Prentarinn - 01.01.1986, Síða 29
— Hún verður að treysta innviði sína,
opna augu fólks fyrir þeim hættum
sem að steðja.
— í því sambandi skiptir höfuð máli
að lögð verði rækt við að vekja
unga fólkið til meðvitundar.
— Hefja verður markvisst áróðurs-
stríð.
— Verkalýðshreyfingin verður sam-
einuð að vinna að þessu máli, ef
hún stillir ekki strengi sína innávið
og á milli landa er hætt við að stríð-
ið tapist.
— NGU ætti að beita hér öllum sínum
kröftum og ekki linna látum fyrr en
viðunandi árangur hefur náðst.
Staðreyndin er sú að þessi tækni
býður uppá fækkun atvinnutækifæra
og atvinnuöryggi verkafólks mun eng-
in verja nema það sjálft í krafti sam-
taka sinna.
Verkafólk hefur aldrei staðið
frammi fyrir jafn stórum breytingum
tæknilega séð og nú, allt sem hefur á
undan komið er hreinn barnaleikur á
við örtölvutæknina. Á meðan verka-
lýðshreyfingin hefur ekki meiri áhrif
á innleiðingu örtölvutækninnar í at-
vinnulífinu en raun ber vitni, er voð-
inn vís. Án samstöðu í baráttunni fyrir
réttindum verkafólks verður maðurinn
einn og þá vinnast engir sigrar.
Miljarðir marka
Að lokum viljum við geta þriggja
erinda sem flutt voru á ráðstefnunni.
í fyrsta lagi erindis Simo Karthinen
frá þróunarrannsóknastofu í grafisk-
um iðnaði. Staðhæfði hann í erindi
sínu að eftir 10-15 ár yrði nánast eng-
in innskrift á beinum texta, eins og við
þekkjum hana í dag, til lengur. Af
þeirri grein yrði einungis eftir setning
aulýsingatexta og því um líkt.
í öðru lagi tveggja erinda um sama
málaflokk þ. e. húsnæðismál og fé-
lagslegt öryggi ungs fólks í Finnlandi.
Þessi erindi voru annars vegar flutt af
þingmanni og hins vegar af ritara Al-
þýðusamtakanna. í máli þeirra beggja
kom fram að húsnæðisskortur, sér-
staklega í Suður-Finnlandi, væri al-
varlegasta vandamálið sem ungt fólk
þyrfti að glíma við. Síðan atvinnumál-
in, þrátt fyrir þá staðreynd að í Finn-
landi séu um 150-200.000 manns und-
ir þrítugu atvinnulausir. Þegar þau
töluðuð um húsnæðismálin fannst okk-
ur sem sú lýsing ætti fullt eins vel við
um ísland. Nema að því leyti að
finnska þingið er búið að ákveða að
verja miljörðum marka til að bæta hér
úr en ekki minntumst við neinnar
slíkrar ákvörðunar okkar löggjafar-
þings. Heldur þvert á móti. Hjá okkur
stefna stjórnvöld að því að setja eignir
ungs fólks á uppboð og gera því ókleift
að koma sér upp húsnæði.
Mjög góð skipulagning var á allri
ráðstefnunni og unnið mjög vel þá
daga sem hún stóð, bæði í hópstarfi og
á fundunum þar sem m. a. niðurstöð-
ur hópstarfsins var tekið fyrir.
Finnst okkur að fundir sem þessi
hafi mikla þýðingu, bæði hvað varðar
aukið félagslegt víðsýni og einnig per-
sónuleg kynni félaganna.
BJ, EJ og ÞG
Æskan á fundi.
'
t ! | JMMÉk ^ f .:f ... -4 r «S|