Fréttatíminn - 18.03.2011, Blaðsíða 44
44 bíó Helgin 18.-20. mars 2011
B ardem var verðlaunað-ur sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni
í Cannes fyrir frammistöðu
sína Í Biutiful. Þar leikur
hann Uxabal, einstæðan föð-
ur sem er í vonlausri varnar-
baráttu í lífinu. Hann starfar
utan ramma laganna en föður-
hlutverkið er honum heilagt
og ást hans á börnunum hans
tveimur eru engin takmörk
sett.
Uxabal reynist erfitt að sam-
eina föðurhlutverkið, föður-
ástina, andlegt líf, glæpi, sekt-
arkennd og siðferðiskennd í
hættulegum undirheimum
Barcelona. Hann þarf að kljást
við ástríka en óáreiðanlega og
geðsjúka fyrrverandi eigin-
konu sína sem ógnar öryggi
barna þeirra. Hópur ólöglegra
innflytjenda bakar honum
einnig vandræði og til þess
að bæta gráu ofan á biksvart
á hann skammt eftir ólifað og
reynir að fela fyrir börnum
sínum að hann hefur greinst
með ólæknandi krabbamein.
Biutiful er fjórða mynd leik-
stjórans Alejandro Gonzá-
lez Iñárritu en honum er ein-
staklega lagið að gera myndir
sem nísta áhorfendur inn í
sálarkviku og breytir þeim í
tárvott andlegt kjötfars með
gæsahúð. Síðast gerði hann
Babel árið 2006 en þar áður
21 Grams og Amores Perros.
Amores Perros var fyrsta
mynd Iñárritu í fullri lengd
og þar tefldi hann meðal ann-
ars fram hinum undurfagra
leikara Gael García Ber-
nal í fyrnasterkri mynd þar
sem hryllilegt bílslys tengdi
saman þrjár sögur fólks sem
allt glímdi í nafni ástarinnar
við missi, eftirsjá og grimmd
lífsins.
21 Grams rekur nafn sitt
til þeirrar hugmyndar að við
andlát léttist líkaminn um 21
gramm, sem þá má ætla að sé
þyngd sálarinnar. Þar léku
Sean Penn, Naomi Watts
og Benicio Del Toro alvar-
lega veikan stærðfræðing,
syrgandi móður og fyrrum
tukthúslim sem hefur frelsast
og reynir að feta rétta braut
í nafni trúarinnar. Slys leiðir
þessa einstaklinga saman
með þrúgandi afleiðingum.
Í Babel fékkst Iñárritu við
þau vandamál sem misskiln-
ingur og tungumálaörðug-
leikar geta valdið fólki í sam-
skiptum. Brad Pitt og Cate
Blanchett fóru fyrir öflugum
hópi leikara í mynd sem flétt-
aði saman harmsögur ólíkra
einstaklinga.
Kvikmyndagerðarmennirn-
ir Sean Penn, Werner Her-
zog og Michael Mann hafa
ausið Biutiful lofi. Herzog lík-
ir myndinni við ljóð og Penn
segir frammistöðu Bardems
á pari við Marlon Brando í
Last Tango in Paris.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,6, Rotten
Tomatoes: 66%, Metacritic:
58/100.
tilfinningaflækjur lífið leikur javier Bardem grátt
Bíódómur Battle: los angeles
frumsýndar
Faðir í frjálsu falli
Leikarinn Javier Bardem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 sem aukaleikari í No Country for Old Men þar
sem hann lék hinn vægast sagt skuggalega leigumorðingja Anton Chigurh. Á þessu ári var hann tilnefnd-
ur sem besti leikarinn fyrir Buitiful eftir hinn magnaða mexíkóska leikstjóra Alejandro González Iñárritu.
Myndin, sem Græna ljósið frumsýnir á föstudag, var einnig tilnefnd til Óskars sem besta erlenda myndin.
