Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 30
E rfiðir tímar kalla oft á erfiðar ákvarðanir. Stundum er ekki ljóst hvort ein ákvörðun er betri en önnur. Það þarf samt að taka ákvörðun eða taka enga ákvörðun, sem er líka ákvörðun. Jared Diamond skrif- aði bókina Collapse – How Societies Choose to Fail or Survive, sem segir meðal annars hetjusögu af Íslending- um í baráttunni við land og veðráttu. Diamond segir sögu um eyjarskeggja nokkra á Páskaeyjunni sem hjuggu niður regnskóga og tortímdu sjálfum sér þar sem þeir voru háðari skóginum en þeir gerðu sér grein fyrir. Diamond velti því fyrir sér hvað sagt hafi verið þegar eyjaskeggjar voru að fella síðasta tréð. Eftirfarandi eru nokkrar til- gátur: „Þetta er MITT tré, MÍN eign! Ég get gert það sem ég vil við það“; „Áhyggjur af umhverfinu eru ýktar, við þurfum frekari rannsóknir“; „Þið þurfið einungis að trúa, guð mun hugsa um sína.“ Tilgátur Diamonds um yfirlýsingar eyjarskeggja minna um margt á orðheppni Íslendinga – sögu- hetjur bókarinnar – í fjármálasögu síðustu missera. Íslendingar eru líka eyjarskeggjar. Umræðan um síðasta tréð minnir líka á umræður um framtíð Íslands. Sumir virðast vera búnir að slá eign sinni á landið og ætla að byggja sér minnisvarða úr síðasta trénu; aðrir vilja snúa sér í hringi í nafni rannsókna og vísinda og loks eru það þeir sem eru hættir að hugsa og segja: „Þetta reddast.“ Allt eru þetta ákvarðanir á ögurstund. Kannski eru þetta ákvarðanir byggðar á skammsýni og fáfræði. Í skjóli trésins verður að rækta nýja framtíð. Það er í sjálfu sér ekki umræðan um síðasta tréð sem veldur hugarangri ákvörðunartaka um þessar mundir heldur öllu heldur síðasti þúsundkall- inn eða síðasta milljónin. Þegar pen- ingar eru af skornum skammti verður að velja hvað á að gera við þær krónur sem eru til skiptanna. Sumir segja að Íslendingar eigi að eyða síðustu krónunum í fjárfrekar framkvæmdir, sem jafnvel myndu fá John Maynard Keynes til að snúa sér við í gröfinni í ljósi þess hvernig hagkerfi hafa breyst frá „kreppunni miklu“. Aðrir segja að við eigum að eyða krónunum í að verja það sem við höfum, þann lífsstíl sem við þekkjum – af hverju að borða brauð ef við getum fengið kökur? Enn aðrir segja að við eigum að geyma þúsund- kallinn undir koddanum. Þetta eru allt ákvarðanir sem varða hagsæld þjóðar til skemmri og lengri tíma. Síðasti eyjarskeggi Páskaeyjunnar myndi hins vegar hugsa öðruvísi að fenginni reynslu. Hann myndi segja að við ættum að eyða síðasta þúsundkallinum í að fjárfesta í framtíðinni, til að rækta framtíðina. Ein leið til þess er að fjárfesta í nýsköpun og verðmæta- sköpun sem ekki er fjárfrek en getur skilað mörgum störfum og ágætum arði. Þó að fjárfesting í ört vaxandi fyrirtækjum sé áhættusöm er það fjárfesting í nýjum gróðri, nýjum blómum og græðlingum sem eiga eftir að rækta landið á ný. Það er fjárfesting í framtíð Ís- lands. Fjárfesting í framtíð Íslands Síðasti þúsundkallinn 30 viðhorf Helgin 18.-20. mars 2011 Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Í Fréttatímanum fyrir viku upplýsti Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari að embætti hans hefði ekki burði til að annast lögbundið eftirlit með símahlerunum lögreglunnar. Ástæðan er einföld. Embætti ríkissaksókn- ara hefur hvorki mannskap né fjármuni til að sinna eftirlitshlutverki á þessu sviði, né ýmsum öðrum, eins og því er ætlað. Sagði Valtýr jafnframt frá því að embætti hans hefði sent innanríkisráðuneytinu mörg bréf til að vekja athygli á þessari stöðu. Hreinskilnisleg svör ríkissaksóknara um þennan vanda eru til mikillar fyrirmyndar. Innanríkisráðherra og lög- reglan berjast nú fyrir rýmk- uðum rannsóknarheimildum. Í þeirri umræðu er grundvall- aratriði að vandlega sé farið ofan í saumana á því hvernig löggæslan fer með þær heim- ildir sem hún hefur nú þegar. Upplýsingar Valtýs sýna að mikið vantar upp á að þar sé allt eins og það á að vera. Rétt rúm tvö ár eru liðin síðan ný lög gengu í gildi þar sem ríkissaksóknara var falið eftirlitshlutverk með símahlerunum lögreglunnar og öðrum