Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 24
V iljið þið halda áfram eða sleppa?“ Lækninum var alvara, það var spurning hvað ungu foreldrarnir, Sigrún Óskarsdóttir, 18 ára, og Óli Ásgeir Stueland Keransson, 23 ára, vildu gera. Halda áfram að hafa nýfætt barn sitt í vélum og halda í því lífinu – sem kannski yrði ekki nema tvö ár – eða sleppa og leyfa honum að sofna. Svarið var auðvelt: Halda áfram. Sigrún og Óli eru foreldrar Kerans sem varð tveggja ára á þriðjudaginn var. Á meðgöngunni var allt eðlilegt og ungu foreldrarnir spenntir að eignast sitt fyrsta barn. Strax við fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu. Félagsvera sem elskar fólk Á afmælisdegi Kerans, þegar ég kom í heimsókn, var heimilið skreytt með blöðrum um allt. Blöðrur með áletruninni 2ja ára í öllum regnbogans litum, en litli afmælisdrengurinn var ekki heima því þetta var hans vika í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir lang- veik börn. Það var þó ekki svo að ekki væri haldið upp á afmælið – Sigrún og Óli höfðu tilkynnt að það yrði opið hús sunnudaginn 13. mars og til þeirra mættu sjötíu manns! „Þetta var eins og fermingarveisla,“segir Óli. „Keran er svo mikil félagsvera að hann elskar að vera umkringdur fólki. Klukkan sex um daginn hélt ég að hann væri orðinn þreyttur en það var nú aldeilis ekki – hann hefði alveg þegið að hafa gestina í tvo tíma í viðbót.“ Gleði og sorg til skiptis En við förum tvö ár aftur í tímann, að þeirri stundu sem Keran leit dagsins ljós á fæðingardeild Landspítalans: „Hann hreyfði sig ekkert þegar hann fæddist og var með krepptar hendur,“ segja þau. „Það var kallaður til barnalæknir og í fyrstu var talið að barnið vantaði sykur. Það var farið með hann upp á vökudeild og honum gefinn sykur í æð, en það hafði ekkert að segja. Í tæpan mánuð vissum við ekkert hvað var að. Læknarnir voru með ýmsar kenningar en loks var tek- ið úr honum blóð og sent til útlanda í rannsókn. Þeir voru greinilega komnir með grun um hvað væri að, en vildu ekkert segja okkur fyrr en þeir væru alveg vissir.“ Keran fékk að koma heim eftir fjóra daga og var heima í tíu daga. Hann var skírður 22. mars en daginn eftir var hann hættur að drekka og þurfti að fara á spítalann aftur. „Hann tók reyndar aldrei brjóst en var hörkuduglegur að sjúga úr pela og nota snuð. Þegar hann hætti að drekka fékk hann sondu í nefið sem hann var með í einhvern tíma. Hann fékk svo að fara heim eftir viku, tíu daga – og ein- hvern veginn á einni nóttu hvarf allur þróttur úr honum.“ Óli segir þetta hafa verið gríðarlega erfiðan og skrýtinn tíma. „Við héldum auðvitað, eins og allir foreldrar, að við værum að fara að eignast heilbrigt barn,“ segir hann og það vottar fyrir sorg í rödd hans. „Þetta var rússíbani; við fengum von, hún var tekin af okkur aftur, svo kom aftur von og svona gekk þetta vikum saman. Við vorum glöð og sorgmædd til skiptis.“ Grétu tvö ein og fengu engan stuðning Þegar ég spyr hvort þau hafi ekki fengið mikinn stuðning á spítalanum svara þau nánast í kór: „Nei, stuðningurinn gleymdist alveg hvað okkur varðar. Sérstaklega þegar við fengum að vita greininguna. Við vorum inni á skrifstofu yfirlæknis vökudeildar og með honum var tauga- læknir. Þar var okkur sagt að Keran væri með sjúkdóm sem heitir SMA1, sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdóm- ur. Þeir útskýrðu fyrir okkur hvernig sjúkdómurinn lýsti sér og hverjar lífs- líkurnar væru. Svo spurðu þeir okkur þessarar spurningar: „Viljið þið halda áfram eða sleppa?“ Við ákváðum samstundis að halda áfram. Svo fóru læknarnir og við sátum þarna tvö og grétum og enginn kom og talaði við okkur. Við höfðum aldrei getað ímynd- að okkur að þetta væri jafn alvarlegt og raun bar vitni. Okkur var sagt að það væri gott ef hann næði tveggja, þriggja ára aldri, en lífslíkur barna með þennan sjúkdóm eru að lengjast með tilkomu fullkominna tækja sem þau eru tengd við allan daginn. Eins og Keran er í dag, þá horfum við alveg bjartsýn fram á næstu tvö árin.