Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 44

Fréttatíminn - 22.07.2011, Page 44
Helgin 22.-24. júlí 201144 tíska Að hemja kaupæðið Síðustu ár hef ég verið dugleg við að fara til út- landa í verslunarleiðangra. Ég hef ekki keypt mér eina einustu flík á Íslandi í að minnsta kosti þrjú ár; hef alltaf kunnað betur við að kaupa flíkurnar mínar í öðrum löndum. Nú þegar ég er búsett erlendis í sumar er erfitt að ráfa ekki um hverja búðina af annarri og kaupa allt sem mig langar í. Undarlegt að hafa H&M í bakgarðinum og sleppa sér ekki í innkaupum. Í hvert skipti sem leið mín liggur fram hjá verslununum, minni ég mig á að rétt fyrir heimferð muni ég loksins sleppa fram af mér beislinu. Um daginn kom vinkona mín í heim- sókn til mín. Við þræddum saman göngugöturnar og ég fylgdist með henni versla, hélt á pokunum og sagði mitt álit. Áður en ég vissi af var ég komin inn í mátunarklefa. Ég mátaði flíkurnar, allar á útsölu, með kortið á lofti. Tilbúin að fagna. Við búðarkassann fékk ég hugljómun. Ég þarf ekki nýjan hring. Ég þarf ekki nýjar buxur. Ég þarf ekki nýjan kjól. Þegar ég kom hingað út átti ég er stökustu vandræðum með að pakka niður. Ég tók alltof mikið með mér. Flestar flíkurnar liggja ósnert- ar og það síðasta sem ég þarf akkurat núna er að bæta flíkum í sumarsafnið. Einhvers staðar las ég að meðalkonan pakkaði 26 flíkum of mikið í ferðatöskuna sína. Ég kvitta undir þá staðreynd. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Armani hannar fyrir ólympíufara Í vikunni samþykkti ítalski hönnuðurinn Giorgio Armani að taka að sér að hanna ítölsku keppnisbúningana fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða næsta sumar í London. Ítalska liðið mun svo sannarlega keppa um titilinn best klædda íþróttafólkið en verða þó í harði samkeppni við það enska, sem mun klæðast keppnisbúningum frá hönnuð- inum Stellu McCartney. Armani er þó enginn nýliði þegar kemur að því að hanna klæðnað fyrir Ólympíuleikana því árið 2006, á Vetrarólympíu- leikunum sem haldnir voru á Ítalíu, klæddist fánaberi Ítala hönnun frá Armani. -kp Kántrí-ilmur Kántrí-söngkonan Taylor Swift hefur nú slegist í hóp þeirra Hollywood- stjarna sem sent hafa frá sér nýjan ilm á árinu. Þetta mun vera frumraun hennar á ilmsviðinu, hönnuð fyrir kvenmenn og nefnist Wonderstruck. Ilmurinn ku vera draumkenndur, með keim af hindberjum og vanillu. Söngkonan segir ilm almennt gegna stóru hlutverki við að fanga minn- ingar og er Wonderstruck gerður til að skapa spennandi og glaðlegar minningar fyrir stelpur. Hann kemur í búðir í október og er nú þegar kominn biðlisti eftir honum. -kp Naglalakks-risinn OPI kynnti í vikunni nýjustu línu sína sem hönnuð var í samstarfi við Kardashian-syst- urnar. Línan heitir Kardashian Kolors og inniheldur þrett- án ólíkar gerðir af naglalakki sem allar skarta sínu eigin heiti og minna á þær systur. Það táknar væntanlega að þau séu óvenjuleg og öðruvísi og beini huganum á einn eða annan hátt að þeirra persónulega lífi. Þessi herlegheit eru í öllum litum, glimrandi, mött eða glansandi. Kardashian-systur kynna nýtt naglalakk Mánudagur Skór: Forever21 Buxur: Zara Bolur: H&M Sólgleraugu: H&M Þriðjudagur Skór: Fókus Buxur: Forever21 Bolur: Vero Moda Föstudagur Sokkabuxur: Oroblu Kjóll: Forever21 Eyrnalokkar: Kiss Fimmtudagur Skór: Kaupfélagið Samfestingur: Gamall af ömmu Hálsmen: Vintage Belti: H&M Miðvikudagur Skór: H&M Sokkabuxur: Oroblu Stuttbuxur: Gamlar af mömmu Korselett: Forever21 Hildur Hilmarsdóttir er 20 ára. Hún vinnur á hvalaskoðunarskipi í Reykjavík í sumar og stefnir svo á lögfræðina í haust. Hún hefur mikinn áhuga á tísku, ferðalögum og að vera með vinum sínum. „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem frekar venjulegum. Ég fæ mikinn inn- blástur frá fólki í kringum mig, sé hvað er flott og pikka út það sem passar við minn stíl. Ég er gjörsamlega skósjúk, elska kjóla og bara að vera fín yfirhöfuð. Fötin kaupi ég aðallega í Forever21, Zöru, Sautján og svo sauma ég mikið sjálf. Ég versla þó langmest í H&M þegar ég kemst út og einn góðan veðurdag mun ég flytja þessa búð til landsins. Ég er mikið í því að skoða tískublogg og sænski bloggarinn Kenza er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er alltaf töff, með flottan fatastíl og er svo sannarlega meðvituð um tískuna.“ Ætlar sér að flytja H&M til landsins trúlofunarhringar falleg minning á fingur PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 30 1 www.jonogoskar.is laugavegur / Smáralind / Kringlan

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.