Prentarinn - 01.01.1986, Page 13
Grotta-
söngur
Kvörninni snúum,
Kreist viö höfum fast
Möndul unz bak okkar brast.
Nótt og dag Grotta við gnúum -
Mölum nú, mölum nú hast
Blóðið undan nöglunum, beinin út úr
hnúum!
Hárbeittar hendingar hvast
Höggvi í bardaga-ljóði!
Vakirðu, vakirðu, Fróði?
Þessar hendur hafa unnið
Heimsins þunga mannlífs-starf.
Hvað að launum? Hvar er runnið
Kjara-happ til vor í arf
Okkar feðrum frá? sem þreyttir,
Frelsi ræntir, blóði sveittir
Unnið höfðu í örbirgð kaldri
Æfiverk á hálfum aldri -
Hlutu loka-launin ríf:
Leiði týnt um slitið líf.
Munu ei vor og vorra barna
Verða sömu launin rétt?
Sérðu grilla í garðinn þarna?
Gröf við gröf þar raðast þétt -
Feður okkar orpnir moldu,
Ætt vor hvílir þar í foldu.
Þeim bauðst ein um alla heima
Eden sú, að deyja og gleyma,
Hefir fundist fegri enn
Fyrir ótal, ótal menn?
Oss hefir brostið vit og vilja
Verka-laun að heimta djarft.
Við höfum fælst að skynja og skilja
Skaða vorn og hlutfall þarft,
Trúað á að okkar færi
Ekkert nema stritið væri,
Þræl-skyldugir aðra að ala,
Aðeins hæfir til að mala
Drotnum vorum yndi og auð.
Okkur naumast daglegt brauð.
Upp, mót kúgun eymd og spilling,
Öld þó byltist likt og haf.
Látum alla lyga-gylling
Leirnum mannlífs skolast af.
Hræðumst ei þó hrynji og falli
Heimsku-goð af vanans stalli.
Fyrst vor trú á þau er þrotin
Þau mega gjarnan liggja brotin!
Trú, sem brast er brást í nauð
Björg sem væntum hjálpar-snauð.
Stephan G. Stephansson.
1891
2 grotti, -a, -ar k 1 grotta 1.2 Ásatrú sérn. Grotti kvörn scm
ambáttir Fróöa konungs mólu gull í (skv. cddukvæðinu
Grottasöng).
„Mjólkurfélag
heilagra“
Þau Hallbjörn Halldórsson og Kristín Guömundardóttir kona
hans voru miklir vinir Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi.
Voru kynni þeirra náin um langt skeið eða þar til Erlendur lést.
Vinátta þeirra var bundin sameiginlegum áhugamálum á
fjölmörgum sviðum; um félagsleg efni, bókmenntir og
reyndar flest það, sem þótti þess virði að leggja eyru við og
ræða. Þá var líka oft brugðið á létt gaman, t. d. í „Mjólkurfé-
lagi heilagra", en í því samfélgi komu fleiri við sögu.
Þá munu þau Erlendur, Hallbjörn og Kristín hafa notið
góðra stunda á skemmri ferðalögum, ýmist á tveim jafnfljót-
um eða öðrum þeim farartækjum, sem kostur var á.
Sú mynd, sem hér birtist í Prentaranum, sýnir þó nýja hlið á
ferðamáta þeirra Erlendar og Hallbjarnar þótt hvorugur þeirra
væri orðaður við sjósókn. Þarna hafa þeir brugðið á það ráð
að ýta báti úr vör. Ekki verður annað séð en báðir hafi kunnað
áralagið.
I*lutSŒIMJnrfundnr vrrðtir hahlinn t MjálkurftHngi hr.ilntira
.innnutlnt/inn iit. mal klukkan Itálf-lúlf ftjrir hádetji
á llvrrfistjöln ?/.
I' uiultii rjni. „g l annvritj.
Hriinsallur /isknr nirtJ siilllniisu kjöli.
liflirinaliir, rf gittl lofar.
Iiaffivalii.
Illill.íu; ÖNI)
| f
Meistari Hallbjörn og Erlendur í Unuhúsi undir árum.
PRENTARINN 1.6.86
13