 2009. Lilja Mósesdóttir vonast til að nýtt frumvarp um innistæðutryggingar verði klárað á þessu vori. Ljósmynd/Hari Innistæður Íslendinga í árslok 2009 Fjöldi Fjárhæð % fjöldi % fjárhæð <15 m.kr. 179.713 281.720.725.016 95,33% 43,65% 15-25 m.kr. 4.172 79.849.480.176 2,21% 12,37% 25-35 m.kr. 1.778 52.244.228.933 0,94% 8,09% 35-45 m.kr. 877 34.730.062.835 0,47% 5,38% 45-55 m.kr. 572 28.380.224.392 0,30% 4,40% 55-65 m.kr. 331 19.745.159.010 0,18% 3,06% 65-75 m.kr. 221 15.330.164.658 0,12% 2,38% 75-85 m.kr. 186 14.864.061.517 0,10% 2,30% 85-95 m.kr. 130 11.622.420.425 0,07% 1,80% 95-105 m.kr. 102 10.201.181.076 0,05% 1,58% 105-115 m.kr. 66 7.230.778.982 0,04% 1,12% 115-125 m.kr. 47 5.614.016.055 0,02% 0,87% 125-135 m.kr. 45 5.815.505.745 0,02% 0,90% 135-145 m.kr. 35 4.877.466.134 0,02% 0,76% 145-155 m.kr. 27 4.046.272.890 0,01% 0,63% 155-165 m.kr. 24 3.844.052.852 0,01% 0,60% 165-175 m.kr. 24 4.066.326.646 0,01% 0,63% 175-185 m.kr. 16 2.876.012.693 0,01% 0,45% 185-200 m.kr. 22 4.202.104.227 0,01% 0,65% 200-250 m.kr. 42 9.155.956.669 0,02% 1,42% 250-300 m.kr. 21 5.767.255.050 0,01% 0,89% 300-350 m.kr. 17 5.530.777.486 0,01% 0,86% 350-400 m.kr. 8 2.989.239.783 0,00% 0,46% 400-450 m.kr. 8 3.361.218.526 0,00% 0,52% 450-500 m.kr. 6 2.836.939.429 0,00% 0,44% 500-600 m.kr. 6 3.387.419.273 0,00% 0,52% 600-700 m.kr. 2 1.222.123.581 0,00% 0,19% 700-800 m.kr. 2 1.461.312.619 0,00% 0,23% 800-900 m.kr. 1 806.839.989 0,00% 0,13% 900-1000 m.kr. 2 1.904.255.511 0,00% 0,30% 1000-2000 m.kr. 6 9.250.727.916 0,00% 1,43% >2000 m.kr. 3 6.512.072.237 0,00% 1,01% Samtals 188.512 645.446.382.331 100% 100% ríkisábyrgð njóta 95,33 prósent innistæðueigenda ríkisábyrgðar ef mið er tekið af skattfram- tölum ársins 2009. Lilja Mósesdóttir, for- maður viðskiptanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt út úr nefndinni í gær, fimmtudag, og að allt bendi til að það verði klárað í þinginu fyrir vorið. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 12 fréttaskýring Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.