Fréttatíminn - 18.03.2011, Page 12
G
óðan dag! Ég ætlaði að taka út af
reikningunum mínum.“
„Hvað ætlar þú að taka út
mikið?“
„Bara svona einn og hálfan millj-
arð. Ég skil þá eftir 99 milljónir.“
Einhvern veginn svona hefði samtal á milli
íslensks einstaklings og starfsmanns í bank-
anum, þar sem hann er í viðskiptum, getað
hljóðað í byrjun janúar 2010, samkvæmt gögnum
sem Fréttatíminn hefur undir höndum og sýna
bankainnistæður Íslendinga samkvæmt skatta-
framtali ársins 2009. Níu aðilar, átta hjón og
einn einhleypingur, áttu meira en einn milljarð
í bankainnistæðum samkvæmt skattaframtali
2009. Þrenn hjónanna eiga meira en tvo milljarða
í bankainnistæðum, samtals 6,5 milljarða. Fimm
hjón og einn einhleypingur áttu á bilinu einn til
tvo milljarða í banka og þar af á einhleypingurinn
rétt tæplega 1,6 milljarða. Samtals áttu aðilarnir
sex 9,3 milljarða. Alls áttu 188.500 aðilar samtals
645,4 milljarða í innistæðum í árslok 2009. Lang-
flestir áttu innistæður undir fimmtán milljónum
króna eða rúm 95% innistæðueigenda.
Samkvæmt neyðarlögunum sem sett voru
tryggir íslenska ríkið allar innistæður í íslensk-
um bönkum. Það hefur þýtt að íslenskir fjár-
magnseigendur hafa frekar haft tilhneigingu
til að geyma peninga inni á bankabók heldur en
fjárfesta í hluabréfum eða skuldabréfum. Í fyrra-
sumar var boðað frumvarp frá ríkisstjórninni þar
sem kveðið var á um innistæðutryggingu ríkisins
að hámarki hundrað þúsund evrur eða um fimm-
tán milljónir íslenskra króna. Helga Jónsdóttir,
ráðuneytisstjóri efnahags- og viðskiptaráðuneyt-
isins, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé
til meðferðar hjá viðskiptanefnd. „Við teljum að
þetta skipti miklu máli til að tryggja og afmarka
þá sem njóta ríkisábyrgðar. Skilgreiningin sam-
kvæmt okkar drögum eru almennir innistæðu-
eigendur en ekki fjárfestar. Við leggjum mikla
áherslu á að þetta verði afgreitt á þessu þingi en
það er best að ræða við Lilju Mósesdóttur [for-
mann viðskiptanefndar innsk. blm.] um það,“
segir Helga. Miðað við tillögur um 15 milljóna
Níu Íslendingar áttu
meira en milljarð í banka
Áttu samtals 15,7 milljarða inni í bönkunum í árslok 2009. Innistæðurnar eru enn ríkistryggðar samkvæmt neyðarlögum.
=
Meðaltalsinneign þúsund Íslendinga
jafnaðist á við inneign einna hjóna af þeim
þrennum sem áttu yfir tvo milljarða í
bankainnistæðum í lok árs 2009.
Lilja Mósesdóttir vonast til að nýtt frumvarp um innistæðutryggingar verði klárað á þessu vori. Ljósmynd/Hari
Innistæður Íslendinga í árslok 2009
Fjöldi Fjárhæð % fjöldi % fjárhæð
<15 m.kr. 179.713 281.720.725.016 95,33% 43,65%
15-25 m.kr. 4.172 79.849.480.176 2,21% 12,37%
25-35 m.kr. 1.778 52.244.228.933 0,94% 8,09%
35-45 m.kr. 877 34.730.062.835 0,47% 5,38%
45-55 m.kr. 572 28.380.224.392 0,30% 4,40%
55-65 m.kr. 331 19.745.159.010 0,18% 3,06%
65-75 m.kr. 221 15.330.164.658 0,12% 2,38%
75-85 m.kr. 186 14.864.061.517 0,10% 2,30%
85-95 m.kr. 130 11.622.420.425 0,07% 1,80%
95-105 m.kr. 102 10.201.181.076 0,05% 1,58%
105-115 m.kr. 66 7.230.778.982 0,04% 1,12%
115-125 m.kr. 47 5.614.016.055 0,02% 0,87%
125-135 m.kr. 45 5.815.505.745 0,02% 0,90%
135-145 m.kr. 35 4.877.466.134 0,02% 0,76%
145-155 m.kr. 27 4.046.272.890 0,01% 0,63%
155-165 m.kr. 24 3.844.052.852 0,01% 0,60%
165-175 m.kr. 24 4.066.326.646 0,01% 0,63%
175-185 m.kr. 16 2.876.012.693 0,01% 0,45%
185-200 m.kr. 22 4.202.104.227 0,01% 0,65%
200-250 m.kr. 42 9.155.956.669 0,02% 1,42%
250-300 m.kr. 21 5.767.255.050 0,01% 0,89%
300-350 m.kr. 17 5.530.777.486 0,01% 0,86%
350-400 m.kr. 8 2.989.239.783 0,00% 0,46%
400-450 m.kr. 8 3.361.218.526 0,00% 0,52%
450-500 m.kr. 6 2.836.939.429 0,00% 0,44%
500-600 m.kr. 6 3.387.419.273 0,00% 0,52%
600-700 m.kr. 2 1.222.123.581 0,00% 0,19%
700-800 m.kr. 2 1.461.312.619 0,00% 0,23%
800-900 m.kr. 1 806.839.989 0,00% 0,13%
900-1000 m.kr. 2 1.904.255.511 0,00% 0,30%
1000-2000 m.kr. 6 9.250.727.916 0,00% 1,43%
>2000 m.kr. 3 6.512.072.237 0,00% 1,01%
Samtals 188.512 645.446.382.331 100% 100%
ríkisábyrgð njóta 95,33 prósent
innistæðueigenda ríkisábyrgðar
ef mið er tekið af skattfram-
tölum ársins 2009.
Lilja Mósesdóttir, for-
maður viðskiptanefndar,
segir að málið hafi verið
afgreitt út úr nefndinni
í gær, fimmtudag, og
að allt bendi til að það
verði klárað í þinginu
fyrir vorið.
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
12 fréttaskýring Helgin 18.-20. mars 2011