Fréttatíminn - 22.07.2011, Side 22
A
lda Lóa lýsir Victorine, eða Vito eins
og hún er kölluð, sem miklum frum-
kvöðli. Á milli þeirra myndaðist vin-
skapur sem þróaðist á þann veg að
Alda Lóa stofnaði félagið Sóley og
félagar sem nú heitir Sól í Tógó. Tilgangur þess er að
safna peningum á Íslandi og styrkja hjálparstarf Vito
í Aneho-bæ.
„Vito er félagsaðstoðin á þessu svæði því félagsað-
stoðin er ekki til. Hún tekur að sér börn og gamal-
menni og reynir að koma unglingunum klakklaust
út í lífið.“
Á heimilinu sem Vito rekur eru rúmlega sjötíu
börn og langflest eru yngri en sex ára. „Þetta eru
yfirgefin börn og börn sem hafa bara fundist á
víðavangi í héraðinu. Sum barnanna eiga foreldra
sem eru svo veikir af eyðni að þeir geta ekki sinnt
þeim. Þarna eru líka börn kvenna af geðveikrahæli í
grenndinni sem hafa verið barnaðar eða nauðgað.“
Félagið Sól í Tógó hefur það að markmiði að
tryggja rekstur heimilisins. Áætlað er að framfærsla
hvers barns sé um tíu þúsund krónur á mánuði. Ýms-
ar leiðir eru farnar í fjáröflun og meðal annars hefur
stór hópur kvenna saumað öskupoka sem seldir eru
til styrktar Vito. Þá safnar félagið heimilisvinum og
tekur við frjálsum framlögum. Einnig hefur verið
stofnaður sérstakur byggingarsjóður en Aneho-bær
hefur gefið Vito landsvæði í útjaðri bæjarins þar sem
ætlunin er að reisa húsnæði og skóla fyrir börnin.
„Ef Íslendingar eru aflögufærir um lítilræði af pen-
ingum, trúum við því að við getum hjálpað þessum
börnum; byggt ný hús og búið þeim betri aðstöðu.
Ég treysti Vito til að koma þeim til manns en hins
vegar eru börnin orðin svo mörg að það vantar betra
skipulag á starfsemina.“
Félagið hefur meðal annars keypt nokkrar sauma-
vélar fyrir Vito sem hafa komið að góðum notum.
„Tveir drengjanna á heimilinu höfðu lært saumaskap
og þeir kenndu hinum börnunum handbrögðin.
Þegar settur var upp skóli á heimilinu var kona sem
tók við saumakennslunni og síðast þegar ég vissi til
voru tólf eða þrettán nemendur utan úr Aneho-bæ á
verkstæðinu að læra að sauma.“ Einnig voru keypt
efni í föt á börnin á heimilinu og allir fengu að hanna
sínar eigin flíkur.
Ein af stúlkunum á heimilinu var hárgreiðslukona
og óskaði eftir búnaði til að setja upp hárgreiðslu-
stofu. Sérstaklega var óskað eftir að fá tvo hæginda-
stóla á stofuna. „Við skildum það ekki alveg í fyrstu
og fannst stólarnir algjört bruðl. En hágreiðslustofan
er eins og félagsmiðstöð og þangað koma konur og
sitja og kjafta. Hægindastólarnir voru auðvitað algjör
nauðsyn,“ segir Alda Lóa og bætir því við að hár-
greiðslustofan sé enn í fullum gangi.
„Lykilatriði fyrir þessi börn er að hafa menntun
í einhverju fagi sem kemur þeim út í samfélagið og
forðar þeim frá fátækt.“
Samvinna landanna
Ekki alls fyrir löngu kom Vito til Íslands og
heimsótti meðal annars leikskólann Laufásborg í
Reykjavík. Þá komu upp hugmyndir um samstarf við
Hjallastefnu-leikskólann Laufásborg þar sem allir
gætu lært hver af öðrum.
