Prentarinn - 01.01.1986, Qupperneq 16
Iðnfræðslumál - Sameining iðngreina
Tækniþróun
mætt með
markvissara
námi
!Á ráðstefnu félagsins um iðnfræðslu og sameiningu iðn-
greina voru flutt fimm inngangserindi og þykir Prentaran-
um við hæfi að birta þau og fara þau hér á eftir. í framhaldi
af þessum erindum starfaði ráðstefnan í þremur hópum og
var þeim skipt eftir framleiðsluferlinum; Prentformagerðin,
prentunin og frágangurinn. í stórum dráttum má segja að
niðurstöður hópa hafi verið á sama veg.
Pannig kom fram hjá þeim öllum að vinna bæri að
sameiningu iðngreina, þ. e. hæðaprentunar og offsetprent-
unar annars vegar og setningar, skeytingar og offset-
Ijósmyndunar hins vegar. Pá voru hóparnir sammála um að
ganga þyrfti frá námsskrárgerð sem allra fyrst.
Huga þyrfti að réttindaveitingum til þeirra fagmanna sem
fyrir væru í þeim iðngreinum sem sameina œtti.
Samhliða sameiningu yrði að skipuleggja og bjóða uppá
raunhœf endurmenntunarnámskeið.
Hlú þyrfti að bókagerðarskólanum og skapa kennurum
hans raunhœf tœkifæri til að fylgjast með á sínu sviði.
Tengja þyrfti skólann betur atvinnufyrirtækjunum m. a. á
þann veg að hægt væri að nýta einstök fyrirtæki til beinnar
hópkennslu á afmörkuðum sviðum.
Fjölmörg önnur atriði komu fram í starfshópunum, þó
þetta séu þau sem þyngst vega. Að öðru leyti má segja það
um þessa ráðstefnu að hún var hin gagnlegasta og kom þar
fram að mikill áhugi er fyrir því að iðnfræðslan sé í góðu
lagi og að vel sé fylgst með nýjungum og að reynt sé að láta
námið svara kröfum tímans hverju sinni og á það jafnt við
um sjálft grunnnámið sem og þá endurmenntun, sem menn
eru sammála að byggja upp m. a. í tengslum við „öldunga-
deild“ í bókagerðarskólanum.
Guðrún Guðnadóttir, bókbindari að
störfum.
Edda Jónasdóttir, skeytingamaður, við
Ijósaborðið.
16
PRENTARINN 1.6.'86