Prentarinn - 01.01.1986, Side 3
fyrir-
tíma,
Undirritaðir hafa verið nýir kjarasamningar, sem
sjálfkrafa renna út um næstu áramót. Nafngiftir þess-
ara samninga hafa verið margar svo sem stéttasam-
vinnusamningar, tímamótasamningar, svikasamn-
ingar o. s. frv. Það athyglisverðasta í þessum samn-
ingum er þó ugglaust það að þess er enn freistað að
treysta yfirlýsingum og bréfum stjórnvalda auk þess
sem töluvert traust er lagt á framleiðslufyrirtæki um
að þau hækki ekki vöru sína. Þetta trúnaðartraust er
athyglisvert í Ijósi reynslunnar. Allir samningar hafa
meira eða minna verið háðir því hvernig stjórnvöld
brigðust við á hverjum tíma og raunin hefur und-
antekningalaust eða lítið verið sú að þau hafa brugð-
ist verkafólki, hlaupið erinda atvinnurekenda og
hinna ríku. Nú hafa stjórnvöld verið dregin inní samn-
ingsgerðina og standi þau við sinn hlut má nokkurs
vænta af þessum kjarasamningum. Ailar forsendur
eru fyrir því að stjórnvöld geti staðið við sinn hlut á
þann veg sem samningarnir gera ráð fyrir. Ef þau
bregðast, og með því verður væntanlega náið fylgst,
eiga þau enga afsökun og ber þá að víkja.
Þessir samningar fela ekki í sér verulegar
kauphækkanir, en þeir gera ráð fyrir nokkurri
kaupmáttaraukningu á samningstímanum. Þeir gera
jafnframt ráð fyrir að unnið veröi að leiðréttingu á
kauptöxtum og að yfirborganir verði teknar inní þá í
næstu samningum, eða fyrr ef um semst. Að þessu
máli verður svo sannarlega að vinna, enda það að
taka yfirgreiðslur inní kauptaxta ugglaust raunhæf-
asta leiðréttingin fyrir þá lægst launuðu, auk þess
sem það er trygging öllum ef harðnar á dalnum og
atvinnuleysisvofan gerir sig heimakomna.
Eigum viö svo að fá okkur bíl fyrir afganginn?
Sorgarsaga þessara samninga er þó óneitanlega
sú staðreynd að eftir sem áður er verkafólki boðið
uppá laun sem ekki eru mannsæmandi og nægja
engan veginn til lífsframfærslu. Fólk verður því eftir
sem áður að leggja nótt við dag og þeir sem eiga
þess ekki kost verða að lifa eins og þurfalingar þrátt
fyrir fullan vinnudag. Þessi staðreynd blasir hvað
harðast við konum á vinnumarkaðnum.
Verkalýðshreyfingin er veik og búin að vera það
lengi. í komandi samningum verður hún að rétta úr
kútnum og standa að fullu við það fyrirheit að yfir-
greiðslur séu teknar inní kauptaxta, - að laun fyrir
dagvinnu verði lífvænleg.
- mes
Samningarnir
heit um betri
ef, ef, ef
prentnrinn
I MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA
PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM,
Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurösson • Setning, filmu-
vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiðjan ODDI hf. • Letur: Times og
Helvetica • Hönnuður blaöhauss: Þórleifur Valgaröur Friðriksson.
1.6.86
3