Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 20

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 20
ingu. Þannig verða ljósmyndavélar sí- fellt fullkomnari með tölvustýringu fjölmargra stillingarþátta. Ennfremur verða markverðar breytingar þegar framköllunarvélar berast til landsins Hlutfallsleg skipting setningartækja í íslenskum prentsmiðjum árin 1981. 1990.1 ‘Línuritið byggir annars vegar á athugun er trúnaðarmenn í 39 prentsmiðjum stóðu að árið 1981 og hins vegar á tækjakönnun FIP og Iðn- sögu Islendinga er 29 fyrirtæki svöruðu. I báð- um tilvikum vantar upplýsingar um hluta prent- iðnaðar og því eru tölur ekki tæmandi. og flýta mjög framköllun filma. Auk þess hefur afkastageta við litgreiningu vaxið óðfluga með tilkomu rafeinda- skanna og nýverið hafa fullkomin tölvuskeytingartæki hraðað mjög vinnu við skeytingu. Af þessu leiðir að framleiðni hefur margfaldast að undanförnu, jafnframt því sem veru- lega hefur dregið úr þeim verkþáttum sem vinna þarf í myrkraherbergjum. Prentun hefur ekki farið varhluta af tækniþróuninni. Þess er að geta, að offsetprentun hefur alið af sér marg- víslegar tækninýjungar er valda veru- legri afkastaaukningu. I íslenskum prentiðnaði er nú algengt að tölvu- stjórnborð séu tengd við prentvélar og að plötulesari sé í tengslum við stjórn- borðið. Slíkur búnaður styttir stilling- artíma umtalsvert og hindrar að vélar stöðvist þegar þær eru í notkun. Dæmi eru um að stillingartími minnki um allt að 80 af hundraði í saman- burði við hefðbundnar prentaðferðir. Undanfarið hefur fjöllitavélum fjölgað mjög og margar þeirra prenta báðum megin á örkina í senn. Þar við bætist að nokkrar vélar eru með þurrkunar- búnað til þess að forðast smit og þar Hlutfallsleg skipting prentvéla í íslenskum prentsmiöjum árin 1981 og 1990. sparast töluverður tími. Hönnun off- setvéla, þar sem bæði pappír og prentplata eru á sívalningi, gerir að verkum að offsetprentvélar eru fljót- virkar, og eru þær um helmingi af- kastameiri heldur en hæðarprentvélar að jafnaði. Algengt er, að fjöllita off- setvél sem prentar af örkum prenti allt að 12.000 eintök á klukkustund. Enn er þess að geta, að afkasta- miklar prentvélar hafa stutt að fjölgun bókbandsvéla - brotvéla, upptöku- véla/kiljuvéla, þrískera, bindagerðar- véla o.s.frv. - sem aukið hafa afkasta- getu bókbandsstofa margfalt á liðnum árum. í sögulegu ljósi hefur hin aukna vél- væðing bókagerðargreina ekki leitt af sér fækkun starfsmanna. Helsta orsök fyrir því er að eftirspurn eftir prent- uðu efni hefur margfaldast undan- gengna áratugi í kjölfar vaxandi vel- megunar. Einnig hefur offsetprentun stutt að aukinni prentun, t.d. með efl- ingu litprentunar og fjölgun skýrslna, ritgerða og annarra rita sem nú eru prentuð en voru ljósrituð áður. A síð- ari árum, þegar dregur úr eftirspurn í kjölfar efnahagssamdráttar, fer að síga á ógæfuhliðina. Fer nú afkasta- aukningin að segja til sín, því unnt er að framleiða margfalt fleiri prentgripi en áður með mun færra starfsfólki. Hvað er til ráða Hér að framan hefur verið leitast við að finna skýringu á því atvinnuleysi sem nú ríkir meðal bókagerðar- manna. Athyglisvert er að svo virðist sem atvinnuleysið eigi sér ólíkar or- sakir. Annars vegar eru tímabundnar og sveiflukenndar orsakir og þar kem- ur efnahagssamdrátturinn fyrst í huga, en einnig er flutningur prentverka úr landi af þessum toga. Hins vegar er tæknivæðingin sem hefur langvarandi áhrif. Af þessu leiðir að atvinnubati er mjög háður eðli atvinnuleysisins. Ljóst er, að betri horfur í íslensku efnahagslífi munu hafa mjög æskileg áhrif á prentiðnaðinn í heild og eink- um og sér í lagi á mannaflaþörf grein- arinnar. Ekki er heldur loku fyrir skotið að farsæl efnahagsþróun innan- lands, líkt og litlar launahækkanir og lág verðbólga, dragi nokkuð úr prent- un erlendis. A hinn bóginn þykir sýnt að áhrifa vélvæðingar muni gæta um ókomna framtíð og að verulegan hag- vöxt þurfi til að fjölga starfsmönnum umfram framleiðniaukningu greinar- innar. Líklegt er einnig að mörg verk- efni er horfið hafa úr greininni á liðn- um árum komi ekki aftur og að önnur kunni að bætast í þann hóp. Er þar nokkuð vegið að grundvelli iðngrein- arinnar. Af þessu má ráða að atvinnuleysi muni verða viðloðandi bókagerðar- greinar á næstu árum og að ekki sé að vænta fjölgunar í röðum bókagerðar- manna. Því er brýnt að prentsmiðju- eigendur og bókagerðarmenn horfi til framtíðar og leiti leiða til að mæta þessum vanda. Höfundur er doktor í félagsfræði og starfar nú að ritun sögu prentiðnaðarins fyrir Iðn- sögu íslendinga. 20 PRENTARINN 2.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.