Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 26
en það er alveg horfið. Fyrsta eina og hálfa árið var bara afturför frá því hvernig hann var eftir fæðingu. Á einu kvöldi hvarf allt. Við vorum viðbúin þessu en auðvitað var það sárt. Hann reynir að anda sjálfur en það er útilokað að hann geti það. Ég set hann bara strax í öndunarvél til að hann kveljist ekki,“ segir Sigrún. „Ég prófaði að láta hann anda sjálfan, en horfði á súrefnismett­ unina hrapa svo að mér finnst það ekki þess virði.“ „Hættir að vera fatlaður á sunnudögum“ Heimilið ber þess engin merki að þar búi alvarlega veikt barn. Það er aðeins í herbergi Kerans sem sjá má að þar býr ekki heilbrigt tveggja ára barn. Samt er allt þar í litum og leikföngum, teikningum sem Keran hefur verið hjálpað að gera, afar hlýlegt herbergi og það er ekki fyrr en Sigrún sýnir mér skúffurn­ ar sem merktar eru með „næringar­ slöngur“ og öðru slíku, sem sjá má að þau eru við öllu búin. Rúmið er rafmagns­sjúkrarúm, enda mikið stjan í kringum litla herrann, eins og Sigrún segir. Dagar þessarar ungu móður, sem verður 21 árs í næsta mánuði, eru því harla ólíkir þeim dögum sem flestir jafnaldrar hennar eiga. „Hver dagur byrjar á því að ég leyfi honum að vakna almennilega, soga upp úr honum og þrisvar í viku fer hann í bað. Hann elskar að vera í baði og við heimahjúkrunar­ konan hjálpum honum að busla með því að hreyfa hendurnar á honum og leyfa honum að sulla yfir okkur. Það finnst honum ótrúlega skemmtilegt! Suma daga nennir hann ekki að vera í baði, en þá þvo­ um við honum, setjum handklæði við hálsinn á honum og leyfum hon­ um að liggja bara í heitu vatninu og slaka á. Heimahjúkrunin kemur sex daga vikunnar...“ Og hér grípur Óli inn í kaldhæðn­ islega: „Vegna þess að hann hættir að vera fatlaður á sunnudögum! Ís­ lenska heilbrigðiskerfið er þannig að maður þarf stöðugt að ýta á eftir hlutunum. En það sem kannski hefur breyst er að hann er ekki að falla eins í súrefni á daginn og hann gerði áður og það er alveg nýtt. Það er mikil áreynsla fyrir hann að anda; þá er sett gríma yfir nef og munn og sogað harkalega upp úr honum. Hann hatar bókstaflega þessa vél, hann fer að gráta þegar hann sér hana. Það sorglega er að það eru bara til tvær auka­hósta­ vélar á Íslandi og það er vegna þess að lítil stúlka sem var ógreind, en þurfti á slíkri vél að halda, lést í fyrra. Ef þessi vél bilar hjá okkur er spurning hvort hann hreinlega myndi lifa það af. Þessi börn þurfa tvær svona vélar á heimili því þetta eru vélarnar sem halda í þeim líf­ inu.“ Hvíldarvika í Rjóðrinu Líf þessara ungu hjóna breytist að miklu leyti þegar Keran er í Rjóðr­ inu. „Hann elskar að vera í Rjóðrinu því þar eru aðrir krakkar. Hér er hann bara einn með okkur og honum finnst tilbreytingin góð. Við höfum farið með hann vestur á Pat­ reksfjörð til foreldra minna, en það þarf alltaf mikinn viðbúnað áður og að læknarnir á staðnum geti und­ irbúið sig. Það fylgir honum mikið af „dóti“ og við þurfum stóran bíl. Við höfðum auðvitað ekki efni á flottum bíl; ég vinn úti en Sigrún er heima með Keran allan daginn, alla daga. Ég keypti því þennan sendi­ ferðabíl,“ segir Óli og sýnir mér bíl sem stendur fyrir utan. „Hann er bara ekki með miðstöðina í lagi svo við þurfum að bjarga því. En þegar Keran er í Rjóðrinu förum við í keilu og bíó og út að „djamma“ – allt það sem „venjulegt“ fólk gerir.