“ Tveimur dögum eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra væri með ólæknandi sjúkdóm bauðst þeim að tala við djákna Landspítalans. „Þá vorum við orðin svo reið að við afþökkuðum það,“ segir Óli. „Þá var líka öll fjölskyldan komin, foreldrar mínir að vestan og foreldrar Sigrúnar og við fengum allan þann stuðning sem við þurftum frá þeim. Stuðning- urinn hefði átt að koma strax og við hefðum auðvitað átt að fá áfallahjálp því hvað er meira áfall en að heyra að nýfædda barnið manns geti kannski bara lifað í tvö ár?“ Sumarfríið sem varði í einn dag Óli segir að fyrsta árið hafi verið mjög erfitt. „Í fyrstu bjuggum við hjá foreldrum Sigrúnar á þriðju hæð í blokk og það var gríðarlega erfitt að bera Keran þangað með öllu því sem fylgir honum; soginu, öndunarvél, sérhannaðri kerru og öðru slíku. Svo fengum við íbúð í Engihjalla, en þar voru tröppur niður og við þurftum að bera vagninn upp og niður tröppurnar og þar voru þrösk- uldar um alla íbúð. Svo leituðum við eftir góðu húsnæði og Kópavogsbær brást fljótt og vel við og útvegaði okkur þessa íbúð hérna, sem er kjörin í alla staði. Fyrsta árið var Keran alltaf að falla í súrefnismettun, mjög slæm föll og við vorum endalaust að hringja eftir sjúkrabíl. Þeir kunnu auðvitað ekkert á Keran svo við gerðum allt sem gera þurfti; þeir voru bara bílstjórarnir okk- ar! Hann hefur farið mjög oft í sjúkra- bíl og einu sinni með sjúkraflugi.“ Það var sumarið sem þau ætluðu í ferðalag eins og „normal“ fjölskylda, eins og þau orða það. „Mamma og pabbi leigðu sér hús á Akureyri og við fórum í heimsókn til þeirra,“ segir Sigrún. „Keran var mjög þreyttur eftir ferðalagið, þótt við stoppuðum mjög oft á leiðinni, og um kvöldið vaknaði hann og hafði fallið í mettun. Við rukum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri og þar var honum gefið súrefni. Klukkan fimm um morguninn gerðist þetta aftur og þá var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var á Barnaspítalanum í fimm, sex vikur.“ Þau eru með mælitæki í íbúðinni sem sýna súrefnismettun og púls og þau segjast vera farin að þekkja hann svo vel að þau sjái á honum þegar eitt- hvað slæmt sé í nánd. „Við sjáum á tækin úr svefnherberg- inu okkar og þá pípir það hástöfum þannig að við getum alltaf komið honum til bjargar,“ segja þau. Þau segja að þau þrjú börn á Íslandi sem eru með þennan sjúkdóm séu öll með hann á misjöfnu stigi. „Keran getur aðeins hreyft tvo fing- ur og við vitum ekki hvort þetta eru ósjálfráðar hreyfingar eða hvort hann getur þetta virkilega. Við þekkjum hann svo vel að við sjáum bara í aug- unum hans hvernig honum líður. Hann getur ekkert hreyft sig og getur hvorki hreyft tungu né kjálka. Hann var far- inn að segja óskýrt „mamma og pabbi“ „Viljið þið halda áfram eða sleppa?“ Það er örugglega stærsta og erfiðasta ákvörðun hvers foreldris að ákveða hvort halda eigi lífi í barni þeirra eða ekki. Ákvörðun sem fæstir foreldrar þurfa að taka – en hvað gerir kornungt fólk þegar slík spurning er borin upp við það? Anna Kristine heimsótti foreldra Kerans Stue­ land Ólasonar sem er haldinn ólæknandi hrörnunarsjúkdómi. Þetta var rússíbani; við fengum von, hún var tekin af okkur aftur, svo kom aftur von og svona gekk þetta vikum saman. Við vorum glöð og sorgmædd til skiptis. Framhald á næstu opnu Að sjálfsögðu hefðum við aldrei tekið þá ákvörðun að láta hann deyja en þetta er svo sem réttmæt spurning því það var ekki bara verið að leggja á okkur, heldur á hann líka.“ 24 viðtal Helgin 18.­20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.