rannsóknaraðgerð- um sem skerða friðhelgi fólks. Verkefnið fékk embættið vegna þess að réttarfars- nefnd, sem endurskoðaði lögin um meðferð sakamála, taldi „verulegan misbrest“ hafa orðið á því að lögreglustjórar sinntu þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga, að lokinni rannsókn, um að þeir hefðu verið beittir símahlerunum. Aðkoma ríkissaksóknara átti að „tryggja að tilkynningarskyldan verði virt í framtíðinni“ eins og það var orðað í at- hugasemdum réttarfarsnefndarinnar. Nú hefur það hins vegar verið upp- lýst í Fréttatímanum að engin trygging er fyrir því að bætt hafi verið úr fyrrnefndum verulegum misbresti. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa að innanríkisráðherra hafi frumkvæði að því að láta vinna vandaða úttekt á starfsháttum lögreglunnar áður en lengra er haldið í því að rýmka rannsóknar- heimildir hennar. Valtýr Sigurðsson hefur gert áframhald- andi umræðu um þetta mál mikinn greiða með hreinskilni sinni. Hann lætur brátt af störfum og er því ef til vill í annarri stöðu en ýmsir aðrir embættismenn þegar kemur að því að ræða hvernig stofnanir þeirra eru í stakk búnar til að sinna þeim verkefnum sem eru á þeirra könnu. Stjórnmálamenn landsins fara með fjár- veitingarvaldið og ef þeir láta ekki aukið fé fylgja auknum verkefnum sem þeir leggja á embætti stjórnkerfisins er auðvitað ekki víst að þeim verði sinnt af neinu viti. Sú varð raunin með vanmáttugt Fjármálaeftirlitið sem stóð andspænis tröllauknu bankakerfi á sínum tíma. Eins og í tilviki ríkissaksóknara voru lagaákvæðin um eftirlitsskylduna af- dráttarlaus. Raunveruleikinn var svo einhver allt annar. Veikburða stjórnsýsla Hreinskilni Valtýs Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Í Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klaks — Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnu- lífsins og stjórnarformaður Sprotaþings Íslands Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa að innan- ríkisráðherra hafi frumkvæði að því að láta vinna vandaða úttekt á starfsháttum lögreglunnar áður en lengra er haldið Fært til bókar Varla var það Tom Jones? „Ég hef í raun ekki fengið neinar hald- bærar skýringar á því hvers vegna SFO [Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar] leitaði eftir því að spyrja mig um mál sem ekki tengdust starfi mínu hjá KSF [Kaupthing Singer&Friedlander].“ Svo segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri KSF, í yfirlýsingu þar sem hann hafnar því að rannsókn SFO beinist að þeim hluta Kaupþingssamstæðurnnar sem hann stýrði. Það er því ekki ljóst að hverju efnahagsbrotadeildin var að leita. Tæplega var það sá samningur sem gerði Ármann frægan á Íslandi á sínum tíma, þ.e. að fá stórsöngvarann Tom Jones til að syngja í áramótapartíi. Ármann er raunar laus við mörg vandamál sem fylgdu nýríkum bankamönnum á sínum tíma. Í bók sem hann gaf út um íslenska viðskiptalífið sagði hann m.a. að ýmis vandamál hefðu komið upp gagnvart starfsfólkinu: „Bílstjórinn var latur, heimilshjálpin þreif illa og barn- fóstran ætlað aldrei að vakna á morgnana. Börnin kvörtuðu undan því að vera alltaf að ferðast til staða eins og Courchevel, St. Tropez og Dubai og vildu frekar vera heima og fara út að hjóla. Val á vínum olli nú heilabrotum. Nokkrum árum áður drukku allir gin og tónik. Nú þótti hallæris- legt að drekka rauðvín sem var yngra en maður sjálfur.“ 2007 hvað? Miðar á tónleika gömlu brýnanna í Eagles í Laugardalshöllinni í júní seldust grimmt eftir að sala hófst í fyrradag, en tíu þúsund miðar eru í boði. Tvenns konar verð er á miðunum, 19.900 krónur og 14.900 krónur. Dýrari miðarnir ku hafa runnið út á fáum mínútum, að því er greint var frá í fréttum. Það kostar því um 40 þúsund krónur fyrir par að hlusta á rokksveitina fornfrægu. Miðar á alla þá tónleika sem í boði eru í Hörpunni, eftir að það mikla musteri verður tekið í gagnið, hafa enn fremur runnið út. Bætt hefur verið við aukatónleikum til þess að anna eftirspurn. Það er óneitanlega svolítill 2007 stæll á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.