Prentarinn - 01.01.1986, Side 6
Frá sjónarhóli
leikmanns
Ég hef verið beðinn um að
skrifa nokkur orð um útlit
bóka frá sjónarhóli lesandans.
Þar er af mörgu að taka, en ég
ætla að takmarka þessi orð við
skreytingar í bókum.
Bókagerðarmenn hafa frá
aldaöðli skreytt bækur sínar á
ýmsan hátt. Bæði hefur það
verið gert með skrautlegum
upphafsstöfum, skreyttri titil-
síðu eða einstökum myndum.
Þeir sem kunnugir eru sögu
prentlistarinnar hér á landi vita
að svo var þetta einnig hér á
landi, þrátt fyrir fátæklegan
búnað prentsmiðjanna. All-
mörg myndamót eru enn til á
Þjóðminjasafninu, flest þeirra
sjálfsagt af erlendum uppruna.
Nýlega hefur Ríkharður Jó-
hannsson (Valtingojer) hreins-
að þau vandlega eins og nýlega
var greint frá í tímaritinu Bóka-
orminum og gefið þau út sér-
prentuð í nokkrum eintökum.
Halldór Hermannsson ritaði
grein sem hann nefndi Book
Illustration in Iceland og birtist
í XXIX. hefti Islandicu. í grein
þessari er að finna nokkurn
fróðleik um myndskreytingar í
íslenskum bókum til 1941.
Einnig var nýlega fjallað um
þetta efni á vegum Norræna
hússins, en það fór að mestu
fram hjá mér, svo það sem á
eftir verður sagt er byggt á fá-
kunnáttu, eins og til mun vera
ætlast.
Ég verð í upphafi að láta í
ljós þá skoðun mína, að
skreytingum listamanna hafi
fækkað á kostnað prentaðra
ljósmynda og það séu ekki að
öllu leyti góð skipti. Einkum
vegna þess, að prentaðar ljós-
myndir skortir oftast þá dýpt
og hugmyndaflug sem góðar
myndskreytingar hafa. Meðal
listamanna, sem áttu mjög góð-
ar myndir og skreytingar má
nefna Jóhann Briem, Barböru
Árnason og Halldór Pétursson.
Nú munu útgefendur e. t. v.
telja sig geta bent á bókakápur
sem oft eru litprentaðar, en því
er til að svara, að á seinni árum
eru þær oftast unnar af auglýs-
ingateiknurum, sem sjaldnast
standa lærðum listmálurum á
sporði í listrænu tilliti. Einkum
tel ég að vatnslitamyndir sómi
sér vel á bókakápum. Þá má
einnig festa myndina inn í bók-
ina fyrir framan titilblað og þar
geymist hún sem forsíðumynd.
Vel heppnuð bókarkápa hefur
töluvert sölugildi fyrir bókina
og er athyglisvert til sam-
anburðar að sjá hvað plötuút-
gefendur vanda mjög til plötu-
hulstranna í seinni tíð.
Þó að skreyttu upphafsstaf-
irnir hafi minna listrænt gildi,
tel ég nokkra eftirsjá að þeim,
en þeir eru nær alveg horfnir úr
sögunni, nema úr útgáfubók-
um Hins íslenska bókmennta-
félags. Slíkir upphafsstafir eiga
sér líka langa hefð í íslenskri
bókmenntasögu, því mörg
handritanna eru skreytt veg-
legum upphafsstöfum. Ég verð
þó að viðurkenna, að mér
finnst að slíkir upphafsstafir
eigi ekki alls staðar við og
einna helst í stórum og vönduð-
um bókum.
Um myndskreytingar við
texta mætti ýmislegt segia. Þar
höfum við íslendingar verið
eftirbátar annarra, nema á einu
sviði: myndskreytingu þjóð-
sagna. Ég held að við höfum
átt mjög góða þjóðsagnateikn-
ara og þarf raunar ekki að
nefna þau kunnu nöfn hér. Er
gaman að geta þess hér að einn
ungur teiknari, Haukur Hall-
dórsson hefur gert mjög góðar
þjóðsagnamyndir. Yngsta kyn-
slóð myndlistarmanna hefur
einnig sýnt þessari listgrein
áhuga og má nefna Helga Þor-
gils Friðjónsson, Ólaf Lárus-
son, Gylfa Gíslason og marga
grafíkera. En þeir hafa ekki
fengið nein verkefni að ráði og
er það skömm og skaði.
Mér finnst að nýstofnuð
samtök um bókaútgáfu ættu að
gefa þessu gaum og efna til ár-
legra sýninga á bestu bókun-
um. Þá ætti að verðlauna bestu
kápurnar og skreytingarnar og
veita höfðingleg verðlaun fyrir
bestu skreytingar í texta til þess
að hefja þá listgrein til sam-
bærilegs vegs og hún nýtur í
öðrum siðmenntuðum löndum.
Páll Skúlason
6
PRENTARINN 1.6.'86