Prentarinn - 06.04.1992, Side 15

Prentarinn - 06.04.1992, Side 15
upplýsingaiðnaðar og einkennist af þjónustu, gæðum og framleiðni. I krafti þekkingar og hæfni geti íslensk- ur prentiðnaður þjónað viðskiptavin- um sínum á áhrifaríkan hátt og haft betur í samkeppni við innflutt prent- verk. Þar er samantekt á almennum námsmarkmiðum, gerð grein fyrir kennsluaðferðum, námsfyrirkomulagi og framvindu námsins, stjórnun þess og innihaldi. Lagt er til að eingöngu verði um að ræða nám á meistarasamningi og að kennslan skiptist í verktarnir annars vegar og skólatarnir hins vegar. I prentsmíð er lagt til fjögurra ára nám, þar sem 47 vikur eru samtals í skóla, þar af ein almenn önn (13 vikur) og 5 faglegar tarnir (34 vikur). í prentun og bókbandi er lagt til þriggja ára nám, þar sem 37 vikur eru í skóla á einni 13 vikna almennri önn og þrem- ur átta vikna löngum faglegum skóla- törnum. Skóla- og verktarnir skiptast á út námstímann og styðja hver aðra þann- ig að stígandi skapast í náminu. Við upphaf hverrar tarnar fari fram stöðu- mat, skólinn líti eftir því að fyrirtækið standi við sinn hlut og fyrirtækið hafi eftirlit með árangri nemandans í skól- anum. Mikilvægur þáttur þessara tillagna snýst um það, að námsskrár taki bæði til skólatarna og verktarna og að fyrir- tækin tilnefni sérstaka leiðbeinendur og verður þess krafist að þeir afli sér kunnáttu um kröfur þær sem gerðar verða um námsárangur og það hvern- ig standa beri að kennslu og tilsögn unglinga. Nám í prentiðnaði verði nægjanlega sveigjanlegt, til að nemendur geti lagt áherslu á ákveðin hæfnisvið öðrum fremur, með tilliti til eigin bakgrunns og þeirrar hæfni sem þeir búa þegar yfir ásamt þeirri sérhæfingu sem fyrir- tæki þeirra hefur markað sér. SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI (frh.) Eigið fé : Yfirlit um eiginQárreikninga : Höfuðstóll Styrktar-og trygg.sjóös Höfuðstóll Orlofssjóðs Höfuöstóll Félagssjóðs Samtals Yfirfært frá fyrra ári Endurmatshækkun rekstrarfjármuna .... 71.672.309 2.628.603 (833.944) 14.177.466 453.234 (967.367) 84.882.408 3.081.837 (833.944) 321.262 321.262 Reiknuð gjöld vegna verðlagsbreytinga Tekjuafgangur 1991 2.296.221 6.511.791 (1.563.213) (941.797) 2.296.221 4.006.781 82.596.242 13.067.487 (1.909.164) 93.754.565 Heildar eigið fé FBM og sjóða í vörslu þess 31.12.1991 greinist þannig : Félag bókagerðarmanna........................................................... 93.754.565 Sjiíkrasjóður bókageröarmanna.................................................. 87.114.063 Fræðslusjóður bókagerðarmanna.................................................... 5.532.560 186.401.188 í árslok 1990 nam heildarfjárhæðin 162,1 millj. kr. Aukning á árinu 1991 er þannig 15%. Kvittaö fyrir komuna í félagsheimilið PRENTARINN 1.12. '92 15

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.