Þ eir sem eru vel séðir í amerísku afþreyingar-efni vita að kvikmyndaborgin Los Angeles er
miðja alheimsins og allt sem skiptir máli gerist
þar. Þess vegna verður þessi háborg yfirborðs-
mennskunnar að sjálfsögðu síðasta vígi mann-
kynsins í baráttu við harðsnúinn innrásarher utan
úr geimnum. Hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar
er samt auðvitað ekki neitt og þar sem geimver-
urnar eru hingað komnar til að útrýma okkur og
ræna vatninu okkar hefði þeim nú verið nær að
herja á Ísland þar sem af gæða Gvendarbrunna-
vatni er nóg.
Geimverur hafa verið tíðir gestir á jörðinni og
á gestalistanum hingað til eru meðal annarra
Marsbúar, E.T., predatorar, Jón Gnarr, ALF og
fjöldinn allur annar af óskilgreindum ófétum.
Battle: Los Angeles er hins vegar með því leiðin-
legasta sem gert hefur verið í þessari grein. Í það
minnsta þegar horft er til mynda sem gerðar eru
fyrir alvöru upphæðir. Hér er ekkert nýtt að gerast
og öllum helstu klisjum og frösum úr betri mynd-
um af þessu sauðahúsi er hrært saman í lygilega
óáhugaverðan graut. Hér er beinlínis um endur-
sýnt efni að ræða í glænýrri mynd.
Mannkynið er að tapa stríðinu við innrásar-
geimverurnar þegar lítill hópur landgönguliða
sýnir þeim svo um munar hvers bandarískir her-
menn eru megnugir þegar þeir bíta í skjaldarrend-
ur. Hér eru inni á milli ágætis leikarar á ferð sem
eru miklu betri en frammistaða þeirra í myndinni
gefur til kynna (Aaron Eckhart til dæmis) og
allt er þetta svo yfirborðskennt og óáhugavert að
manni er slétt sama um persónurnar enda þekkir
maður þær varla. Spennan er því undir lágmarki
og það er rétt í lokin að maður nær að festa hug-
ann við myndina en þá er manni samt drekkt í
karlagrobbi og þjóðernisbelgdum hetjustælum.
Leiðindin eru allsráðandi í Los Angeles og
leggja bæði hermennina, geimverurnar og mynd-
ina alla að velli. Þórarinn Þórarinsson
Geimveruinnrás (E)
Liam Neeson sýndi svo um munaði
í Taken að þegar hann er í ham
standast honum fáir snúning í
hasar. Í Unknown leikur hann dr.
Martin Harris sem er nýkominn
til Berlínar þegar hann lendir í
alvarlegu bílslysi. Hann liggur í dái í
nokkra daga og þegar hann rankar
við sér man hann ekki neitt. Engin
skilríki finnast á honum en honum
tekst að hafa uppi á eiginkonu sinni.
Hún vill hins vegar ekkert við karl
sinn kannast enda birtist annar
Love and Other Drugs
Jamie er ungur og orkuríkur maður sem
kann ekkert of vel við sig í raftækjabúðinni
þar sem hann vinnur. Hann er sjarmatröll
sem er rekið fyrir að sofa hjá kærustu
verslunarstjórans. Eftir það kemst hann í
vinnu sem sölumaður hjá lyfjafyrirtækinu
Pfizer. Hann fetar sig fljótt og örugglega
upp metorðastigann, aðallega með því
að beita persónutöfrum sínum óspart á
kvenfólk en einnig vegna nýs lyfs sem er
að koma á markaðinn og heitir Viagra.
Þegar hann hittir Maggie, kynnist hann
loks jafnoka sínum. Hún sér umsvifalaust í
gegnum hann og þau eru orðin bólfélagar
innan hálftíma frá fyrsta stefnumótinu.
Smám saman heillast hann æ meira af
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Javier Bardem er í virkilega vondum málum í Biutiful þar sem öll spjót standa á honum.
Neeson til í Taken 2
Háspennumyndin Taken sló óvænt og
mjög svo hressilega í gegn árið 2008 og
hefur framleiðandinn og hand-
ritshöfundurinn Luc Besson
haft hug á að gera framhald.
