Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 3

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 3
Um kjara- samninga - Hvað er það sem helst ræður niðurstöðum? Kjarasamningurinn sem viö geröum hinn 6. maí s.l. er að mestu leyti á sömu nótum og samn- ingurinn frá því í mars 1990, en meö þeim samningi má segja aö veruleg stefnubreyting hafi oröiö. Fram til 1990 var í sérhverjum kjara- samningum, varöandi launaliöinn, aðalkeppi- kefliö aö ná sem allra mestri hækkun. Á þeim tíma var verðbólgan veruleg, verölag vöru og þjónustu hækkaöi stööugt. Sömuleiðis vextir og vísitöluviömiöun allra fjárskuldbindinga. Þetta leiddi aftur til þess að innan skamms tíma frá undirritun kjarasamninga voru langflestir laun- þegar orönir jafnilla - ef ekki heldur verr - settir en fyrir. Um kjarasamningana 1990 má segja aö þar hafi öll atriði staðist nema eitt, þaö vissulega mjög mikilvægt; Bankarnir og aörar fjármála- stofnanir stóöu ekki viö sinn hluta. Vextirnir lækkuðu alls ekki eins mikið og verölagsfor- sendur gáfu tilefni til. Þrátt fyrir aö þannig tækist til síöast varö niðurstaðan í samningunum í maí s.l. sú aö semja í svipuðum anda. í samningnum, sem gildir til 1. mars 1993, var samið um eftirfarandi: 1,7 % launahækkun; launabætur til þeirra er hafa heildarlaun undir 80.000 kr. á viðmiðunartímabilum, skulu greidd- ar tvisvar á samningstímanum, í maí og des- ember; júlíuppbótin hækkar um 1.500 kr. og desemberuppbótin um 1.000 kr. Þá komu nú inn í samninginn mat á starfsaldri og ákvæði um starfslok. Þessum samningi fylgdu sérstak- ar yfirlýsingar frá ríkisstjórninni og viðskipta- bönkunum. Nauðsynlegt er að fylgja því fast eft- ir aö viö þær yfirlýsingar veröi staðiö í einu og öllu. Þaö getur engan veginn orðið ásættanlegt fyrir okkur aö ekki veröi staðið viö þessar for- sendur nú, þótt bankarnir hafi því miður komist upp meö að fullnægja ekki sams konar ákvæö- um á síöasta samningstímabili. Viö tvenna síöustu samninga hafa ríkt hjá okkur allt aðrar aðstæöur en fyrr. Verulegt at- vinnuleysi hefur veriö viövarandi. Undanfarna mánuöi hefur þaö veriö u.þ.b. 31á% og því miður er ekkert sem bendir til þess aö úr því muni draga. Þvert á móti má frekar reikna með fjölg- un fólks á atvinnuleysisskrá. Meiri sviptingar hafa átt sér staö í prent- smiðjurekstri undanfarna mánuöi en dæmi eru um til fjölda ára. Afleiðingar þessara sviptinga hafa nú þegar, aö hluta til, komið fram í auknu atvinnuleysi, en víst er aö þar á enn eftir aö bætast viö. Þessa stööu megum viö alls ekki láta skelfa okkur þannig aö viö höfumst ekkert aö, heldur þvert á móti - viö verðum að efla samstöðuna - meö þá staöreynd í huga aö ekk- ert ávinnst án baráttu. Hvenær eru aðstæður þannig aö mögulegt sé aö sækja fram til betri kjara? Þessi spurning hlýtur að sjálfsögöu ævinlega að vera ofarlega í huga flestra, þó e.t.v. einkum þeirra er meö samningamálin fara fyrir sína félaga. Svo einkennilega sem þaö hljómar er Ijóst aö engu betri samstaða er um aö sækja sameigin- lega fram á tímum „uppgangs og aukinnar at- vinnu“, en í dag. Vonandi þurfum viö ekki aö fara niður á svipað atvinnu- og afkomustig og hér ríkti fyrir 24 árum, aö ekki sé talað um 55 árum, til þess aö átta okkur á því að viö eigum, og verðum, aö vera í stöðugri sókn. 23. júlí 1992, Þ.G. prenturinn PRENTARINN - málgagn Félags bókagerðarmanna • Útgefandi FBM Hverfisgötu 21 P.O. Box 349 121 Reykjavík • Ritstjóri: Þórir Guðjóns- son. Ritnefnd: Elín Sigurðardóttir, Georg Páll Skúlason, Þorsteinn Vet- urliðason • Prentsmíð, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Letur: Times og Helvetica • PRENTARINN 2.12. '92 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.