Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 31
Helgin 18.-20. mars 2011 www.hatidhafsins.is H :N m arkaðssam skipti / SÍA 4.–5. júní 2011 Taktu þátt í Hátíð hafsins! Stjórn Hátíðar hafsins auglýsir aðstöðu til sölu- eða kynningar- starfsemi á hátíðarsvæðinu. Einkum er óskað eftir aðilum sem selja listmuni og handverk, ýmislegt tengt hafinu, skipum, fiski og sjómennsku. Ekki verða leigð tjöld til sælgætissölu. Undanfarin ár hafa hátt í 20.000 gestir sótt hátíðina á Grand anum og notið fjölbreytilegrar dagskrár þar sem saman fer skemmtun, fróðleikur og keppni. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má nálgast á vef hátíðarinnar: www.hatidhafsins.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. STE INN ÓSK AR , JÓHANNES JÓHANNES SON OG ÓL AFU R ÁGÚ STS SON L A N D S L I Ð S - KO K K A R N I R TAK A VEL Á MÓTI ÞÉR Á SJÁVARKJALLARNUM S jávark ja l la r inn / Aðal s t ræt i 2 / 101 Reykjav í k / s ími 511 1212 K ynjahlutföll í fjölmiðlum eru langt frá því að vera jöfn þótt fjölmiðlar segist allir vera af vilja gerðir til að rétta hlutföllin. Lítið hefur breyst þrátt fyrir jafnrétt- isáætlanir og -lög. Nokkur undirrit- aðra hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að benda Agli Helgasyni á að ójafnvægis gæti milli kynjanna í Kilj- unni. Viðkvæðið er ávallt hið sama og svörin heldur loðin. Þegar Agli er bent á að fáar konur sjáist í þáttunum hans bendir hann á að svo gildi einn- ig um fleiri íslenska dagskrárliði, en yfir því kvarti enginn og hann nefnir að gamalt fólk sjáist sjaldan í sjón- varpinu og að hann bæti úr því með því að ræða við níræðan karlmann. Egill dregur tölur okkar um hlut- föll kynjanna í efa og segir að hlut- fallið sé mismunandi eftir þáttum. Hausatalningar eru ekki aðaláhuga- mál okkar og við krefjumst þess heldur ekki að hlutfall kynjanna sé hnífjafnt, það væri óraunsæ krafa. Okkur þótti samt við hæfi, fyrst tölurnar eru vefengdar, að fara yfir þáttafærslur Kiljunnar frá tíma- bilinu 13. nóv. 2007 til 28. apríl 2010, aðgengilegar á vef Ríkisútvarps- ins (http://dagskra.ruv.is/kiljan/ thattafaerslur/), tæplega 80 þættir. Færslurnar gefa yfirleitt góða mynd af því hverjir mættu í þættina og um hvað var rætt. Við töldum öll nöfn, nöfn rithöfunda og viðmælenda. Væru viðmælendur ævisagnarit- arar, var nafn þess sem skrifað var um einnig talið. Hjálparhellur Egils, Kolbrún, Páll og Bragi, voru ekki tekin með í reikninginn, en hafa má í huga að þar eru karlmenn einnig í meirihluta. Þegar upp er staðið eru hlutföll kynjanna skýr. Ef taka á þáttafærslur Kiljunnar alvarlega, er niðurstaðan sú að 77% þeirra sem fengu umfjöllun í 78 þáttum af Kilj- unni voru karlar. Konur 115 23% Karlar 391 77% Egill Helgason hefur tekið gagnrýni okkar nokkuð illa. Hann ýmist snýr út úr eða virðir okkur sem dirfumst að skipta okkur af því hvaða viðmæl- endur hann velur í sjónvarpssal ekki viðlits. Hann virðist hafa gleymt því að Ríkisútvarpið er enn í almenn- ingseigu og að eitt af aðalhlutverk- um þess er að þjóna borgurum lands- ins, okkur. Ríkisútvarpið á að þjóna þjóðinni eins og hún leggur sig, ekki bara karlkyns hluta hennar. Í ljósi dræmra undirtekta hans höfum við því brugðið á það ráð að spyrj- ast fyrir um það hjá dagskrárstjóra, Sigrúnu Stefánsdóttur, hvort það sé meðvituð ákvörðun hjá Ríkisútvarp- inu að hlutfall kvenna í Kiljunni sé jafnlágt og raun ber vitni. Svörin sem við fáum eru heldur fátækleg. Sig- rún Stefánsdóttir treystir Agli Helga- syni „til þess að gæta jafnvægis milli kynjanna eftir því sem mögulegt er hverju sinni“ (tölvubréf 10. mars 2011, kl. 17:56). Vegna þess að jafnréttis er ekki gætt hjá RÚV, sendi eitt okkar beiðni til Jafnréttisstofu um aðstoð við að nálgast jafnréttisáætlun RÚV. Þau svör bárust að nefnd væri að störf- um hjá RÚV við að endurskoða áætl- unina en að enn hefði Jafnréttisstofu ekki borist neitt frá nefndinni. Jafn- framt kveðst lögfræðingur Jafnrétt- isstofu vera sammála því að jafnrétt- is sé ekki gætt og að Jafnréttisstofa hafi bent RÚV á þetta. Efnistök og umfjallanir Kiljunnar gefa ekki rétta mynd af raunveruleg- um kynjahlutföllum í bókmenntum á Íslandi, hvorki þeirra sem lesa, né þeirra sem skrifa. Við teljum að ef einhver eigi að sjá til þess að jafnréttisstefnu Rík- isútvarpsins sé framfylgt þá sé það dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Við teljum að ef ritstjóri þáttar getur ekki framfylgt landslögum (Ríkisút- varpið er, sem allar aðrar stofnanir, bundið af jafnréttislögum) eða jafn- réttisstefnu Ríkisútvarpsins, þá sé hann ekki hæfur í starfið. Undirrituð eru áhugafólk um bókmenntir og jafnrétti. Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson Hildur Knútsdóttir Kristín Jónsdóttir Eiríkur Örn Norðdahl Erla Elíasdóttir Erna Erlingsdóttir Gerður Kristný Guðmundur Erlingsson Guðrún Dalía Salómonsdóttir Guðrún Elsa Bragadóttir Gunnþórunn Guðmundsdóttir Hallgrímur Helgason Hildur Lilliendahl Ingi Björn Guðnason Ingólfur Gíslason Ingunn Snædal Kristín Svava Tómasdóttir Lilja Sigurðardóttir Maríanna Clara Lúthersdóttir Páll Ásgeir Ásgeirsson Rósa Elín Davíðsdóttir Salka Guðmundsdóttir Vigdís Grímsdóttir Þórarinn Már Baldursson Þórdís Gísladóttir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Ævar Örn Jósepsson Ríkisútvarpið Kiljan og konurnar Við teljum að ef ritstjóri þáttar getur ekki framfylgt lands- lögum (Ríkisútvarpið er, sem allar aðrar stofnanir, bundið af jafnréttislögum) eða jafnréttisstefnu Ríkisútvarpsins, þá sé hann ekki hæfur í starfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.