„Ofbeldi er mjög ríkt í Afríku og mikil harka, enda
erfitt að lifa þar. Við ímynduðum okkur að það væri
hægt að vinna gegn ofbeldinu með því að innleiða
mjúka agastefnu eins og Hjallastefnan byggist á; þar
sem unnið er í litlum hópum og einstaklingurinn
finnur öryggi innan ákveðins ramma.“
Tvær starfskonur af heimili Vito eru því væntan-
legar til Íslands á næstunni og ætla að starfa á Lauf-
ásborg í hálft ár. Þær munu búa hjá starfsfólki leik-
skólans og fara með því í vinnuna. Ætlunin er að þær
geti miðlað af sinni þekkingu og reynslu og kynnst á
sama tíma hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Starfs-
fólk Laufásborgar fer svo væntanlega í kjölfarið til
Tógó og kynnir sér þær aðferðir og hugmyndir sem
ríkja á heimili Vito.
„Önnur stúlknanna sem koma hingað hefur alist
upp á munaðarleysingjaheimilinu hjá Vito alla tíð.
Hin kemur frá Lome en hefur unnið lengi á heim-
ilinu. Það er alveg öruggt að við getum lært eitthvað
af þeim. Auðvitað eru aðstæður allt aðrar úti og sumt
mun virka og annað ekki. Þarna er fólk að jafnaði
lífsglaðara en við og ímyndunaraflið oft frjórra. Mín
upplifun er sú að þar lifi fólk meira í núinu og sé
ekki eins upptekið af því að kortleggja framtíðina,
sem getur verið stressandi fyrir Vesturlandabúann.
Á móti kemur að fólk lifir lífinu lifandi – sem við
mættum tileinka okkur hér heima.“
Alda Lóa ættleiddi Sóleyju dóttur sína þaðan fyrir
nokkrum árum. „Sóley er gjöf sem ég get aldrei laun-
að að fullu og verð því ávallt skuldbundin Tógó á eins
jákvæðan hátt og hægt er að hugsa sér. Slík skuld-
binding er engin kvöð. Það er ekki kvöð að vera
skuldbundin heldur leið til að tilheyra samfélaginu í
Tógo.“ Hún segir tenginguna sterka og vill beita sér
fyrir bættum aðstæðum og menntunarmöguleikum
barna á svæðinu. Í deiglunni er að koma á samstarfi
við SOS-barnahjálpina í Tógó en Frú Amina, fram-
kvæmdastjóri SOS í Tógó, hefur gert úttekt á heimili
Vito. Í skýrslu hennar fær heimilið góða umsögn
en þykir of þröngt fyrir þann fjölda barna sem þar
dvelur. Alda Lóa segir því brýnt að fjármagna nýjar
byggingar svo að betur fari um börnin. Á heimasíðu
Sólar í Tógó eru nánari upplýsingar um starfsemi
Vito. www.Solitogo.org
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Vináttan
við Tógó
Sum
barnanna
eiga foreldra
sem eru
svo veikir
af eyðni að
þeir geta
ekki sinnt
þeim. Þarna
eru líka
börn kvenna
af geð
veikrahæli í
grenndinni
sem hafa
verið barn
aðar eða
nauðgað.
Alda Lóa Leifsdóttir kynntist kaþólsku nunnunni
Victorine þegar hún fór til Tógó í Afríku fyrir nokkrum
árum og ættleiddi, ásamt eiginmanni sínum, litla stelpu.
Victorine hefur í áraraðir rekið heimili fyrir munaðarlaus
börn. Vinskapur þeirra Öldu Lóu leiddi til samstarfs
og nú eru tveir starfsmenn afríska heimilisins á leið í
verknám til Íslands og starfsmenn Laufásborgar á leið til
Tógó. Þóra Tómasdóttir ræddi við Öldu Lóu.
Ungbörn á munaðarleysingjaheimilinu í Tógó.
Hér eru þau í fötum sem saumuð voru á sauma-
vélar og úr efnum sem Alda Lóa og félagið Sól í
Tógó komu til þeirra. Ljósmynd/Alda Lóa
Vito með eitt af
börnunum á munað-
arleysingjaheimilinu.
Alda Lóa segir Vito
vera félagsaðstoðina
í bænum Aneho og að
hún taki að sér bæði
gamalt fólk og börn.
Á heimilinu hennar
búa nú 78 börn.
Ljósmynd/Alda Lóa
Alda Lóa stofnaði félagið Sól í Tógó sem hefur það að markmiði að styrkja rekstur munaðarleysingjaheimilisins sem Vito
vinkona hennar rekur. Ljósmynd/Hari
22 viðtal Helgin 22.-24. júlí 2011