Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 54
Myndaalbúm fjölmiðlafólks Fjölmiðlarisinn 365 lagði eina hæð á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut undir árshátíð sína þar sem boðið var upp á ýmsa skemmtun í herbergjum hótelsins. Árshátíð þessi hefði að öllum líkindum farið fram hjá landslýð ef fréttavefur fyrirtækisins, www.visir.is, hefði ekki gert gleðinni rækileg skil en þar voru birtar rúmlega 260 myndir úr gleðskapnum þar sem meðal annars mátti sjá framkvæmda- stjórann Ara Edwald, Ólaf Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, Ásgeir Kolbeins, Auðun Blöndal og aðra minni spámenn skemmta sér konunglega. Vinjettur til höf- uðs neikvæðni Fagurkerinn og vinjettu- höfundurinn Ármann Reynisson ætlar að leggja til atlögu við þá þrúgandi neikvæðni sem legið hefur yfir landinu með vinjettuhátíð í Þorláks- höfn á sunnudaginn. Ármann hefur haldið vinjettuhá- tíðir á 20 stöðum víða um land og segir þær í anda kvöldvökunnar sem „haldin var á Íslandi í 1000 ár en lagðist af á 20 öld. Hátíðin á sunnudaginn stendur frá 16 til 18 og þar les Ármann upp úr verkum sínum ásamt Leikfélagi Ölfuss og nemendum úr Grunnskóla Þorlákshafnar. Efnilegir nemendur úr Tónlistarskóla Árnessýslu annast tónlistarflutning. M arta María er ekki í nokkrum vandræðum með að réttlæta stórveisluna sem hún býður til á laugardagskvöld þar sem tíu ár eru liðin frá því hún byrjaði að starfa við fjölmiðla með pistlaskrifum um tísku á vefnum Strik.is sem heyrir nú sögunni til. „Um þessar mundir er liðinn áratugur frá því ég byrjaði í blaðamennsku og mig langaði bara að skála og dansa með vin- konum mínum.“ Marta María lagðist í andlegan rann- sóknarleiðangur með nokkrum bestu vinkonum sínum í ársbyrjun og komst að því að hún ætti að syngja og dansa meira. „Mér er ráðlagt að sleppa fram af mér beislinu í söng og dansi.“ Og það ætlar tískulöggan svo sannar- lega að gera í góðra vinkvenna hópi. „Mér finnst bara ekki vera neitt partí nema það sé dansað,“ segir Marta sem hefur leigt hljóðkerfi fyrir gleðskapinn sem hún heldur heima hjá sér. Vinkonuhópur Mörtu er stór og ætla má að stelpurnar muni fara með himin- skautum í dansi og fjörlegum samræðum enda dömurnar ekki þekktar fyrir annað, en til veislunnar mæta meðal annarra fjölmiðlakonurnar Vala Matt, Ellý Ár- manns, Kolbrún Pálína Helga- dóttir og Friðrika Geirsdóttir. Rithöfundurinn Tobba Mar- inós lætur sig heldur ekki vanta frekar en Helga Ólafs fatahönnuður, Stein- unn Vala skartgripahönnuður og Sigga Heimis iðnhönnuður, Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Þetta eru allt konur sem mér þykir rosalega vænt um,“ segir Marta sem ætlar ekkert að skipuleggja kvöldið of mikið, heldur leyfa andanum í hópnum að stjórna ferðinni. Líklega myndu fáir karlmenn slá hendinni á móti því að fá að spóka sig í þessum magnaða hópi kvenna en Marta María er hörð á því að hér sé um „gellupartí“ að ræða og karlmenn eru ekki velkomnir. Hún tekur þetta alla leið og ætlar að vísa eiginmanni sínum og tveimur sonum á dyr. „Þeir eru annað hvort á leiðinni upp í sumarbústað eða í afplánun hjá tengdaforeldrunum,“ segir Marta og skellihlær.  