Prentarinn - 01.01.1986, Page 22
nemandi vinnur sjálfstætt að sínum
námsverkefnum óháð öllum bekkj-
um eða hópum. Námsferillinn hefst
þar sem getan leyfir og náms-
hraðinn fer einnig eftir getu hvers
og eins. Hluti af vinnu kennara fer
þá í að búa til kennsluverkefni í
samræmi við nýja áfangalýsingu og
hinn hluti kennarastarfsins fer í
einstaklingsbundna leiðbeiningu,
verkstýringu kennsluverkefna og
símat á námsárangri nemenda.
Hópvinna nemenda þarf einnig
að koma til þar sem blandað er
saman nemendum af mismunandi
stigum og þeir í sameiningu látnir
leysa verkefni eða finna lausn á
vandamáli. Nemendur á mismun-
andi stað í námi geta verið á sama
vinnusvæði en verkefnin mismun-
andi erfið. Endurmenntun getur
því farið fram samtímis, reyndar
mjög æskilegt því þannig berst
þekking milli fyrirtækja og skóla og
nýliðar komast í kynni við fólk með
starfsreynslu.
Skólinn í Minnesota sem vitnað
er til er með um 2000 nemendur á
daginn og mun meiri fjölda á kvöld-
in. Doktor Bill Warner einn af
frumkvöðlum þessa fyrirkomulags
hvað reynsluna það góða eftir 12 ár
að hann vildi alls ekki hverfa aftur
til þess fyrirkomulags sem áður var
og þekkjum úr okkar skólakerfi.
Stýring grafiskrar
menntunar
Eðlilegt má teljast að hvert svið
atvinnulífsins myndi ákveðna at-
vinnumálastefnu. Á grundvelli henn-
ar á síðan verkmenntastefnan að
byggjast. Yfirstjórn grafiska at-
vinnulífsgeirans, félagasamtök bóka-
gerðarnema, bókagerðarmanna og
Félag íslenska prentiðnaðarins eiga
síðan sameiginlega með skóla-
mönnum að móta verkmennta-
stefnuna og leggja niðurstöðurnar
inn á borð hjá þeim menntamála-
ráðherra, sem er við stjórnvöllinn
hverju sinni.
Hið opinbera á síðan að láta
vinna áfangalýsingar, námsgögn
eða velja erlend námsgögn til að
nýta til endurmenntunar og til
endurnýjunar á grafíska náms-
gagnabankanum.
Opinberi aðilinn á að hafa ó-
bundnar hendur varðandi fram-
kvæmd verksins.
Prófunin og eftirlitið með því að
þjónar þegnanna hafi leyst sitt starf
rétt af hendi á síðan að vera í hönd-
um sömu aðila og mótuðu stefnuna
í upphafi. Þannig fær hinn opinberi
aðili eðlilegt aðhald og kerfið ætti
að geta orðið virkara en núverandi
blanda af opinberum fulltrúum og
fulltrúum atvinnulífsins.
Til þess að tengja skólann og þá
sem hann þjónar þarf að koma á
fundum, einum á önn milli verk-
stjóra sem taka við skólanemum til
starfsþjálfunar og starfsfólki bóka-
gerðardeildarinnar. Sömu aðilar
ættu einnig að stunda vistaskipti á
víxl þannig myndi gagnkvæmur
skilningur aukast og sleggjudómum
fækka.
22
PRENTARINN 1.6.86