Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 12
sem innheimta skuldina eða ég gefi
þá til góðgerðarmála. Ég vil bara
fá hundrað prósent réttlæti. Ekki
fimmtíu prósent eða níutíu prósent.
Ég vil að hann klári það sem hann er
dæmdur til að gera.“
Fagnar gagnrýni innan-
ríkisráðherra
Sunna segir að sér hafi létt þegar
hún las í Fréttatímanum fyrir nokkru
að Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra teldi óeðlilegt að ríkið
tryggði líkamlegt en ekki andlegt
tjón. Hann vill endurskoða lögin en
nú eru þau þannig að ríkið tryggir
fólki 600 þúsund krónur af miskabót-
um sem því eru dæmdar en tvær og
hálfa milljón af skaðabótum. Miska-
bætur eiga fyrst og fremst að ná yfir
tilfinningalegt tjón og eru oftast
dæmdar þolendum kynferðisafbrota.
Skaðabætur eru dæmdar þegar fólk
verður fyrir líkamlegu tjóni. Sunna
kýs að stíga fram til að vekja athygli
á óréttlætinu í von um að kerfinu
verði breytt.
„Ég gladdist svo við að sjá þessa af-
stöðu innanríkisráðherra. Allt í einu
fannst mér hlutirnir vera að þokast í
rétta átt. Við eigum ekki marga tals-
menn og við erum ekki hávær hópur,
fólk sem hefur orðið fyrir nauðgun.
Við berum okkar mál ekki á torg og
tölum um að við höfum verið svívirt.
Þess vegna fannst mér ég þurfa að
Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Bætir meltinguna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Velkomin að skoða
www.weleda.is
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður
lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og
Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn,
Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is,
Náttúrulækningabúðin, Lyfjaval, Yggdrasill,
Reykjavíkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek
Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar, Apótek
Garðabæjar, Lyfjaborg, Barnaverslanir og
sjálfstætt starfandi apótek um allt land.
Weleda vatnslosandi Birkisafi
Hollur
og góður
eftir grill-
veislurnar
Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir hefur ekki fengið greiddar miskabæturnar sem henni voru
dæmdar í Hæstarétti. Maðurinn sem nauðgaði henni stakk af úr landi án þess að gera þær
upp. Ríkið ábyrgist aðeins hluta af miskabótum.
Kerfið verður
hluti af ofbeld-
inu þegar ég
þarf að fara þá
niðurlægjandi
leið að ganga
á eftir miska-
bótunum.
stíga fram úr því ég hef kjarkinn til
þess. Maðurinn nauðgaði mér og ég
kærði hann. Ég þurfti að mæta hon-
um fyrir rétti og fékk hann dæmdan.
Ég á ekki að þurfa að standa í meira
til að klára það. Mér finnst ég búin að
líða nóg.“
Réttarhöldin í miðri prófatörn
Fjárhagslega tjónið sem Sunna varð
fyrir eftir nauðgunina var mikið. Hún
þurfti sjálf að standa straum af mest-
öllum sálfræðikostnaði eftir áfallið.
Auk þess missti hún úr námi og út-
skrifaðist úr háskóla ári seinna en
upphaflega var ætlað. Þar af leiðandi
fór hún síðar út á vinnumarkaðinn.
Sunna segir því að miskabæturnar
sem hún fékk frá ríkinu hafi komið
sér vel.
„Eins og kemur fram í dómnum
var ég greind með áfallastreiturösk-
un eftir þetta. Álagstímar eins og í
kringum próf voru mér sérstaklega
erfiðir. Þá fór allt af stað í höfðinu á
mér. Fjölskylda mín og námsráðgjafi
staðfestu þetta fyrir dómi.“
Réttarhöldin í málinu voru í miðri
prófatörn hjá Sunnu sem var í leik-
skólakennaranámi. „Fyrsta prófið
var degi fyrir réttarhöldin og ég fór
á þrjóskunni í gegnum það. Ég skil
ekki hvernig ég fór að því en ég náði
prófinu og fékk átta í einkunn. Ég
var ákveðin í að taka líka prófin sem
voru eftir réttarhöldin. Það var hins
vegar ekki möguleiki. Ég fyllti hverja
bók sem ég reyndi að lesa af tárum.
Ég var í algjöru uppnámi og bara
skalf.“
Málið gegn nauðgaranum var
tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur
árið 2006 og dómurinn var þyngdur
í Hæstarétti nokkru seinna. Sunna
segist ekki hafa treyst sér til að lesa
dóminn fyrr en í gær. „Ég held ég
hafi ekki gert neitt erfiðara en að
sitja andspænis honum í réttarsal og
fara yfir atburðarásina í smáatriðum.
Mér leið svolítið eins og ég hefði
farið út úr líkamanum. Ég var mjög
stressuð og fannst þetta svo óraun-
verulegt.“
Táknrænt ferli
Sunna segist hafa glímt við sjálfs-
ásakanir lengi eftir nauðgunina og
verið í mikilli afneitun eftir hana.
„Mér fannst þetta allt vera mér að
kenna.“
Hún fann sig hins vegar knúna til
að kæra manninn eftir að hann var
dæmdur fyrir nauðgun á annarri
ungri konu og myndir fóru að birtast
af honum í blöðunum.
„Ég treysti mér ekki til þess fyrr
en myndin af honum kom í blaðinu
og það var búið að dæma hann. Þá
vissi ég að ég gæti aldrei lifað nema
stíga fram líka.“
Að mati Sunnu gerir allt tal um
peninga lítið úr ofbeldinu sem hún
varð fyrir. Hún hafi ekki haft kjark
fyrr en nú til að ganga eftir miskabót-
unum sem henni voru dæmdar. Inn-
heimtan sé því til skoðunar hjá lög-
fræðingi hennar. „Nú er ég tilbúin að
klára þetta. Peningarnir skipta engu
máli en ferlið er táknrænt. Ég stend
ekki í öllu þessu stappi fyrir fjögur
hundruð þúsund krónur. Ég vil bara
ekki eiga neitt óuppgert við þennan
mann. Ég vona að þetta persónulega
mál mitt hjálpi til við að breyta kerf-
inu og að það fari að vinna betur fyrir
okkur sem erum í þessari stöðu. Mér
þætti gott ef ég gæti notað reynsluna
til góðs. Ég vil bara að réttlætinu sé
fullnægt.“
thora@frettatiminn.is
Lj
ós
m
yn
d
H
ar
i
12 viðtal Helgin 22.-24. júlí 2011