Prentarinn - 01.01.1986, Side 17
Magnús Einar Sigurðsson
„Hljótum jafnframt og
ekki síður að gera kröfur...
Ráðstefna sem þessi er búin að
vera fyrirhuguð lengi, en einhverra
hluta vegna hefur ekki orðið af
framkvæmd fyrr. Það sem gerði
hana núna raunverulega er sú um-
ræða sem átt hefur sér stað að und-
anförnu um sameiningu iðngreina
og óskir félagsmanna um að fá tæki-
færi til umræðna um þessi mál á
breiðum grundvelli. Fleiri mál
koma hér við sögu en iðnfræðslu-
málin og sameining iðngreina, mál-
ið snýst að sjálfsögðu jafnframt um
tæknibreytingar og tækniþróun, fag
legar og félagslegar afleiðingar
þeirra og eftilvill er það kjarni
málsins.
Hér verður ugglaust fjallað ítar-
lega um hina tæknilegu hlið þessara
mála, ég mun því reyna að fjalla
frekar um félagslega þáttinn og það
sem snýr beint að verkalýðs-
hreyfingunni og lífi og afkomu fé-
lagsmanna hennar í umróti tækni-
breytinga, breyttra starfshátta og
menntunar.
Tæknibreytingar og
viðbrögð verkalyös-
hreyfingar og atvinnu-
rekenda við þeim
Það hefur verið sagt um verka-
lýðshreyfinguna að hún sé íhalds-
söm í eðli sínu. Hvað sem um það
má segja er ljóst að hún áttaði sig
seint, illa og alls ekki sameiginlega
á þeim undrum, umróti og kúvend-
ingu sem eru samhliða tölvuvæð-
ingu og sannast sagna virðist hún
alls ekki vera búin að átta sig enn
nema að takmörkuðu leyti. Með
þessu á ég ekki við að fólk hafi ekki
tileinkað sér þessa tækni, því það
hafa félagsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar svo sannarlega gert. Spurn-
ingin er hins vegar sú: íþágu hverra
og á hvaða forsendum? í ljósi þeirra
umskipta sem tæknin veldur
í öllum starfsgreinum á öllum svið-
um þjóðlífsins. Verkalýðshreyf-
ingin, félagsmennirnir, hafa skilið
sjálfa tæknina og tileinkað sér hana
í starfi og leik, þeir hafa jafnframt
unnið að því að aðlaga menntun
sína til samræmis við breytta tækni,
rétt eins og við erum að gera hér í
dag og verkalýðshreyfingin hefur
meira að segja haft hér ákveðið
frumkvæði. Hinum félagslega þætti
hefur hún hins vegar gleymt, eða
a. m. k. stórlega vanrækt.
Engar tæknibreytingar í saman-
lagðri mannkynssögunni hafa og
munu hafa jafn víðtæk áhrif á líf
fólks og tölvuvæðingin segja marg-
ir. Hvað sem um það er þá verða
áhrifin mikil og afleiðingarnar
hörmulegar ef verkalýðshreyfingin
nær ekki jafnréttisstöðu fyrir sitt
fólk við innleiðingu þessarar tœkni.
Andstætt verkalýðshreyfingunni
hafa atvinnurekendur áttað sig til
fulls á því sem að þeim snýr varð-
andi tölvuvæðinguna. Þeir vita hví-
líka arðsaukningu þessi tækni getur
haft í för með sér og þar af leiðandi
krefjast þeir enn aukins frelsis til að
ráða yfir framleiðslutækjunum og
innleiðingu þeirra og óskoraðs
frelsis til uppsagna og mannaráðn-
inga. Þau fáu verkalýðsfélög sem
hafa gert sér grein fyrir því mikil-
vægi að gera samninga um hina
nýju tækni og afleiðingar hennar,
góðar og slæmar, en bókagerðar-
menn eru í hópi þeirra, hafa fundið
fyrir því hvað atvinnurekendum
eru hagnaðarmöguleikar þessarar
tækni ljósir enda er árangur tækni-
samninga í fullu samræmi við það
og sljóleika verkaiýðshreyfingar-
innar sem heildar á þessum mála-
flokki. Allt er notað í þessu sam-
bandi, þeir sem vilja hér réttlæti og
jöfnuð eru jafnvel kallaðir andstæð-
ingar tækniframfara og svo fram-
vegis.
Staðreyndin er hins vegar sú að
afleiðingar þessarar tækni eru þeg-
ar ljósar og farnar að bitna á fólki
um víða veröld vegna þess að ekki
hafa verið gerðir samningar um rétt-
láta skiptingu arðsins sem af henni
leiðir. Atvinnuleysisvofan er hvar-
vetna á ferð um hinn vestræna
heim, atvinnuleysi eykst dag frá
degi, þrátt fyrir aukna framleiðni.
Island, enn sem komið er, er und-
antekningin sem sannar regluna.
Allt þetta verðum við að hafa í
huga þegar við setjumst niður og
leitum leiða til að bæta menntun
okkar og starfskunnáttu. Við höf-
um hér vissulega skyldur sem við
viljum ekki víkjast undan, en við
eigum hér jafnframt rétt, sem eins
og mál standa í dag er fyrir borð
borinn. Þennan rétt skulum við
sækja til hagsbóta fyrir alla, líka
atvinnurekendur, ef við lítum til
framtíðar. Ég er nefnilega svo
grænn að vilja ekki trúa því að
nokkur vilji hér upplifa þjóðfélag
atvinnuleysis og aukins ójafnaðar,
eða hvað?
Hópstarf, hér er þaö setning, skeyting og Ijósmyndun.
PRENTARINN 1.6.'86