Marta sMarta Hækkar allt í botn Fagnar með flottum vinkonum Marta María Jónasdóttir, aðstoðar- ritstjóri Pressunnar, hefur ekki haldið almennilegt partí fyrir vinkonur sínar frá því hún hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Hún ætlar að blása til allsherjar gelluveislu á laugardaginn og dansa og kjafta frá sér allt vit með vinkonum sínum sem allar eru þekktar fyrir glæsileik og hæfileika á ýmsum sviðum sköpunar og fagurfræða.  Party Zone Þúsundasti Þátturinn á leið í loftið Fólk hættir aldrei að dansa f élagarnir Helgi Már og Kristján Helgi eru bún- ir að halda danstónlistarþætti sínum Party Zone úti í ís- lensku útvarpi í tvo áratugi og standa nú á þeim tímamótum að þúsundasti þátturinn fer í loftið á Rás 2 hinn 24. mars. Tveimur dögum síðar ætla strákarnir sér að fylla Laug- ardalshöllina í félagi við CCP og láta fjölda tölvuleikjanörda hrista skankana á lokahátíð EVE Fanfest. „Við byrjuðum í október árið 1990 á Útrás og þetta eru orðnar 170 vikur,“ segir Helgi Már. Eftir Útrás gerði þátturinn stuttan stans á Sólinni og átti svo stutt og líflegt skeið á Aðalstöðinni en fluttist síðan yfir á X-ið. „Þar vorum við í fimm ár og þetta var mikill uppgangstími. Við fylltum Tunglið þegar okkur sýnd- ist, gáfum út diskana okkar og byrjuðum að halda Party Zone -kvöldin. Við hættum svo á X-inu 1997 þegar stöð- in breytti um stefnu og varð rokkstöð.“ Þá lá leiðin á Mono 87,7 í skamma stund en eftir smá hlé fluttu þeir Helgi og Krist- ján þáttinn yfir á Rás 2 þar sem þeir hafa verið í 11 ár. Helgi segir engin þreytu- merki á þeim félögum enda engin hætta á að fólk staðni í danstónlistarbransanum. „Fólk hættir aldrei að dansa þannig að við getum haldið áfram svo lengi sem við höf- um gaman af þessu.“ -þþ Þrátt fyrir alls kyns háðsglósur á bloggi og Facebook-síðum er ljóst að gömlu kemp- urnar í hljómsveitinni The Eagles verða velkomnir gestir á klakanum í sumar. Miðar á tónleika sveitarinnar hafa rokið út og allar líkur eru á að miðarnir klárist fyrr en seinna. Miðar í forsölu kláruðust á tæpri klukkustund á miðvikudag og þegar almenn sala hófst á fimmtudag spændust miðarnir út. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu, sem flytur bandið inn, sá því nokkuð eftir peningum sem hann greiddi fyrir heilsíðu auglýsingu um miðasöluna á fimmtudag og gerði málið upp með bros- kalli og þessum orðum á Facebook-síðu sinni: „Tilgangslausasta heilsíða allra tíma ;)“. Aukatónleikar eru ekki inni í myndinni þannig að aðdáendur Dons Henley og félaga ættu ekki að draga lappirnar og tryggja sér miða í tæka tíð. Tilgangslaus auglýsing Þetta eru allt konur sem mér þykir rosalega vænt um. 54 dægurmál Helgin 18.-20. mars 2011 Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Marta María kann að gera góða veislu; sendir karlinn burt, pantar hljóðkerfi og hóar í góðar vinkonur í dans og kvennahjal. Sjónvarpskokkurinn Friðrika Geirsdóttir og ráðherrann Katrín Júlíusdóttir verða líklega frekar til fjörsins hjá Mörtu Maríu. Helga Má og Krist- jáni Helga líkar vistin í Efstaleitinu ágætlega en þeir vilja þó fá laugar- dagskvöldin sín aftur. „Við vorum einhverra hluta vegna færðir á fimmtudagskvöld,“ segir Helgi og segir öflugan þrýstihóp vera að myndast á Facebook þar sem hamrað er á kröfunni um laugardagana. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson Við fylltum Tunglið þegar okkur sýndist ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.