“ Vantar manneskju í liðveislu Auk heimahjúkrunar frá kl. 10 til 13 á daginn eiga þau rétt á liðveislu og geta því farið í bíó eða skroppið út á kvöldin ef þau langar. „Okkur vantar liðveislu núna fyrir maíbyrjun því sú sem er hjá okkur á von á barni. Við erum búin að leita og leita en það virðist eng­ inn vilja eða treysta sér í þetta,“ segir Óli og Sigrún bætir við: „Ein ætlaði að koma á mánudag­ inn í síðustu viku en er ekki komin enn. Fjórar konur hringdu og ég er búin að bíða eftir þeim í marga mánuði. Það þarf ekkert fagfólk í þetta, bara manneskju sem hefur skilning á þessum sjúkdómi því það er auðvelt að læra á þessi tæki.“ Haldið þið að fólk sé ekki bara hrætt við að það geri eitthvað rangt? „Jú, örugglega,“ segja þau. „Ef hann fer í súrefnisfall er fólk auðvit­ að hrætt við að klúðra hlutunum.“ En þið voruð ekkert spurð, ykkur var bara kastað út í þetta erfiða hlutverk – orðin nánast læknar 18 og 23 ára. „Jú, við vorum reyndar spurð eins og við sögðum áðan: hvort við vildum halda áfram eða sleppa. Að sjálfsögðu hefðum við aldrei tekið þá ákvörðun að láta hann deyja en þetta er svo sem réttmæt spurning því það var ekki bara verið að leggja á okkur, heldur á hann líka. En já, það má segja að við höfum allt í einu verið komin í hlutverk sem okkur hefði aldrei órað fyrir.“ Draumarnir sem dóu Þau segja að vissulega hafi margir draumar dáið við að eignast svona mikið veikt barn. „Ég hafði séð okkur feðgana fyrir mér fara saman í veiði, tjald­ ferðalög, spila fótbolta og fleira sem feðgar gera saman,“ segir Óli. „Það var erfitt að sætta sig við að ekkert af þessu myndi rætast með Keran. Hann yrði alltaf tengdur vélum og við vissum ekki hversu lengi við fengjum að hafa hann.“ „Ég ætlaði að sýna honum heim­ inn og fara með hann í ferðalög,“ segir Sigrún. „Maður reiknar bara ekki með öðru en að eignast heil­ brigt barn – en enginn veit hver er næstur og maður tekur því sem að höndum ber.“ Þau segja Keran mikla félags­ veru, hann sé glaður miðað við lífsgæði og hlæi mikið þegar hann heyri fólk hlæja. Svo hefur hann gaman af að horfa á sjónvarp, „á veðurfréttir og fótbolta!“ segja þau hlæjandi. Sjónvarpið er eina af­ þreyingin sem hann hefur og hann gefur frá sér hljóð þegar hann vill láta skipta um stöð! Hann er mjög ákveðinn og veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann á iPad sem iPhone. is á Íslandi gaf honum, snertiskjá sem hann getur ýtt á eftir að við höfum stillt hendurnar á honum þannig.“ Og, góðir lesendur, gleðifréttir í lokin! Styrktartónleikar voru haldnir fyrir Keran í fyrradag en fyrir þeim stóð Ásthildur Hannesdóttir, fyrrum samstarfsfélagi Sigrúnar í Inter­ sport, sem langaði að gera eitthvað fyrir Keran. „Við komum ekkert nálægt tónleikunum. Ég þekki Ásthildi lítið sem ekkert en hún hringdi og spurði hvort hún mætti ekki gera þetta fyrir Keran og við þáðum það.“ Þeim sem vilja hjálpa þessari fjölskyldu að eignast betra líf er bent á styrktarreikninginn sem er á nafni Kerans: 0331­13­700426, kt. 150309­2710. Og gleðifréttir í lokin: Keran á von á systkini í byrjun maí. Þau segja að þetta hafi nú ekki átt að gerast og ég segi að þau hefðu þá bara átt að sleppa kynlífi og eftir mikinn hlátur segir Sigrún: „Jú, ég var vissulega hrædd þeg­ ar ég uppgötvaði að ég var ófrísk,“ segir Sigrún. „Þótt ég sé gríðarlega mikið á móti fóstureyðingum, hug­ leiddum við bæði fóstureyðingu ef þetta barn væri með þennan eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég er búin að láta rannsaka allt, fara í þrívíddarsónar, fylgjusýnatöku, at­ huga hvort eitthvað sé að, en það er allt eðilegt. Og já, við vitum kynið, en ætlum ekki að tilkynna það í Fréttatímanum!“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is Hann elskar að vera í Rjóðrinu því þar eru aðrir krakkar. Hér er hann bara einn með okkur og honum finnst til- breytingin góð. 26 viðtal Helgin 18.-20. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.