Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.01.1986, Blaðsíða 4
Erik Ellegaard Frederiksen: Eftir hæðina kemur lægðin Þegar árin færast yfir hættir mörgum til viðkvæmni og segja kannski: „Ó, hvað allt var gott í gamla daga! Og viljið þið sjá hvernig þetta er í dag!“ En ég man mætavel hvernig hlutirnir voru þegar ég kom heim til Danmerkur árið 1950 eftir langa dvöl í Englandi hjá frægasta bókahönnuði heims. Dönsk bókaútgáfa var vægast sagt ömurleg. Auðvitað var hægt að kenna stríðinu að sumu ieyti um ástandið, einnig lélegu skynbragði bókagerðar- mannanna en áhugaleysi útgef- enda var þó stærsti sökudólgur- inn. Það var mjög auðvelt fyrir mig að halda fyrirlestur í For- ening for Boghaandværk og benda á alla gallana. Reyndar mátti tína úr 20—30 titla og senda til Englands þar sem bækurnar fengu verðskuldað lof. En þar með var bara verið að breiða yfir hina almennu framleiðslu sem var fyrir neðan allar hellur. í raun og veru var það aðeins Det Danske Forlag, framlag samvinnuhreyfingar- innar til menningarlífsins, sem þekkti sinn vitjunartíma og réði Viggo Naae sem hönnuð og þá urðu heldur betur þátta- skil. Fyrstu árin voru reynslutími meðan jarðvegurinn var und- irbúinn með fræðslu, fyrirlestr- um og greinum í dagblöðum og fagritum. Einstaka útgáfu- fyrirtæki greip hugmyndina á lofti en það sagði þó lítið. Síðan riðu fleiri útgefendur á vaðið og þannig opnaðist greið leið fyrir hugmyndir sem Jok- um Smith hafði viðrað 1954 hjá Schönberg. Ári seinna var Austin Grandjean ráðinn sem hönnuður hjá Gyldendal. Hann, ásamt Jokum Smith, út- bjó staðla fyrir bókastærðir, pappírsval, umbrot og bók- band og eftir örfá ár höfðum við fyrir augunum framleiðslu á bókum sem voru jú staðlaðar en samt með sínum sérkenn- um, ekki síst hvað kápumar varðaði. Þessir nýju straumar bárust meira að segja alla leið inn í menntamálaráðuneytið þar sem menn veltu vöngum yfir endurnýjun skólabókanna. Þróun var hafin og hún var studd dyggilega af Den Graf- iske Höjskole með Eli Reimer og Bent Rohde í fararbroddi fríðrar fylkingar bókahönnuða. Svo kom sjötti áratugurinn. Hressileg ár þegar allt var leyfi- legt. Nú var allt á uppleið. Fag- blöðin birtu greinar um texta- meðhöndlun og fagurfræði. Prentarar voru enn handverks- menn sem höfðu áhuga á að viðhalda hugmyndafræði iðnar- innar. Margar prentsmiðjur skiluðu afbragðs prentgripum sem aftur juku á markvísi hönnuðanna og hugmyndaflug. Þó gekk einkennilega hægt að opna augu útgefenda fyrir þess- um nýja lið í útgáfukeðjunni. En Forum og Gjellerup og ýmsir fleiri fylgdu þó þræðin- um og sannarlega var þetta tími bjartsýni. En svo kom afturkippurinn. Tæknin skall skyndilega á okk- ur, fyrst á offsetsviðinu og síð- an í setningunni. Mörgum lá við örvinglun. Fyrirtækin keyptu tæki áður en komist hafði verið yfir byrjunarörðug- leikana í framleiðslu þeirra. Við fengum gráa prentun, mjóslegið, illlæsilegt letur og ýmis fleiri teikn um hnignun þeirra gæða sem bókaprentun hafði skilað hingað til. En það tímabil tók líka enda. í dag er litgreining og prentun í háum gæðaflokki. Ljóssetningin má heita full- komin, ekki síst þegar hún er unnin af kunnáttu, og farfagjöf er stýrt með rafeindatækni sem samstillir betur en mannlegt auga. Tæknin hefur sannað til- verurétt sinn. Þetta gildir líka um bókbandið. Upptökuvélar eru sameinaðar saumavélum og límingu þar sem prentgrip- urinn rennur í gegn af öryggi og stöðugleika. En einmitt núna þegar tæknin er komin á það stig að skila nákvæmlega því sem ætl- ast er til af henni er dönsk bókagerð komin í öldudal. Við erum eiginlega á sama stigi og 1950. Textinn Hve margar útgáfur láta fylgja reglum um setningu? Þær finnast víst ekki heldur í prentsmiðjunum lengur. Setn- ing í dag er unnin af ófag- lærðum stúlkum sem þekkja ekki til hefðanna í setning- unni. Útkoman verður losara- leg uppsetning, skammstafanir renna saman, bandstrik er sett þar sem ætti að vera þankastrik og ýmsir fleiri annmarkar gera textann erfiðari aflestrar og heldur ófagran fyrir augað. Hér við bætist að stundum er lýsingin vitlaus og letrið verður alltof grannt. Þannig spara menn málningu á filmu en skaða um leið læsileikann. Bestu prentsmiðjurnar hafa sýnt og sannað að setningin í dag getur verið jafn fullkomin og á dögum hæðaprentsins. Það er í raun og veru engin afsökun til fyrir því að skila lélegri „typografiu“. Jöfiiun há- 4 PRENTARINN 1.6.86

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.