Prentarinn - 01.01.1986, Síða 10

Prentarinn - 01.01.1986, Síða 10
„Flexó“prentun - Ný ögrun Nú ryður hin nýja flexóprentun sér til rúms. Flexóprentunin, sem er hætt við einfaldar netmyndir og getur nú fengist við flóknar netmyndir í háum gæðaflokki. Þetta er tæknin sem off- set- og djúpprentsfólk hristi hausinn yfir fyrir hálfum áratug: Annars flokks prentun. í dag líta prentiðnað- armenn á flexóprentunina sem spenn- andi og byltingakennda framför, sem krefst fagkunnáttu. Djúpprentarar horfa tvístígandi á þennan nýja áskor- anda. Svíþjóð er þó þróunarland á þessu sviði og okkur skortir menntun. Það liggur í loftinu. Það eykst. Eng- inn vill eiginlega nefna það, en það gerist samt. Og það gerist hratt núna í flexóprentinu, þeirri prenttækni sem að margra áliti er tækni níunda og tíunda áratugarins, einkum í umbúða- prentinu. Einn viðmælandi okkar telur meira að segja líklegt, að Nord-Em- ballage og svipuð tímarit verði innan tíu ára prentuð með flexóaðferðinni í stað offset. Hvað er þá að gerast í flexóprentinu og hvað veldur þeirri út- breiddu skoðun, að flexóprentunin geti bráðlega keppt bæði við offset og djúpprentun á vissum sviðum? Þróun flexóprentunarinnar komst verulega á skrið við tilkomu fyrstu ljósfjölliða- plötunnar árið 1973. Þá fyrst var hægt að hætta einföldu strikavinnunni, sem áður einkenndi flexóprentið, og hefja flókna netmyndavinnu. í dag er hægt með flexóprentun að vinna flókna fjórlitaprentun. Gæðin eru sambærileg við djúpprentun og kostnaður mun minni. Vissulega er ekki hægt að ná alveg jafn fínni netþéttni og í djúp- prentun, en fyrir mun lægra verð fást samt sem áður fullnægjandi prentgæði fyrir flestar umbúðir. Lítil upplög N-E hafði samband við Allan Eje- blad, verksmiðjustjóra Teno hf. í Norrköping og Allan Nilsson, sem er yfirmaður flexóþróunarinnar hjá því fyrirtæki. — Flexóprentunin er fjarri því að vera nokkur ný tækni, fremur er um að ræða fágun hugmynda Gutenbergs, sem byggja á hæðaprenti. Sá er þó munurinn, að flexóprentið er svo miklu sveigjanlegra, segir Allan Nils- son. Einn stærsti kostur flexóprent- unarinnar er einmitt sveigjanleiki hennar, í víðtækustu merkingu. Þar liggja hins vegar aðal tækniörðug- leikarnir, sem þarf að yfirvinna og ná valdi á. Nefnilega punktastækkunin. A flexóvalsi er einfalt og ódýrt að breyta og bæta við. Það er bara skorið burtu og bætt við án nokkurra sérstakra erfiðleika. Á gröfnum, rist- um djúpprentsvalsi er þetta næstum ómögulegt eða hefur alla vega í för með sér ærinn kostnað og erfiði. Með aðstoð djúpprentunar má gera mjög góðar eftirprentanir mynda, en kostn- aður við aðferðina og vélakaupin er mikill, og hentar því eiginlega best fyrir mjög stór upplög. Þegar fengist er við lítil upplög, sem er hið algenga á markaði eins og í Svíþjóð, verður flexóprentið miklum mun ódýrara, ef gæðin eru fullnægjandi. Yfirleitt eru þau það, þó flexóprentunin sé enn ekki farin að skila alveg sama árangri og offset eða djúpprentun. Þeir sem vinna að þróun flexóprents leitast auð- vitað við að ná sömu gæðum með minni tilkostnaði. Svo má ekki gleyma því, að gæði eru háð mati einstakl- ingsins. Heillandi tækni Það er heillandi að vinna við nýju flexótæknina, aðallega vegna þess, að hún krefst fagkunnáttu og góðrar sam- vinnu. Allir hlekkir í keðjunni eru jafn mikilvægir, segir Allan Nilsson. — Þar sem þróunin er skammt á veg komin er þessi tækni ekki orðin jafn stöðluð og aðrar prentaðferðir. Þetta veldur því, að flexóprentið er enn sem komið er háð því, að þeir sem við það vinna hafi tilfinningu fyrir verkinu. Prentarinn verður að framkvæma lita- skiptinguna á þann hátt, sem ætlast er til í litgreiningunni. Það skiptir sköpum, að allir í keðjunni leiki sama lag í sama takti. Um leið og tækjabún- aði fleygir fram í flexóprentun kemur Netavalsinn flytur hinn þunnfljótandi lit yfir á prentmótið og áfram þaðan á efnið. 10 PRENTARINN 1.6.86

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.