Í Taken fór Liam Neeson
hamförum í París og slátraði
á færibandi glæpahyski sem hafði rænt
dóttur hans til þess að selja hana í vændi.
Neeson hafði hugsað sér að taka lífinu
með ró lungann úr þessu ári þannig að
Besson var farinn að huga að staðgengli
hans og horfði til kappa eins og Seans
Bean, Mickeys Rourke, Ralphs Fiennes,
Rays Winstone og Jasons Isaacs.
Neeson hefur hins vegar snúist hugur og
er til í tuskið þannig að tökur ættu að geta
hafist í lok árs eða byrjun þess næsta.
henni en brátt setja kvillar hjá þeim báðum
og veikindi hennar strik í reikninginn.
Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten
Tomatoes: 48%, Metacritic: 55/100
Mars Needs Moms
Þrívíddarteiknimynd um hinn níu ára Milo
sem er ekki alltaf sáttur við mömmu sína.
Viðhorf hans til móðurinnar breytast þó
snarlega þegar hann verður vitni að því að
geimfar lendir fyrir utan heimili hans og
mamman er numin á brott. Hann reynir
að bjarga móður sinni en endar sjálfur um
borð í geimfarinu og lendir á Mars þar sem
hann fær aðstoð furðufugls við að finna
mömmu og koma henni aftur heim.
Aðrir miðlar: Imdb: 4.7, Rotten
Tomatoes: 39%, Metacritic: 49/10
maður sem er með öll réttu skilríkin og segist vera
hinn eini sanni Martin Harris.
Okkar maður sættir sig ekki við þetta en eftir því
sem hann grefur dýpra í ráðgátuna kemur í ljós að
einhverjir vilja að hann láti kyrrt liggja og fyrr en
varir er hann kominn með vafasamt lið á hælana
sem hikar ekki við að drepa hvern þann sem réttir
honum hjálparhönd í leitinni að sínu fyrra lífi.
Neeson hefur eðalmannskap með sér í Unknown
þar sem Aidan Quinn, Frank Langella, Bruno
Ganz og Diane Kruger láta til sín taka.
Aðrir miðlar: Imdb: 7,3, Rotten Tomatoes: 55%,
56/100.
Nic og nornin
Miðaldaspennutryllirinn
Season of the Witch með
Nicolas Cage og Ron Perlman
í aðalhlutverkum verður
frumsýnd í dag, föstudag.
Myndin gerist á fjórtándu öld
og segir frá riddaranum vaska,
Behmen (Cage), sem snýr heim
eftir krossferð til Jerúsalem.
Heima fyrir er allt í kaldakoli,
svartidauði geisar og hefur
rekið stríðandi fylkingar út í
blóðug átök.
Kirkjan telur farsóttina bölvun
sem rekja megi til galdra og
Behmen er falið að flytja unga
konu, sem grunur leikur á að
sé norn, til afskekkts klausturs
þar sem til stendur að fórna
henni í von um að binda enda á
hörmungarnar sem ganga yfir
landið. Alls konar fólk slæst í
för með riddaranum en föru-
neytisins bíða yfirnáttúrulegar
hættur og alls óvíst er hvort
þau ná áfangastað í tæka tíð.
Dominic Sena leikstýrir mynd-
inni en hann hefur áður gert
Gone in 60 Seconds, Swordfish
og hina arfaslöku Whiteout
sem byggðist á bráðspennandi
myndasögu.
Aðrir miðlar: Imdb. 5,5,
Rotten Tomatoes: 5%,
Metacritic: 28/100.
Ill öfl hindra för
riddarans Behmen.
Liam Neeson
snýr vörn í sókn
þegar hann
missir minnið
og er rændur
fortíð sinni.
Hremmingar minnislauss læknis
F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 1 7 2 0 4 0
O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6
ÞÆGILEGIR & LÉTTIR
www.gabor.is
Stærðir 35-42
Verð kr. 11.545.-
Grensásvegur 8 og Nýbýlavegur 12 - Sími 517 2040
LÆKKAÐ VERÐ